Erlent

Forsetinn hrósaði röngu ríki fyrir sigurinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Trump, eða starfsmaður hans, virtist hafa áttað sig fljótt á mistökunum og var tístinu eytt um tíu mínútum eftir birtingu og nýtt birt í staðinn.
Trump, eða starfsmaður hans, virtist hafa áttað sig fljótt á mistökunum og var tístinu eytt um tíu mínútum eftir birtingu og nýtt birt í staðinn. AP/Susan Walsh

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hrósaði ríkinu Kansas fyrir sigur Kansas City Chiefs í Super Bowl í nótt. Hann sendi liðinu hamingjuóskir fyrir góðan leik og sagði þá í forsvari fyrir hið góða ríki Kansas og öll Bandaríkin. Gallinn er að Kansas City er í Missouri, þó borgirnar séu í raun tvær, sitthvoru megin við landamæri ríkjanna, og Chiefs spila í Missouri. Hefur forsetinn verið gagnrýndur harðlega fyrir skort á landafræðikunnáttu.

Trump, eða starfsmaður hans, virtist hafa áttað sig fljótt á mistökunum og var tístinu eytt um tíu mínútum eftir birtingu og nýtt birt í staðinn. Fjölmargir tóku þó eftir mistökunum.

Þeirra á meðal var Claire McCaskill, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður Missouri. Hún ­birti mynd af tísti Trump með textanum: „Það er Missouri, helbera fíflið þitt.“

Samkvæmt fjölmiðlum ytra er mikil samkeppni á milli borganna tveggja og íbúa þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×