„Það var eins og trukkur hefði keyrt á húsið okkar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. febrúar 2020 19:00 Íbúum í Grindavík var verulega brugðið þegar stórir skjálftar riðu yfir í gærkvöldi. Síðasta sólarhring hafa meira en 700 jarðskjálftar mælst í grennd við bæinn, sá öflugasti 4,3 að stærð. Talið er að skjálftarnir séu afleiðingar landriss en ekki merki um gosóróa. Jarðskjálftavirknin í grennd við Grindavík jókst verulega í gærkvöldi en jarðskjalftahrina hófst á svæðinu þann 22. janúar. Um sex skjálftar yfir 3,0 að stærð hafa mælst síðasta sólarhringinn og voru stærstu skjálftarnir um 4 og 4,3 að stærð um klukkan tíu í gærkvöldi. „Þetta var sá snarpasti í þessari hrinu sem staðið hefur yfir í sex daga þannig við fundum óþyrmilega fyrir honum,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Viðbrögð íbúa við skjálftunum séu misjöfn. „Eðlilega eru sumir áhyggjufullir og kvíðnir en aðrir líta svo á að þetta sé bara partur af því að búa hérna á þessu svæði,“ segir Fannar. Margir hafi verið viðbúnir enda jarðvísindamenn búnir að greina frá mögulegum skjálftum á svæðinu. Grettir Sigurjónsson, íbúi í Grindavík, segir að það hafi verið eins og trukkur hafi keyrt yfir húsið þegar skálftinn reið yfir. „Við vorum þarna fjölskyldan að horfa á sjónvarpið og börnin inn í herbergjum. Við fundum verulega fyrir honum og líka þeim sem komu á eftir,“ segir Grettir. Dóróthea Jónsdóttir, íbúi í Grindavík, tekur í sama streng. „Þeir voru mjög snarpir og stutt á milli. Manni var ekkert sama. Maður byrjar náttúrulega að fara beint inn á símann til að skoða hvað hann var nálægt okkur og hvað hann var stór.“ „Ég fékk alveg fiðring í magann. Ég veit ekki hvort það er hræðsla eða óttaviðbrögð. En svo róast maður,“ segir Grettir. Ákveðið var að hafa opið hús í menningarhúsi Grindvíkinga um helgina til að íbúar gætu komið saman og rætt málin. Boðið var upp á kaffi og kökur, frítt var inn á sýningar og þá var boðið var upp á jógatíma fyrir þá sem vildu losa um spennu. Íbúar voru sammála um að bærinn væri að standa sig mjög vel. „Mér finnst frábært framtak að geta hisst hér. Hér prestur og bæjarstjórinn og Magnús Tumi ætlar að koma hér á eftir,“ segir Dóróthea. Þá búa um 400 hundruð Pólverjar í Grindavík og leggur bærinn allt kapp á að reyna ná til þeirra með upplýsingar. Unnið er að því að þýða upplýsingabæklinga á pólsku. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur land risið um rúma fjóra sendimetra á svæðinu vestan við Þorbjörn. Skjálftarnir séu afleiðingar landris en ekki merki um gosóróa. Líklegast sé að jarðskjálftavirkninni ljúki án eldsumbrota. Þá hafa almannavarnir hafa brýnt fyrir íbúum að fara yfir heimili hvað varðar hættu á óstöðugum hlutum, eins og hillum eða munum sem geta fallið vegna jarðskjálfta. „Við vorum búin að ákveða að taka helgina í að taka saman þriggja daga birgðir og einmitt huga að þessu, þannig það var markmiðið með helginni,“ segir Grettir. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Íbúum í Grindavík var verulega brugðið þegar stórir skjálftar riðu yfir í gærkvöldi. Síðasta sólarhring hafa meira en 700 jarðskjálftar mælst í grennd við bæinn, sá öflugasti 4,3 að stærð. Talið er að skjálftarnir séu afleiðingar landriss en ekki merki um gosóróa. Jarðskjálftavirknin í grennd við Grindavík jókst verulega í gærkvöldi en jarðskjalftahrina hófst á svæðinu þann 22. janúar. Um sex skjálftar yfir 3,0 að stærð hafa mælst síðasta sólarhringinn og voru stærstu skjálftarnir um 4 og 4,3 að stærð um klukkan tíu í gærkvöldi. „Þetta var sá snarpasti í þessari hrinu sem staðið hefur yfir í sex daga þannig við fundum óþyrmilega fyrir honum,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Viðbrögð íbúa við skjálftunum séu misjöfn. „Eðlilega eru sumir áhyggjufullir og kvíðnir en aðrir líta svo á að þetta sé bara partur af því að búa hérna á þessu svæði,“ segir Fannar. Margir hafi verið viðbúnir enda jarðvísindamenn búnir að greina frá mögulegum skjálftum á svæðinu. Grettir Sigurjónsson, íbúi í Grindavík, segir að það hafi verið eins og trukkur hafi keyrt yfir húsið þegar skálftinn reið yfir. „Við vorum þarna fjölskyldan að horfa á sjónvarpið og börnin inn í herbergjum. Við fundum verulega fyrir honum og líka þeim sem komu á eftir,“ segir Grettir. Dóróthea Jónsdóttir, íbúi í Grindavík, tekur í sama streng. „Þeir voru mjög snarpir og stutt á milli. Manni var ekkert sama. Maður byrjar náttúrulega að fara beint inn á símann til að skoða hvað hann var nálægt okkur og hvað hann var stór.“ „Ég fékk alveg fiðring í magann. Ég veit ekki hvort það er hræðsla eða óttaviðbrögð. En svo róast maður,“ segir Grettir. Ákveðið var að hafa opið hús í menningarhúsi Grindvíkinga um helgina til að íbúar gætu komið saman og rætt málin. Boðið var upp á kaffi og kökur, frítt var inn á sýningar og þá var boðið var upp á jógatíma fyrir þá sem vildu losa um spennu. Íbúar voru sammála um að bærinn væri að standa sig mjög vel. „Mér finnst frábært framtak að geta hisst hér. Hér prestur og bæjarstjórinn og Magnús Tumi ætlar að koma hér á eftir,“ segir Dóróthea. Þá búa um 400 hundruð Pólverjar í Grindavík og leggur bærinn allt kapp á að reyna ná til þeirra með upplýsingar. Unnið er að því að þýða upplýsingabæklinga á pólsku. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur land risið um rúma fjóra sendimetra á svæðinu vestan við Þorbjörn. Skjálftarnir séu afleiðingar landris en ekki merki um gosóróa. Líklegast sé að jarðskjálftavirkninni ljúki án eldsumbrota. Þá hafa almannavarnir hafa brýnt fyrir íbúum að fara yfir heimili hvað varðar hættu á óstöðugum hlutum, eins og hillum eða munum sem geta fallið vegna jarðskjálfta. „Við vorum búin að ákveða að taka helgina í að taka saman þriggja daga birgðir og einmitt huga að þessu, þannig það var markmiðið með helginni,“ segir Grettir.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu