Vísað úr flugi eftir að hann neitaði að taka af sér gasgrímu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2020 15:35 Manninum var gert að yfirgefa vélina og honum komið fyrir í næsta flugi. Vísir/Getty Vísa þurfti manni úr flugi bandaríska flugfélagsins American Airlines þegar hann neitaði ítrekað að taka af sér gasgrímu, sem olli skelfingu meðal annarra farþega. Maðurinn var í vél American sem átti að fljúga frá Houston borg í Texas til Dallas í sama ríki. Áhöfn vélarinnar bað manninn um að fjarlægja grímuna eftir að aðrir farþegar höfðu kvartað yfir því að geta ekki séð framan í manninn. Maðurinn neitaði og tafði flugtak um tæpa klukkustund. Manninum var síðan komið fyrir í næsta flugi og var gert að fara um borð án grímunnar. @AmericanAir , Just FYI flight 2212 to Houston was delayed an hour because you let this guy on the plane wearing a gas mask. This then panicked people on the plane and we had to wait for him to be escorted off. @abc13houston@KHOU@HoustonChron@KPRC2@FOX26Houston#trainbetterpic.twitter.com/mZkWea606d— Joseph D S (@ThePlatypusesTX) January 31, 2020 Í samtali við útvarpsstöðina KTRK sagðist Joseph Say, ferþegi í fluginu sem maðurinn tafði, að fólk hafi verið skelkað. „Ég leit upp og sá mann með gasgrímu labba inn í vélina. Það var frekar skrýtið. Fólk fór strax að tala um þetta aftast í vélinni,“ er haft eftir Say á vef breska ríkisútvarpsins.„Maður sá ekki framan ´hann. Það var ekki hægt að greina nein persónueinkenni. Fólk hafði áhyggjur af því að hann hefði smyglað einhverju inn í vélina og væri með grímuna til að verja sjálfan sig,“ sagði Say. Hann sagðist upprunalega hafa talið að gríman tengdist smithræðslu við Wuhan-kórónaveiruna, sem nú hefur banað á þriðja hundrað í Kína. „En svo sá ég að það var engin sía á grímunni, þannig það gat eiginlega ekki staðist. Við heyrðum af því frá konunni sem sat við hliðina á honum að hann hafi viljað koma með yfirlýsinguna, en ég veit ekki hvað sú yfirlýsing átti að snúast um,“ sagði Say að lokum. Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Vísa þurfti manni úr flugi bandaríska flugfélagsins American Airlines þegar hann neitaði ítrekað að taka af sér gasgrímu, sem olli skelfingu meðal annarra farþega. Maðurinn var í vél American sem átti að fljúga frá Houston borg í Texas til Dallas í sama ríki. Áhöfn vélarinnar bað manninn um að fjarlægja grímuna eftir að aðrir farþegar höfðu kvartað yfir því að geta ekki séð framan í manninn. Maðurinn neitaði og tafði flugtak um tæpa klukkustund. Manninum var síðan komið fyrir í næsta flugi og var gert að fara um borð án grímunnar. @AmericanAir , Just FYI flight 2212 to Houston was delayed an hour because you let this guy on the plane wearing a gas mask. This then panicked people on the plane and we had to wait for him to be escorted off. @abc13houston@KHOU@HoustonChron@KPRC2@FOX26Houston#trainbetterpic.twitter.com/mZkWea606d— Joseph D S (@ThePlatypusesTX) January 31, 2020 Í samtali við útvarpsstöðina KTRK sagðist Joseph Say, ferþegi í fluginu sem maðurinn tafði, að fólk hafi verið skelkað. „Ég leit upp og sá mann með gasgrímu labba inn í vélina. Það var frekar skrýtið. Fólk fór strax að tala um þetta aftast í vélinni,“ er haft eftir Say á vef breska ríkisútvarpsins.„Maður sá ekki framan ´hann. Það var ekki hægt að greina nein persónueinkenni. Fólk hafði áhyggjur af því að hann hefði smyglað einhverju inn í vélina og væri með grímuna til að verja sjálfan sig,“ sagði Say. Hann sagðist upprunalega hafa talið að gríman tengdist smithræðslu við Wuhan-kórónaveiruna, sem nú hefur banað á þriðja hundrað í Kína. „En svo sá ég að það var engin sía á grímunni, þannig það gat eiginlega ekki staðist. Við heyrðum af því frá konunni sem sat við hliðina á honum að hann hafi viljað koma með yfirlýsinguna, en ég veit ekki hvað sú yfirlýsing átti að snúast um,“ sagði Say að lokum.
Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira