Grindvíkingar fundu vel fyrir skjálftunum: „Ég held að enginn hafi sofið hann af sér“ Andri Eysteinsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 1. febrúar 2020 10:52 Skjálftarnir skóku Grindavík og Grindvíkingar tóku vel eftir kraftinum. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftavirkni norðnorðaustur af Grindavík var mikil í gærkvöld og nótt eins og greint hefur verið frá og mældust yfir 500 skjálftar síðasta sólarhring. Bæjarstjóri Grindavíkur segir íbúum hafa brugðið í skjálftahrinunni. Skjálftarnir fundust á Reykjanesi, á Höfuðborgarsvæðinu og í Borgarfirði að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.„Hún [jarðskjálftahrinan] hófst sem sagt upp úr kvöldmatarleytinu í gærkvöldi og það hafa mælst yfir 500 og jafnvel 600 skjálftar á svæðinu síðan þá,“ sagði Elísabet í útvarpsfréttum Bylgjunnar í morgun.Elísabet hvatti íbúa svæðisins til þess að fylgjast áfram með og senda tilkynningar verði það vart við skjálfta. Frá svæðinu við fjallið Þorbjörn þar sem land hefur risið undanfarið.Vísir/Vilhelm Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í fréttum Bylgjunnar að hann hafi vel fundið fyrir skjálftunum í gærkvöldi. „Það fór svo sem ekki fram hjá neinum. Það hrikti í innanstokksmunum og glermunum og ég held að enginn hafi sofið hann af sér,“ sagði Fannar. Skjálftarnir urðu stærð 4,3 og 4,0 rétt um klukkan hálf ellefu í gærkvöld, Fannar segir að almennt taki bæjarbúar jarðhræringunum af jafnaðargeði. Óneitanlega hafi sumum þó verið brugðið. „Þetta fer illa í suma. Ég held það megi segja að meirihlutinn kippi sér ekki mjög upp við þetta en það er óhætt að segja að þessi skjálfti í gærkvöldi hafi minn okkur á að það er við ýmsu að búast,“ sagði Fannar. Opið hús í Kvikunni um helgina Bæjarstjórinn segir að íbúar hafi verið varaðir við mögulegum skjálftum og margir hafi því verið viðbúnir. Ákveðið hefur verið að hafa opið hús í Kvikunni, menningarhúsi Grindvíkinga um helgina þar sem íbúar geta komið saman og rætt málin. „Hafa samneyti og samtala og reyna svo að láta lífið ganga sinn vanagang. Það er fallegt og gott veður hérna núna og engin ástæða til að óttast á þessu stigi, sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Jarðskjálftavirkni norðnorðaustur af Grindavík var mikil í gærkvöld og nótt eins og greint hefur verið frá og mældust yfir 500 skjálftar síðasta sólarhring. Bæjarstjóri Grindavíkur segir íbúum hafa brugðið í skjálftahrinunni. Skjálftarnir fundust á Reykjanesi, á Höfuðborgarsvæðinu og í Borgarfirði að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.„Hún [jarðskjálftahrinan] hófst sem sagt upp úr kvöldmatarleytinu í gærkvöldi og það hafa mælst yfir 500 og jafnvel 600 skjálftar á svæðinu síðan þá,“ sagði Elísabet í útvarpsfréttum Bylgjunnar í morgun.Elísabet hvatti íbúa svæðisins til þess að fylgjast áfram með og senda tilkynningar verði það vart við skjálfta. Frá svæðinu við fjallið Þorbjörn þar sem land hefur risið undanfarið.Vísir/Vilhelm Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í fréttum Bylgjunnar að hann hafi vel fundið fyrir skjálftunum í gærkvöldi. „Það fór svo sem ekki fram hjá neinum. Það hrikti í innanstokksmunum og glermunum og ég held að enginn hafi sofið hann af sér,“ sagði Fannar. Skjálftarnir urðu stærð 4,3 og 4,0 rétt um klukkan hálf ellefu í gærkvöld, Fannar segir að almennt taki bæjarbúar jarðhræringunum af jafnaðargeði. Óneitanlega hafi sumum þó verið brugðið. „Þetta fer illa í suma. Ég held það megi segja að meirihlutinn kippi sér ekki mjög upp við þetta en það er óhætt að segja að þessi skjálfti í gærkvöldi hafi minn okkur á að það er við ýmsu að búast,“ sagði Fannar. Opið hús í Kvikunni um helgina Bæjarstjórinn segir að íbúar hafi verið varaðir við mögulegum skjálftum og margir hafi því verið viðbúnir. Ákveðið hefur verið að hafa opið hús í Kvikunni, menningarhúsi Grindvíkinga um helgina þar sem íbúar geta komið saman og rætt málin. „Hafa samneyti og samtala og reyna svo að láta lífið ganga sinn vanagang. Það er fallegt og gott veður hérna núna og engin ástæða til að óttast á þessu stigi, sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira