Segja að Liverpool fái aldrei 2014 titilinn af þvi að félagið braut líka af sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 08:30 Steven Gerrard getur gleymt því að fá enska meistaratitilinn frá 2014 á silfurfati. Getty/AMA/Corbis Draumur Liverpool manna og þá sérstaklega Steven Gerrard um að hann verði enskur meistari virðist enn einu sinni orðinn að engu. Eftir að Manchester City var dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni vegna brota um reksturs fótboltafélaga á árunum 2012 til 2016 fóru spekingar að búast við því að þessi brot gætu einnig þýtt það að City myndi missa Englandsmeistaratitilinn frá árinu 2014. Liverpool missti titilinn frá sér á lokasprettinum þetta ár og endaði að lokum tveimur stigum á eftir Manchester City. Missi Manchester City þennan titil ætti hann að fara til liðsins í öðru sæti sem var Liverpool. Það á auðvitað margt eftir að gerast hvað varðar dóm UEFA og Manchester City ætlar að áfrýja og berjast hatramlega á móti honum. Stevie G might not be getting that winners' medal after all https://t.co/US2eG84gYD— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 18, 2020 Svo langt var umræðan komin um hugsanlegan Englandsmeistaratitil Liverpool að Steven Gerrard tjáði sig aðeins um málið. Steven Gerrard lék í sautján ár hjá Liverpool en varð aldrei enskur meistari. Hann hefur aldrei verið nærri titlinum en einmitt vorið 2014 en slæm mistök hans í næstsíðasta heimaleiknum á móti Chelsea voru Liverpool liðinu afar dýrkeypt. Það er þá betra en ekkert að fá gullpeninginn sinn sex árum of seint en aldrei. Steven Gerrard getur samt sleppt því að búa til pláss fyrir hann í verðlaunaskápnum. The Times skrifaði nefnilega frétt um að Liverpool hafi einnig brotið af sér og því verði ekkert að því að Liverpool fái þennan 2014 titil á silfurfati. Það er eitt að enska úrvalsdeildin taki titil af félagi og svo allt annað að láta annað lið fá hann sem hefur ekki heldur hreinan skjöld.. Um er að ræða svokallað „spygate“ þar sem Liverpool var sakað um að hafa brotist inn í gagnagrunn Manchester City yfir leikmenn sem félagið er að skoða. Liverpool var ekki dæmt fyrir þetta brot sitt en félögin sömdu um bætur utan dómstóla. Talið er að Liverpool hafi greitt City eina milljón punda til að bæta fyrir njósnirnar. Liverpool mun því fagna nítjánda meistaratitli sínum en ekki þeim tuttugasta seinna á þessu tímabili. Enski boltinn Tengdar fréttir Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. 17. febrúar 2020 09:30 „Manchester City vinnur vonlaust UEFA“ Gamla Manchester United hetjan segir að grannarnir í Manchester City fari ekki í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu. 18. febrúar 2020 11:00 Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00 Einn leikmaður Manchester City í dag gæti grætt á því ef City missir 2014 titilinn Manchester City gæti mögulega misst einn af fjórum Englandsmeistaratitlum félagsins vegna brota sinna á reglum um rekstur félagsliða og það gætu vissulega verið góðar fréttir fyrir suma eins og þá Steven Gerrard og Raheem Sterling. 18. febrúar 2020 08:30 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Fleiri fréttir Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Sjá meira
Draumur Liverpool manna og þá sérstaklega Steven Gerrard um að hann verði enskur meistari virðist enn einu sinni orðinn að engu. Eftir að Manchester City var dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni vegna brota um reksturs fótboltafélaga á árunum 2012 til 2016 fóru spekingar að búast við því að þessi brot gætu einnig þýtt það að City myndi missa Englandsmeistaratitilinn frá árinu 2014. Liverpool missti titilinn frá sér á lokasprettinum þetta ár og endaði að lokum tveimur stigum á eftir Manchester City. Missi Manchester City þennan titil ætti hann að fara til liðsins í öðru sæti sem var Liverpool. Það á auðvitað margt eftir að gerast hvað varðar dóm UEFA og Manchester City ætlar að áfrýja og berjast hatramlega á móti honum. Stevie G might not be getting that winners' medal after all https://t.co/US2eG84gYD— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 18, 2020 Svo langt var umræðan komin um hugsanlegan Englandsmeistaratitil Liverpool að Steven Gerrard tjáði sig aðeins um málið. Steven Gerrard lék í sautján ár hjá Liverpool en varð aldrei enskur meistari. Hann hefur aldrei verið nærri titlinum en einmitt vorið 2014 en slæm mistök hans í næstsíðasta heimaleiknum á móti Chelsea voru Liverpool liðinu afar dýrkeypt. Það er þá betra en ekkert að fá gullpeninginn sinn sex árum of seint en aldrei. Steven Gerrard getur samt sleppt því að búa til pláss fyrir hann í verðlaunaskápnum. The Times skrifaði nefnilega frétt um að Liverpool hafi einnig brotið af sér og því verði ekkert að því að Liverpool fái þennan 2014 titil á silfurfati. Það er eitt að enska úrvalsdeildin taki titil af félagi og svo allt annað að láta annað lið fá hann sem hefur ekki heldur hreinan skjöld.. Um er að ræða svokallað „spygate“ þar sem Liverpool var sakað um að hafa brotist inn í gagnagrunn Manchester City yfir leikmenn sem félagið er að skoða. Liverpool var ekki dæmt fyrir þetta brot sitt en félögin sömdu um bætur utan dómstóla. Talið er að Liverpool hafi greitt City eina milljón punda til að bæta fyrir njósnirnar. Liverpool mun því fagna nítjánda meistaratitli sínum en ekki þeim tuttugasta seinna á þessu tímabili.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. 17. febrúar 2020 09:30 „Manchester City vinnur vonlaust UEFA“ Gamla Manchester United hetjan segir að grannarnir í Manchester City fari ekki í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu. 18. febrúar 2020 11:00 Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00 Einn leikmaður Manchester City í dag gæti grætt á því ef City missir 2014 titilinn Manchester City gæti mögulega misst einn af fjórum Englandsmeistaratitlum félagsins vegna brota sinna á reglum um rekstur félagsliða og það gætu vissulega verið góðar fréttir fyrir suma eins og þá Steven Gerrard og Raheem Sterling. 18. febrúar 2020 08:30 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Fleiri fréttir Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Sjá meira
Gæti þetta orðið titill númer 20 hjá Liverpool en ekki titill númer 19? Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú tekið mjög hart á brotum Manchester City á reglunum yfir rekstur fótboltafélaga en enska úrvalsdeildin gæti einnig refsað ensku meisturunum. 17. febrúar 2020 09:30
„Manchester City vinnur vonlaust UEFA“ Gamla Manchester United hetjan segir að grannarnir í Manchester City fari ekki í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu. 18. febrúar 2020 11:00
Segja að De Bruyne ætti að fara til Liverpool ef það verður brunaútsala há City Manchester City gæti misst sínar stærstu stjörnur í sumar standi harður dómur Knattspyrnusambands Evrópu um tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. Mörg félög gætu haft áhuga á að næla í þessa leikmenn. 17. febrúar 2020 08:00
Einn leikmaður Manchester City í dag gæti grætt á því ef City missir 2014 titilinn Manchester City gæti mögulega misst einn af fjórum Englandsmeistaratitlum félagsins vegna brota sinna á reglum um rekstur félagsliða og það gætu vissulega verið góðar fréttir fyrir suma eins og þá Steven Gerrard og Raheem Sterling. 18. febrúar 2020 08:30