Loftleiðir fóru í sína fimmtugustu heimsreisu þar sem miðinn kostar á annan tug milljóna Birgir Olgeirsson skrifar 18. febrúar 2020 22:00 Loftleiðir fóru í sína fimmtugustu heimsreisu um liðna helgi með farþega sem greiða á annan tug milljóna fyrir slíka ferð. Farið er í lúxusflugvél þar sem sannarlega má halla sætunum aftur. Loftleiðir gerir út tvær Boeing 757 farþegaþotur sem hafa verið endurhannaðar að innan. Vanalega tekur slík vél um 183 í sæti. Í einni vél Loftleiða eru þó aðeins 50 sæti en 80 í hinni. Fimmtugasta ferðin tekur 21 dag. Byrjaði er í Bandaríkjunum og farið víðsvegar um heiminn. Erlendar ferðaskrifstofur selja í þessar vélar. Um er að ræða tvær ferðaskrifstofur í Bandaríkjunum, eina í Þýskalandi og eina í Ástralíu, sem Loftleiðir eru í viðskiptum við. Mest megnis eru það erlendir viðskiptavinir sem kaupa slíkar ferðir. „Þetta snýst fyrst og fremst um að veita farþegunum einstaka þjónustu, upplifun og fræðslu,“ segir Jóhann Gísli Jóhannsson, sölustjóri Loftleiða. Jóhann Gísli Jóhannsson, sölustjóri Loftleiða.Vísir/Baldur Hann segir verðið vera misjafnt eftir ferðaskrifstofu og lengd ferðarinnar. „Að meðaltali eru þetta 100 til 140 þúsund dollarar á manninn sem þetta kostar. Inni í því er allskonar landþjónusta hótel og leiðsögumenn, matur og allt þess háttar,“ segir Jóhann. Hann segir þá sem kaupa sæti í slíka ferðir hafa takmarkaðan tíma. „Og vill sjá sem mest á sem skemmstum tíma og nær að gera það í svona ferð. Ef þeir væru að fara með áætlunarflugi á alla þessa staði myndi það taka helmingi lengri tíma,“ segir Jóhann. Og áhöfnin er íslensk. Hún samanstendur af þrautreyndum flugstjórum, vel þjálfuðum flugþjónum og tveimur meistarakokkum. Lent er á erfiðum flugvöllum í Katmandu, Páskaeyjum og við Kilimanjaro, sem þarfnast sérstakrar þjálfunar. Fyrsta ferðin var farin árið 2004 og segir Jóhann starfsfólk Loftleiða orðið ansi vant og fátt sem kemur því á óvart varðandi ferðalög á framandi slóðir. Fréttir af flugi Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum en engum fyrirspurnum svarað Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira
Loftleiðir fóru í sína fimmtugustu heimsreisu um liðna helgi með farþega sem greiða á annan tug milljóna fyrir slíka ferð. Farið er í lúxusflugvél þar sem sannarlega má halla sætunum aftur. Loftleiðir gerir út tvær Boeing 757 farþegaþotur sem hafa verið endurhannaðar að innan. Vanalega tekur slík vél um 183 í sæti. Í einni vél Loftleiða eru þó aðeins 50 sæti en 80 í hinni. Fimmtugasta ferðin tekur 21 dag. Byrjaði er í Bandaríkjunum og farið víðsvegar um heiminn. Erlendar ferðaskrifstofur selja í þessar vélar. Um er að ræða tvær ferðaskrifstofur í Bandaríkjunum, eina í Þýskalandi og eina í Ástralíu, sem Loftleiðir eru í viðskiptum við. Mest megnis eru það erlendir viðskiptavinir sem kaupa slíkar ferðir. „Þetta snýst fyrst og fremst um að veita farþegunum einstaka þjónustu, upplifun og fræðslu,“ segir Jóhann Gísli Jóhannsson, sölustjóri Loftleiða. Jóhann Gísli Jóhannsson, sölustjóri Loftleiða.Vísir/Baldur Hann segir verðið vera misjafnt eftir ferðaskrifstofu og lengd ferðarinnar. „Að meðaltali eru þetta 100 til 140 þúsund dollarar á manninn sem þetta kostar. Inni í því er allskonar landþjónusta hótel og leiðsögumenn, matur og allt þess háttar,“ segir Jóhann. Hann segir þá sem kaupa sæti í slíka ferðir hafa takmarkaðan tíma. „Og vill sjá sem mest á sem skemmstum tíma og nær að gera það í svona ferð. Ef þeir væru að fara með áætlunarflugi á alla þessa staði myndi það taka helmingi lengri tíma,“ segir Jóhann. Og áhöfnin er íslensk. Hún samanstendur af þrautreyndum flugstjórum, vel þjálfuðum flugþjónum og tveimur meistarakokkum. Lent er á erfiðum flugvöllum í Katmandu, Páskaeyjum og við Kilimanjaro, sem þarfnast sérstakrar þjálfunar. Fyrsta ferðin var farin árið 2004 og segir Jóhann starfsfólk Loftleiða orðið ansi vant og fátt sem kemur því á óvart varðandi ferðalög á framandi slóðir.
Fréttir af flugi Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum en engum fyrirspurnum svarað Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira