Loftleiðir fóru í sína fimmtugustu heimsreisu þar sem miðinn kostar á annan tug milljóna Birgir Olgeirsson skrifar 18. febrúar 2020 22:00 Loftleiðir fóru í sína fimmtugustu heimsreisu um liðna helgi með farþega sem greiða á annan tug milljóna fyrir slíka ferð. Farið er í lúxusflugvél þar sem sannarlega má halla sætunum aftur. Loftleiðir gerir út tvær Boeing 757 farþegaþotur sem hafa verið endurhannaðar að innan. Vanalega tekur slík vél um 183 í sæti. Í einni vél Loftleiða eru þó aðeins 50 sæti en 80 í hinni. Fimmtugasta ferðin tekur 21 dag. Byrjaði er í Bandaríkjunum og farið víðsvegar um heiminn. Erlendar ferðaskrifstofur selja í þessar vélar. Um er að ræða tvær ferðaskrifstofur í Bandaríkjunum, eina í Þýskalandi og eina í Ástralíu, sem Loftleiðir eru í viðskiptum við. Mest megnis eru það erlendir viðskiptavinir sem kaupa slíkar ferðir. „Þetta snýst fyrst og fremst um að veita farþegunum einstaka þjónustu, upplifun og fræðslu,“ segir Jóhann Gísli Jóhannsson, sölustjóri Loftleiða. Jóhann Gísli Jóhannsson, sölustjóri Loftleiða.Vísir/Baldur Hann segir verðið vera misjafnt eftir ferðaskrifstofu og lengd ferðarinnar. „Að meðaltali eru þetta 100 til 140 þúsund dollarar á manninn sem þetta kostar. Inni í því er allskonar landþjónusta hótel og leiðsögumenn, matur og allt þess háttar,“ segir Jóhann. Hann segir þá sem kaupa sæti í slíka ferðir hafa takmarkaðan tíma. „Og vill sjá sem mest á sem skemmstum tíma og nær að gera það í svona ferð. Ef þeir væru að fara með áætlunarflugi á alla þessa staði myndi það taka helmingi lengri tíma,“ segir Jóhann. Og áhöfnin er íslensk. Hún samanstendur af þrautreyndum flugstjórum, vel þjálfuðum flugþjónum og tveimur meistarakokkum. Lent er á erfiðum flugvöllum í Katmandu, Páskaeyjum og við Kilimanjaro, sem þarfnast sérstakrar þjálfunar. Fyrsta ferðin var farin árið 2004 og segir Jóhann starfsfólk Loftleiða orðið ansi vant og fátt sem kemur því á óvart varðandi ferðalög á framandi slóðir. Fréttir af flugi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Loftleiðir fóru í sína fimmtugustu heimsreisu um liðna helgi með farþega sem greiða á annan tug milljóna fyrir slíka ferð. Farið er í lúxusflugvél þar sem sannarlega má halla sætunum aftur. Loftleiðir gerir út tvær Boeing 757 farþegaþotur sem hafa verið endurhannaðar að innan. Vanalega tekur slík vél um 183 í sæti. Í einni vél Loftleiða eru þó aðeins 50 sæti en 80 í hinni. Fimmtugasta ferðin tekur 21 dag. Byrjaði er í Bandaríkjunum og farið víðsvegar um heiminn. Erlendar ferðaskrifstofur selja í þessar vélar. Um er að ræða tvær ferðaskrifstofur í Bandaríkjunum, eina í Þýskalandi og eina í Ástralíu, sem Loftleiðir eru í viðskiptum við. Mest megnis eru það erlendir viðskiptavinir sem kaupa slíkar ferðir. „Þetta snýst fyrst og fremst um að veita farþegunum einstaka þjónustu, upplifun og fræðslu,“ segir Jóhann Gísli Jóhannsson, sölustjóri Loftleiða. Jóhann Gísli Jóhannsson, sölustjóri Loftleiða.Vísir/Baldur Hann segir verðið vera misjafnt eftir ferðaskrifstofu og lengd ferðarinnar. „Að meðaltali eru þetta 100 til 140 þúsund dollarar á manninn sem þetta kostar. Inni í því er allskonar landþjónusta hótel og leiðsögumenn, matur og allt þess háttar,“ segir Jóhann. Hann segir þá sem kaupa sæti í slíka ferðir hafa takmarkaðan tíma. „Og vill sjá sem mest á sem skemmstum tíma og nær að gera það í svona ferð. Ef þeir væru að fara með áætlunarflugi á alla þessa staði myndi það taka helmingi lengri tíma,“ segir Jóhann. Og áhöfnin er íslensk. Hún samanstendur af þrautreyndum flugstjórum, vel þjálfuðum flugþjónum og tveimur meistarakokkum. Lent er á erfiðum flugvöllum í Katmandu, Páskaeyjum og við Kilimanjaro, sem þarfnast sérstakrar þjálfunar. Fyrsta ferðin var farin árið 2004 og segir Jóhann starfsfólk Loftleiða orðið ansi vant og fátt sem kemur því á óvart varðandi ferðalög á framandi slóðir.
Fréttir af flugi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira