Skorar á meirihlutann að standa við ákvæði meirihlutasáttmála um að leiðrétta laun kvennastétta Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 15:16 Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Vísir/Vilhelm Krafa Eflingar um leiðréttingu launa þeirra stétta sem nú eru í verkfalli vegna kjaradeilu við Reykjavíkurborg er eðlileg og það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að verða við þeim kröfum. Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Umræða fór fram í borgarstjórn í dag um stöðu kjarasamningsviðræðna að beiðni þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta í borginni. Samhliða fara fram umræður að beiðni Sósíalistaflokksins um „lág laun sem Reykjavíkurborg greiðir og áhrif þess á starfsfólk.“ Sanna sagði að ekki verði lengur unað við núverandi aðstæður. Hún rifjaði jafnframt upp að í meirihlutasáttmála Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar segi „við ætlum að leiðrétta laun kvennastétta.“ Velti Sanna vöngum yfir því hvers vegna ekki væri staðið við þetta loforð, nú væri tækifærið. Gríðarlegur stuðningur virðist vera við yfirstandandi verkfallsaðgerðir. „Ég velti því fyrir mér hvað það muni taka langan tíma fyrir meirihluta borgarstjórnar til að sjá hvað þessi störf skipti miklu máli,“ sagði Sanna. „Krafan um leiðréttingu er svo eðlileg.“ Fólk eigi erfitt með að eiga fyrir reikningum, mat og húsnæði og hvað til að eiga fyrir öðrum nauðsynjum eða til að stunda frístundir. „Þetta er krafa um réttlæti og sanngirni sem borgin þarf að mæta,“ sagði Sunna. Það sé að mati Sönnu til háborinnar skammar fyrir Reykjavíkurborg að þar búi fólk á barmi fátæktar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstur til máls. Hann ítrekaði mikilvægi lífskjarasamninganna þar sem lagt sé upp með að mæta helst þeim hópi sem lægst hafi launin. Þá hafi mikil vinna verið lögð í útfærslu styttingar vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki og vinnuhópur sem unnið hafi að þeirri útfærslu hafi skilað af sér í síðustu viku. Þá fagnaði hann því að samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar hafi komið saman aftur til fundar í morgun í fyrsta sinn í ellefu daga. Batt hann vonir við það að fundurinn í dag og sá sem áformaður er á morgun leiði til farsællar niðurstöðu. Borgarstjóri geti leyst deiluna „á einni sekúndu“ Hann kvaðst deila óþolinmæli samningsaðila og annarra viðsemjenda borgarinnar eftir því að samningar takist og það skipti borgina máli að það gangi vel fyrir sig, enda eigi borgin líka eftir að semja við fleiri hópa. Kröfur Eflingar hafi verið á öðrum nótum en að miða aðeins við lífskjarasamninga og styttingu vinnuvikunnar. „Þetta er mikilvægt starfsfólk sem sinnir mikilvægum störfum,“ sagði Dagur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sagði að borgarstjóri gæti „á einni sekúndu ákveðið að leysa þessa deilu.“ Samninganefndirnar þurfi að vinna eftir því umboði sem þær hafa og það sé í hans valdi að veita umboðið. Þá skaut hún á Samfylkinguna fyrir að stæra sig af því að vera jafnaðarmannaflokkur á sama tíma og brösulega gangi að semja við kvennastéttir. Staðan hefði komið henni minna á óvart ef Sjálfstæðisflokkurinn væri í brúnni. „En við erum að tala um Samfylkinguna!“ sagði Kolbrún. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.visir/vilhelm Borgarstjórn Jafnréttismál Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Krafa Eflingar um leiðréttingu launa þeirra stétta sem nú eru í verkfalli vegna kjaradeilu við Reykjavíkurborg er eðlileg og það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að verða við þeim kröfum. Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Umræða fór fram í borgarstjórn í dag um stöðu kjarasamningsviðræðna að beiðni þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta í borginni. Samhliða fara fram umræður að beiðni Sósíalistaflokksins um „lág laun sem Reykjavíkurborg greiðir og áhrif þess á starfsfólk.“ Sanna sagði að ekki verði lengur unað við núverandi aðstæður. Hún rifjaði jafnframt upp að í meirihlutasáttmála Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar segi „við ætlum að leiðrétta laun kvennastétta.“ Velti Sanna vöngum yfir því hvers vegna ekki væri staðið við þetta loforð, nú væri tækifærið. Gríðarlegur stuðningur virðist vera við yfirstandandi verkfallsaðgerðir. „Ég velti því fyrir mér hvað það muni taka langan tíma fyrir meirihluta borgarstjórnar til að sjá hvað þessi störf skipti miklu máli,“ sagði Sanna. „Krafan um leiðréttingu er svo eðlileg.“ Fólk eigi erfitt með að eiga fyrir reikningum, mat og húsnæði og hvað til að eiga fyrir öðrum nauðsynjum eða til að stunda frístundir. „Þetta er krafa um réttlæti og sanngirni sem borgin þarf að mæta,“ sagði Sunna. Það sé að mati Sönnu til háborinnar skammar fyrir Reykjavíkurborg að þar búi fólk á barmi fátæktar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstur til máls. Hann ítrekaði mikilvægi lífskjarasamninganna þar sem lagt sé upp með að mæta helst þeim hópi sem lægst hafi launin. Þá hafi mikil vinna verið lögð í útfærslu styttingar vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki og vinnuhópur sem unnið hafi að þeirri útfærslu hafi skilað af sér í síðustu viku. Þá fagnaði hann því að samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar hafi komið saman aftur til fundar í morgun í fyrsta sinn í ellefu daga. Batt hann vonir við það að fundurinn í dag og sá sem áformaður er á morgun leiði til farsællar niðurstöðu. Borgarstjóri geti leyst deiluna „á einni sekúndu“ Hann kvaðst deila óþolinmæli samningsaðila og annarra viðsemjenda borgarinnar eftir því að samningar takist og það skipti borgina máli að það gangi vel fyrir sig, enda eigi borgin líka eftir að semja við fleiri hópa. Kröfur Eflingar hafi verið á öðrum nótum en að miða aðeins við lífskjarasamninga og styttingu vinnuvikunnar. „Þetta er mikilvægt starfsfólk sem sinnir mikilvægum störfum,“ sagði Dagur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sagði að borgarstjóri gæti „á einni sekúndu ákveðið að leysa þessa deilu.“ Samninganefndirnar þurfi að vinna eftir því umboði sem þær hafa og það sé í hans valdi að veita umboðið. Þá skaut hún á Samfylkinguna fyrir að stæra sig af því að vera jafnaðarmannaflokkur á sama tíma og brösulega gangi að semja við kvennastéttir. Staðan hefði komið henni minna á óvart ef Sjálfstæðisflokkurinn væri í brúnni. „En við erum að tala um Samfylkinguna!“ sagði Kolbrún. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.visir/vilhelm
Borgarstjórn Jafnréttismál Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira