Barcelona við það að kaupa danskan sóknarmann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2020 17:30 Er þetta næsti markahrókur Börsunga? Vísir/Getty Barcelona er við það að ganga frá kaupum á Martin Braithwaite, framherjá Leganés. Börsungar fengu undanþágu frá spænska knattspyrnusambandinu til þess að kaupa framherja vegna meiðsla Luis Suarez og Ousmane Dembélé. Mikil umræða hefur skapast í kringum undanþágu Börsunga en þetta er líklega einsdæmi að lið fái að leyfi til að kaupa útispilara þó glugginn sé lokaður. Þekkt er að lið geta sótt um slíka undanþágu ef markverðir meiðast en undanþága sem þessi þekkist ekki. Hafa Börsungar 15 daga frá því undanþágan er veitt til að festa kaup á nýjum leikmanni. Til að mynda er Tottenham Hotspur nú án tveggja lykilmanna í Harry Kane og Heung-min Son en reikna má fastlega með því að enska úrvalsdeildin veiti þeim enga undanþágu til að kaupa sér nýjan framherja. Það sem gerir aðstæður Barcelona enn undarlegri er staðreyndin að Barcelona lánaði Carles Pérez, leikmann sem getur spilað á öðrum hvorum kantinum, til Roma á lokadegi félagaskiptagluggans vitandi það að Dembélé væri líklega frá í þónokkrun tíma. Í fjarveru þeirra var hinn 17 ára gamli Ansu Fati í byrjunarliði liðsins gegn Getafe. Þá eiga Börsungar þekktustu akademíu knattspyrnusögunnar, La Masia. Eflaust ætti að vera hægt finna nokkra táninga þar til að leysa vandamál liðsins þangað til tímabilinu lýkur. Svo virðist ekki og eftir að hafa verið orðað við gífurlegt magn leikmanna í janúar virðist loks sem Barcelona hafi fundið sinn mann. Sá heitir Martin Braithwaite og leikur með Leganés sem er í harðri fallbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar. Hinn 28 ára gamli Braithwaite, sem lék á sínum tíma með með Middlesbrough í ensku B-deildinni, hefur skorað 19 mörk í 43 leikjum og er með riftunarákvæði upp á 20 milljónir evra í samningi sínum samkvæmt The Guardian. Þar kemur einnig fram að umboðsmaður Braithwaite, Ali Dursun, er einnig umboðsmaður Frenke de Jong en Barcelona keypti hinn unga Hollending á 75 milljónir evra síðasta sumar. Að lokum fær Leganés sem situr í 19. sæti deildarinnar með 19 stig ekki að kaupa framherja í staðinn fyrir Braithwaite og því er nánast hægt að bóka þá niður í spænsku B-deildina að tímabilinu loknu. Barcelona mætir Napoli á Ítalíu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 25. febrúar og Real Madríd í slag erkifjendanna í spænsku úrvalsdeildinni þann 1. mars. Allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona upp að hlið Real Madrid á toppi deildarinnar Barcelona vann nú rétt í þessu 2-1 heimasigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni en gestirnir eru spútnik lið spænsku úrvalsdeildarinnar það sem af er leiktíð. 15. febrúar 2020 17:00 Spyr hvort spænska knattspyrnusambandið vilji sjá þessa yfirburði Barcelona Kvennalið Barcelona hefur mikla yfirburði á Spáni. 10. febrúar 2020 20:45 Barcelona fær leyfi til að fá leikmann Spænska úrvalsdeildin hefur gefið Barcelona leyfi til að kaupa eða fá lánaðan leikmann til að leysa hinn meidda Ousmane Dembele af hólmi þó svo að félagaskiptaglugginn á Spáni sé lokaður. 17. febrúar 2020 16:30 Dembele missir af EM | Barcelona fær líklega að versla Knattspyrnumaðurinn Ousmane Dembele leikur ekki meira með Barcelona á þessari leiktíð vegna meiðsla. Hann á sömuleiðis ekki möguleika á að spila með Frökkum á EM í sumar. 11. febrúar 2020 17:52 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Barcelona er við það að ganga frá kaupum á Martin Braithwaite, framherjá Leganés. Börsungar fengu undanþágu frá spænska knattspyrnusambandinu til þess að kaupa framherja vegna meiðsla Luis Suarez og Ousmane Dembélé. Mikil umræða hefur skapast í kringum undanþágu Börsunga en þetta er líklega einsdæmi að lið fái að leyfi til að kaupa útispilara þó glugginn sé lokaður. Þekkt er að lið geta sótt um slíka undanþágu ef markverðir meiðast en undanþága sem þessi þekkist ekki. Hafa Börsungar 15 daga frá því undanþágan er veitt til að festa kaup á nýjum leikmanni. Til að mynda er Tottenham Hotspur nú án tveggja lykilmanna í Harry Kane og Heung-min Son en reikna má fastlega með því að enska úrvalsdeildin veiti þeim enga undanþágu til að kaupa sér nýjan framherja. Það sem gerir aðstæður Barcelona enn undarlegri er staðreyndin að Barcelona lánaði Carles Pérez, leikmann sem getur spilað á öðrum hvorum kantinum, til Roma á lokadegi félagaskiptagluggans vitandi það að Dembélé væri líklega frá í þónokkrun tíma. Í fjarveru þeirra var hinn 17 ára gamli Ansu Fati í byrjunarliði liðsins gegn Getafe. Þá eiga Börsungar þekktustu akademíu knattspyrnusögunnar, La Masia. Eflaust ætti að vera hægt finna nokkra táninga þar til að leysa vandamál liðsins þangað til tímabilinu lýkur. Svo virðist ekki og eftir að hafa verið orðað við gífurlegt magn leikmanna í janúar virðist loks sem Barcelona hafi fundið sinn mann. Sá heitir Martin Braithwaite og leikur með Leganés sem er í harðri fallbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar. Hinn 28 ára gamli Braithwaite, sem lék á sínum tíma með með Middlesbrough í ensku B-deildinni, hefur skorað 19 mörk í 43 leikjum og er með riftunarákvæði upp á 20 milljónir evra í samningi sínum samkvæmt The Guardian. Þar kemur einnig fram að umboðsmaður Braithwaite, Ali Dursun, er einnig umboðsmaður Frenke de Jong en Barcelona keypti hinn unga Hollending á 75 milljónir evra síðasta sumar. Að lokum fær Leganés sem situr í 19. sæti deildarinnar með 19 stig ekki að kaupa framherja í staðinn fyrir Braithwaite og því er nánast hægt að bóka þá niður í spænsku B-deildina að tímabilinu loknu. Barcelona mætir Napoli á Ítalíu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 25. febrúar og Real Madríd í slag erkifjendanna í spænsku úrvalsdeildinni þann 1. mars. Allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona upp að hlið Real Madrid á toppi deildarinnar Barcelona vann nú rétt í þessu 2-1 heimasigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni en gestirnir eru spútnik lið spænsku úrvalsdeildarinnar það sem af er leiktíð. 15. febrúar 2020 17:00 Spyr hvort spænska knattspyrnusambandið vilji sjá þessa yfirburði Barcelona Kvennalið Barcelona hefur mikla yfirburði á Spáni. 10. febrúar 2020 20:45 Barcelona fær leyfi til að fá leikmann Spænska úrvalsdeildin hefur gefið Barcelona leyfi til að kaupa eða fá lánaðan leikmann til að leysa hinn meidda Ousmane Dembele af hólmi þó svo að félagaskiptaglugginn á Spáni sé lokaður. 17. febrúar 2020 16:30 Dembele missir af EM | Barcelona fær líklega að versla Knattspyrnumaðurinn Ousmane Dembele leikur ekki meira með Barcelona á þessari leiktíð vegna meiðsla. Hann á sömuleiðis ekki möguleika á að spila með Frökkum á EM í sumar. 11. febrúar 2020 17:52 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Barcelona upp að hlið Real Madrid á toppi deildarinnar Barcelona vann nú rétt í þessu 2-1 heimasigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni en gestirnir eru spútnik lið spænsku úrvalsdeildarinnar það sem af er leiktíð. 15. febrúar 2020 17:00
Spyr hvort spænska knattspyrnusambandið vilji sjá þessa yfirburði Barcelona Kvennalið Barcelona hefur mikla yfirburði á Spáni. 10. febrúar 2020 20:45
Barcelona fær leyfi til að fá leikmann Spænska úrvalsdeildin hefur gefið Barcelona leyfi til að kaupa eða fá lánaðan leikmann til að leysa hinn meidda Ousmane Dembele af hólmi þó svo að félagaskiptaglugginn á Spáni sé lokaður. 17. febrúar 2020 16:30
Dembele missir af EM | Barcelona fær líklega að versla Knattspyrnumaðurinn Ousmane Dembele leikur ekki meira með Barcelona á þessari leiktíð vegna meiðsla. Hann á sömuleiðis ekki möguleika á að spila með Frökkum á EM í sumar. 11. febrúar 2020 17:52