Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli Birgir Olgeirsson og Sylvía Hall skrifa 17. febrúar 2020 21:44 Frá fundi Eflingar í dag. Vísir Ótímabundið verkfall Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hófst í nótt. Ríkissáttasemjari hefur boðað til sáttafundar í deilunni í fyrramálið. Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli. Félagsmenn Eflingar komu saman til fundar í dag þar sem baráttumóð var blásið í hópinn. Þrír milljarðar eru í verkfallssjóði Eflingar sem Sólveig Anna segir standa undir mjög löngu verkfalli. Sáttasemjari hefur boðað samninganefndir Eflingar og borgarinnar til fundar í fyrramálið og er það langþráður fundur að mati Sólveigar. „Við erum orðin óþreyjufull eftir því að fundur í deilunni verði boðaður svo að við getum farið að ræða okkur að einhverri lausn.“Sjá einnig: Boðað til fundar milli Eflingar og Reykjavíkurborgar Undanþágunefnd Eflingar ákvað að veit viðkvæmustu þjónustu Reykjavíkuborgar auknar undanþágur frá aðgerðunum. Sólveig segir það sanna mikilvægi Eflingarfólks. „Hvaða algjöru grundvallarhlutverki þau gegna í þessu samfélagi, hversu þessar stofnanir eru reknar á lítilli mönnun og hversu svívirðilegt það er að hafa þetta mikilvæga starfsfólk á þeim ömurlegu launum sem raun ber vitni,“ segir Sólveig. Auknar undanþágur voru til dæmis veittar á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum vegna þrifa og uppvasks. „Maður hefði horft fram á sýkingarhættu og annað slíkt. Eins og síðasta föstudagsmorgun þegar komið var hér og við máttum fara að þvo aftur. Lyktina lagði langt fram á ganga og við það er ekkert búið. Maður veit bara ekkert hvert það myndi leiða, myndi heilbrigðiseftirlitið hreinlega okkur stoppa okkur hér?“ spyr Jórunn Frímannsdóttir, forstöðumaður Droplaugarstaða. Undanþágur fást hins vegar ekki fyrir þrifum í skólum. Það gæti haft áhrif á kennslu í Réttarholtsskóla, Grandaskóla og Seljaskóla svo dæmi séu tekin. „Það yrðu þá ákveðin svæði skólabyggingar sem eru þá bara lokuð. Í skólum eins og Réttarholtsskóla þar sem þetta eru sex stöðugildi starfsmanna sem eru að sinna ræstingum, það þýðir að það er öll byggingin undir og það kallar á sértæk viðbrögð þar,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Hann segir þau skilaboð hafa verið send út að skipulagi skuli vera breytt eins og hægt er en svo verði aðstæðubundið hvernig brugðist er við. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.Vísir/vilhelm Greitt atkvæði um verkfallsboðun félagsmanna BSRB Atkvæðagreiðsla átján þúsund félagsmanna BSRB um verkfallsboðun hófst í dag og stendur atkvæðagreiðslan til miðvikudags . Fari svo að aðgerðir verði samþykktar hefjast þær þann 9. mars og verða tvíþættar. „Annars vegar sameiginleg verkföll aðildarfélaga BSRB, tímabundnar aðgerðir sem varða þá stofnanir eins og Landspítalann, heilbrigðisþjónustu og velferðarþjónustu. Þetta er líka hjá sveitarfélögunum um allt land. Frístundaheimilin, leikskólarnir, þjónusta við aldrað fólk og fatlað fólk. Síðan verður á sama tíma, 9. mars þegar þetta hefst, að þá verður á tilteknum vinnustöðum lögð niður störf að öllu leyti og það er aðallega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Þær stofnanir verða Ríkisskattstjóri og sýslumannsembættin og einnig skólar á höfuðborgarsvæðinu. Sonja Ýr segir kröfur félagsmanna hafa legið fyrir í heilt ár og þeir hafi verið kjarasamningslausir í þann tíma. „Megináherslan hjá okkur er að stytta vinnuvikuna. Við erum líka með kröfur um jöfnun launa á milli markaða og það sem eftir stendur núna eru þessi stóru mál og svo er launaliðurinn sjálfur hjá aðildarfélögunum.“ Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Launastefnu lífskjarasamninga „kerfisbundið hafnað“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það skjóta skökku við að stéttarfélög sem samþykktu lífskjarasamningana svokölluðu í fyrra reyni nú með verkfallsaðgerðum að brjóta markmið samningsins á bak aftur. 17. febrúar 2020 17:48 Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 Greiða atkvæði um verkföll allt að 18 þúsund opinberra starfsmanna Atkvæðagreiðsla þeirra aðildarfélaga BSRB, sem semja við ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg, um verkfallsboðun hefst í dag og stendur fram á miðvikudag. 17. febrúar 2020 09:56 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Ótímabundið verkfall Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hófst í nótt. Ríkissáttasemjari hefur boðað til sáttafundar í deilunni í fyrramálið. Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli. Félagsmenn Eflingar komu saman til fundar í dag þar sem baráttumóð var blásið í hópinn. Þrír milljarðar eru í verkfallssjóði Eflingar sem Sólveig Anna segir standa undir mjög löngu verkfalli. Sáttasemjari hefur boðað samninganefndir Eflingar og borgarinnar til fundar í fyrramálið og er það langþráður fundur að mati Sólveigar. „Við erum orðin óþreyjufull eftir því að fundur í deilunni verði boðaður svo að við getum farið að ræða okkur að einhverri lausn.“Sjá einnig: Boðað til fundar milli Eflingar og Reykjavíkurborgar Undanþágunefnd Eflingar ákvað að veit viðkvæmustu þjónustu Reykjavíkuborgar auknar undanþágur frá aðgerðunum. Sólveig segir það sanna mikilvægi Eflingarfólks. „Hvaða algjöru grundvallarhlutverki þau gegna í þessu samfélagi, hversu þessar stofnanir eru reknar á lítilli mönnun og hversu svívirðilegt það er að hafa þetta mikilvæga starfsfólk á þeim ömurlegu launum sem raun ber vitni,“ segir Sólveig. Auknar undanþágur voru til dæmis veittar á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum vegna þrifa og uppvasks. „Maður hefði horft fram á sýkingarhættu og annað slíkt. Eins og síðasta föstudagsmorgun þegar komið var hér og við máttum fara að þvo aftur. Lyktina lagði langt fram á ganga og við það er ekkert búið. Maður veit bara ekkert hvert það myndi leiða, myndi heilbrigðiseftirlitið hreinlega okkur stoppa okkur hér?“ spyr Jórunn Frímannsdóttir, forstöðumaður Droplaugarstaða. Undanþágur fást hins vegar ekki fyrir þrifum í skólum. Það gæti haft áhrif á kennslu í Réttarholtsskóla, Grandaskóla og Seljaskóla svo dæmi séu tekin. „Það yrðu þá ákveðin svæði skólabyggingar sem eru þá bara lokuð. Í skólum eins og Réttarholtsskóla þar sem þetta eru sex stöðugildi starfsmanna sem eru að sinna ræstingum, það þýðir að það er öll byggingin undir og það kallar á sértæk viðbrögð þar,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Hann segir þau skilaboð hafa verið send út að skipulagi skuli vera breytt eins og hægt er en svo verði aðstæðubundið hvernig brugðist er við. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.Vísir/vilhelm Greitt atkvæði um verkfallsboðun félagsmanna BSRB Atkvæðagreiðsla átján þúsund félagsmanna BSRB um verkfallsboðun hófst í dag og stendur atkvæðagreiðslan til miðvikudags . Fari svo að aðgerðir verði samþykktar hefjast þær þann 9. mars og verða tvíþættar. „Annars vegar sameiginleg verkföll aðildarfélaga BSRB, tímabundnar aðgerðir sem varða þá stofnanir eins og Landspítalann, heilbrigðisþjónustu og velferðarþjónustu. Þetta er líka hjá sveitarfélögunum um allt land. Frístundaheimilin, leikskólarnir, þjónusta við aldrað fólk og fatlað fólk. Síðan verður á sama tíma, 9. mars þegar þetta hefst, að þá verður á tilteknum vinnustöðum lögð niður störf að öllu leyti og það er aðallega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Þær stofnanir verða Ríkisskattstjóri og sýslumannsembættin og einnig skólar á höfuðborgarsvæðinu. Sonja Ýr segir kröfur félagsmanna hafa legið fyrir í heilt ár og þeir hafi verið kjarasamningslausir í þann tíma. „Megináherslan hjá okkur er að stytta vinnuvikuna. Við erum líka með kröfur um jöfnun launa á milli markaða og það sem eftir stendur núna eru þessi stóru mál og svo er launaliðurinn sjálfur hjá aðildarfélögunum.“
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Launastefnu lífskjarasamninga „kerfisbundið hafnað“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það skjóta skökku við að stéttarfélög sem samþykktu lífskjarasamningana svokölluðu í fyrra reyni nú með verkfallsaðgerðum að brjóta markmið samningsins á bak aftur. 17. febrúar 2020 17:48 Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 Greiða atkvæði um verkföll allt að 18 þúsund opinberra starfsmanna Atkvæðagreiðsla þeirra aðildarfélaga BSRB, sem semja við ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg, um verkfallsboðun hefst í dag og stendur fram á miðvikudag. 17. febrúar 2020 09:56 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Launastefnu lífskjarasamninga „kerfisbundið hafnað“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það skjóta skökku við að stéttarfélög sem samþykktu lífskjarasamningana svokölluðu í fyrra reyni nú með verkfallsaðgerðum að brjóta markmið samningsins á bak aftur. 17. febrúar 2020 17:48
Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01
Greiða atkvæði um verkföll allt að 18 þúsund opinberra starfsmanna Atkvæðagreiðsla þeirra aðildarfélaga BSRB, sem semja við ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg, um verkfallsboðun hefst í dag og stendur fram á miðvikudag. 17. febrúar 2020 09:56