Fékk gult spjald er hann gekk af velli eftir kynþáttaníð | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. febrúar 2020 12:30 Marega gefur skoðun sína á stuðningsmönnum í gær. Vísir/BBC Moussa Marega, leikmaður Porto, gekk af velli er liðið mætti Vitoria Guimarães í gærkvöld í portúgölsku úrvalsdeildinni. Marega varð fyrir kynþáttaníði er áhorfendur öskruðu apahljóð í áttinu að honum. Fékk Marega gult spjald frá dómara leiksins fyrir að ætla að ganga af velli. Marega, sem lék með Guimarães á láni tímabilið 2016-2017, skoraði seinna mark Porto á 60. mínútu í leiknum. Reyndist það sigurmark leiksins sem vannst 2-1. Rúmum tíu mínútum síðar gaf hann merki til þjálfara liðsins um að hann vildi koma út af. Svo má í raun segja að allt hafi farið í háaloft inn á vellinum. Klippa: Marega varð fyrir kynþáttaníði Marega, sem er fæddur í Frakklandi en foreldrar hans eru frá Malí, gaf augljóslega til kynna að hann vildi koma út af vegna hegðunar áhorfenda í hans garð. Í kjölfarið reyndu leikmenn Porto sem og Guimarães sitt ítrasta til að halda honum á vellinum, bókstaflega. Í þokkabót ákvað dómari leiksins, Luis Miguel Branco Godinho, að spjalda Marega fyrir það eitt að ætla að ganga af velli. Marega var á endanum skipt út af og í gaf hann stuðningsmönnum skýr skilaboð. Marega birti mynd á Instagram síðu sinni í gærkvöld þar sem hann tjáði skoðun sína. Undir myndinni má sjá lauslega þýðingu á því sem leikmaðurinn lét fylgja með. View this post on Instagram Gostaria apenas de dizer a esses idiotas que vêm ao estádio fazer gritos racistas ... vá se foder E também agradeço aos árbitros por não me defenderem e por terem me dado um cartão amarelo porque defendo minha cor da pele. Espero nunca mais encontrá-lo em um campo de futebol! VOCÊ É UMA VERGONHA !!!! A post shared by Moussa Marega (@marega11) on Feb 16, 2020 at 12:32pm PST „Til hálfvitanna sem komu á leikvanginn til að vera með kynþáttaníð … farið í rassgat. Einnig vil ég þakka dómaranum fyrir að verja mig ekki og gefa mér gult spjald er ég varð húðlit minn. Ég vonast til að hitta þig aldrei aftur á fótboltavellinum! Þú ert til skammar!“Íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon, sem leikur með CSKA Moskvu í Rússlandi, hefur líkað við færsluna sem og Jesse Lingard, leikmaður Manchester United. Sérgio Conceição, þjálfari Porto, hefur fordæmt hegðun þessara stuðningsmanna Vitoria Guimarães en sagði jafnframt að hann teldi að flestir þeirra hegðuðu sér með meiri sæmd en þetta. Somos todos Moussa #notoracismpic.twitter.com/es2jYaQJDC— Sérgio Conceição (@CoachConceicao) February 16, 2020 Þá birti Guimarães yfirlýsingu á vefsíðu sinni að leik loknum þar sem kemur fram að ofbeldi og fordómar eigi ekki heima í heimi íþrótta. Mun félagið, í samstarfi við yfirvöld, skoða hvað átti sér stað. Sérstaklega er tekið fram að félagið styðji ekki yfirlýsingu Miguel Pinto Lisboe, forseta félagsins, en hann sagði að Marega hefði æst stuðningsmennina upp með hegðun sinni. Hann fordæmdi þó viðbrögð þeirra. Þá hefur Fernando Gomes, forseti portúgalska knattspyrnusambandsins, gefið það út að áhorfendurnir verði fundnir og sóttir til saka. Með sigrinum í gær er Porto aðeins stigi á eftir Benfica sem situr á toppi portúgölsku úrvalsdeildarinnar. Marega hefur nú skorað fimm mörk ásamt því að leggja upp önnur fimm í þeim 15 leikjum sem hann hefur leikið það af er tímabili. Fótbolti Kynþáttafordómar Portúgal Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Moussa Marega, leikmaður Porto, gekk af velli er liðið mætti Vitoria Guimarães í gærkvöld í portúgölsku úrvalsdeildinni. Marega varð fyrir kynþáttaníði er áhorfendur öskruðu apahljóð í áttinu að honum. Fékk Marega gult spjald frá dómara leiksins fyrir að ætla að ganga af velli. Marega, sem lék með Guimarães á láni tímabilið 2016-2017, skoraði seinna mark Porto á 60. mínútu í leiknum. Reyndist það sigurmark leiksins sem vannst 2-1. Rúmum tíu mínútum síðar gaf hann merki til þjálfara liðsins um að hann vildi koma út af. Svo má í raun segja að allt hafi farið í háaloft inn á vellinum. Klippa: Marega varð fyrir kynþáttaníði Marega, sem er fæddur í Frakklandi en foreldrar hans eru frá Malí, gaf augljóslega til kynna að hann vildi koma út af vegna hegðunar áhorfenda í hans garð. Í kjölfarið reyndu leikmenn Porto sem og Guimarães sitt ítrasta til að halda honum á vellinum, bókstaflega. Í þokkabót ákvað dómari leiksins, Luis Miguel Branco Godinho, að spjalda Marega fyrir það eitt að ætla að ganga af velli. Marega var á endanum skipt út af og í gaf hann stuðningsmönnum skýr skilaboð. Marega birti mynd á Instagram síðu sinni í gærkvöld þar sem hann tjáði skoðun sína. Undir myndinni má sjá lauslega þýðingu á því sem leikmaðurinn lét fylgja með. View this post on Instagram Gostaria apenas de dizer a esses idiotas que vêm ao estádio fazer gritos racistas ... vá se foder E também agradeço aos árbitros por não me defenderem e por terem me dado um cartão amarelo porque defendo minha cor da pele. Espero nunca mais encontrá-lo em um campo de futebol! VOCÊ É UMA VERGONHA !!!! A post shared by Moussa Marega (@marega11) on Feb 16, 2020 at 12:32pm PST „Til hálfvitanna sem komu á leikvanginn til að vera með kynþáttaníð … farið í rassgat. Einnig vil ég þakka dómaranum fyrir að verja mig ekki og gefa mér gult spjald er ég varð húðlit minn. Ég vonast til að hitta þig aldrei aftur á fótboltavellinum! Þú ert til skammar!“Íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon, sem leikur með CSKA Moskvu í Rússlandi, hefur líkað við færsluna sem og Jesse Lingard, leikmaður Manchester United. Sérgio Conceição, þjálfari Porto, hefur fordæmt hegðun þessara stuðningsmanna Vitoria Guimarães en sagði jafnframt að hann teldi að flestir þeirra hegðuðu sér með meiri sæmd en þetta. Somos todos Moussa #notoracismpic.twitter.com/es2jYaQJDC— Sérgio Conceição (@CoachConceicao) February 16, 2020 Þá birti Guimarães yfirlýsingu á vefsíðu sinni að leik loknum þar sem kemur fram að ofbeldi og fordómar eigi ekki heima í heimi íþrótta. Mun félagið, í samstarfi við yfirvöld, skoða hvað átti sér stað. Sérstaklega er tekið fram að félagið styðji ekki yfirlýsingu Miguel Pinto Lisboe, forseta félagsins, en hann sagði að Marega hefði æst stuðningsmennina upp með hegðun sinni. Hann fordæmdi þó viðbrögð þeirra. Þá hefur Fernando Gomes, forseti portúgalska knattspyrnusambandsins, gefið það út að áhorfendurnir verði fundnir og sóttir til saka. Með sigrinum í gær er Porto aðeins stigi á eftir Benfica sem situr á toppi portúgölsku úrvalsdeildarinnar. Marega hefur nú skorað fimm mörk ásamt því að leggja upp önnur fimm í þeim 15 leikjum sem hann hefur leikið það af er tímabili.
Fótbolti Kynþáttafordómar Portúgal Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira