Að vera eða vera ekki læs Arnór Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2020 08:00 Fjörug umræða um lestur og lesfimipróf hefur undanfarið átt sér stað í fjölmiðlum. Almennt er slík umræða af hinu góða og æskilegt að ólík sjónarmið komi fram um það mikilvæga málefni sem menntun og lestur er. Eins og góður kennari myndi segja er samt gott að lesa heima og kynna sér málefnið vel. Við viljum öll undirbúa börnin okkar vel fyrir lífið og þau verkefni sem bíða þeirra í nútíma samfélagi. Í aðalnámskrá grunnskóla er þetta orðað þannig að efla eigi vitund um lýðræði og jafnrétti, þroska gagnrýna hugsun og byggja upp hæfni nemandans í ólíkum greinum. Grunnskólar hafa mikið svigrúm til að útfæra almennar áherslur aðalnámskrár og gera það á margvíslega vegu með fjölbreyttu skólastarfi. Til að geta náð markmiðum aðalnámskrár og árangri í námi er þó lykilatriði að kunna að lesa. Hefðbundnu læsi er venjulega skipt í tvo meginþætti: tæknilega hlið lestrar (umskráningu) og lesskilning. Tæknileg hlið lestrar er metin með lesfimiprófum sem taka til sjálfvirkni lestrar og lestrarnákvæmni. Eftir því sem lesturinn verður sjálfvirkari eykst lestrarhraðinn, minni orka fer í umskráninguna og meira svigrúm gefst til að veita merkingu athygli og að þroska skilning á því sem lesið er. Markmið allrar þjálfunar, hvort sem er til að læra að hjóla, leika á hljóðfæri, ná valdi á bolta eða að lesa, er að ná tökum á grundvallarfærni og að geta beitt henni á sjálfvirkan hátt. Sjálfvirkur lestur eða lesfimi er lykillinn að lestrargaldrinum og forsenda þess að hægt sé að öðlast lesskilning og takast á við almennari markmið aðalnámskrár. Þess vegna vilja kennarar að allir nemendur nái tökum á sjálfvirkum lestri. Athuganir Menntamálastofnunar á tengslum lesfimi og lesskilnings sýna að mikil fylgni er þar á milli. Sömu vísbendingar má einnig finna í mælingum PISA 2018 á þessum þáttum. Allt ber þetta að sama brunni, sem sérfræðingar í lestri staðfesta einnig; lesfimi er ein meginforsenda lesskilnings. Ræða má hvort of mikið sé gert af því að leggja lesfimipróf fyrir þá sem þegar hafa náð tökum á lestri eða þá sem eiga við alvarlegan lestrarvanda að etja. Treysta verður faglegu mati kennara í slíkum tilvikum. Er menntandi áherslum námskrár með einhverjum hætti fórnað með þeirri áherslu sem nú er lögð á þjálfun í lesfimi? Það er afar ósennilegt. Einhverjar ástæður hljóta að vera fyrir því að kennarar kjósa að leggja lesfimipróf fyrir um 90% nemenda í íslenskum grunnskólum. Flestir kennarar nýta svo niðurstöðurnar til að laga lestrarnám að þörfum nemenda. Mikilvægt er að efla lestrarkennslu almennt svo að hún taki vel til allra þátta svo sem orðaforða og lesskilnings. Menntamálastofnun vill styðja sem best við faglegt starf kennara og hefur nú opnað vef, laesisvefurinn.is, þar sem settar eru fram gagnreyndar leiðbeiningar og upplýsingar um lestur. Hvet ég kennara og almenning til að lesa og kynna sér það margvíslega efni sem þar má finna. Höldum svo áfram upplýstri umræðu um hvað það þýðir að vera læs.Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fjörug umræða um lestur og lesfimipróf hefur undanfarið átt sér stað í fjölmiðlum. Almennt er slík umræða af hinu góða og æskilegt að ólík sjónarmið komi fram um það mikilvæga málefni sem menntun og lestur er. Eins og góður kennari myndi segja er samt gott að lesa heima og kynna sér málefnið vel. Við viljum öll undirbúa börnin okkar vel fyrir lífið og þau verkefni sem bíða þeirra í nútíma samfélagi. Í aðalnámskrá grunnskóla er þetta orðað þannig að efla eigi vitund um lýðræði og jafnrétti, þroska gagnrýna hugsun og byggja upp hæfni nemandans í ólíkum greinum. Grunnskólar hafa mikið svigrúm til að útfæra almennar áherslur aðalnámskrár og gera það á margvíslega vegu með fjölbreyttu skólastarfi. Til að geta náð markmiðum aðalnámskrár og árangri í námi er þó lykilatriði að kunna að lesa. Hefðbundnu læsi er venjulega skipt í tvo meginþætti: tæknilega hlið lestrar (umskráningu) og lesskilning. Tæknileg hlið lestrar er metin með lesfimiprófum sem taka til sjálfvirkni lestrar og lestrarnákvæmni. Eftir því sem lesturinn verður sjálfvirkari eykst lestrarhraðinn, minni orka fer í umskráninguna og meira svigrúm gefst til að veita merkingu athygli og að þroska skilning á því sem lesið er. Markmið allrar þjálfunar, hvort sem er til að læra að hjóla, leika á hljóðfæri, ná valdi á bolta eða að lesa, er að ná tökum á grundvallarfærni og að geta beitt henni á sjálfvirkan hátt. Sjálfvirkur lestur eða lesfimi er lykillinn að lestrargaldrinum og forsenda þess að hægt sé að öðlast lesskilning og takast á við almennari markmið aðalnámskrár. Þess vegna vilja kennarar að allir nemendur nái tökum á sjálfvirkum lestri. Athuganir Menntamálastofnunar á tengslum lesfimi og lesskilnings sýna að mikil fylgni er þar á milli. Sömu vísbendingar má einnig finna í mælingum PISA 2018 á þessum þáttum. Allt ber þetta að sama brunni, sem sérfræðingar í lestri staðfesta einnig; lesfimi er ein meginforsenda lesskilnings. Ræða má hvort of mikið sé gert af því að leggja lesfimipróf fyrir þá sem þegar hafa náð tökum á lestri eða þá sem eiga við alvarlegan lestrarvanda að etja. Treysta verður faglegu mati kennara í slíkum tilvikum. Er menntandi áherslum námskrár með einhverjum hætti fórnað með þeirri áherslu sem nú er lögð á þjálfun í lesfimi? Það er afar ósennilegt. Einhverjar ástæður hljóta að vera fyrir því að kennarar kjósa að leggja lesfimipróf fyrir um 90% nemenda í íslenskum grunnskólum. Flestir kennarar nýta svo niðurstöðurnar til að laga lestrarnám að þörfum nemenda. Mikilvægt er að efla lestrarkennslu almennt svo að hún taki vel til allra þátta svo sem orðaforða og lesskilnings. Menntamálastofnun vill styðja sem best við faglegt starf kennara og hefur nú opnað vef, laesisvefurinn.is, þar sem settar eru fram gagnreyndar leiðbeiningar og upplýsingar um lestur. Hvet ég kennara og almenning til að lesa og kynna sér það margvíslega efni sem þar má finna. Höldum svo áfram upplýstri umræðu um hvað það þýðir að vera læs.Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun