Aron og Arnór Ingvi á skotskónum í dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. febrúar 2020 21:30 Arnór Ingvi í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Það var nóg um að vera hjá íslenskum knattspyrnumönnum í dag. Þeir Arnór Ingvi Traustason og Aron Sigurðarson voru báðir á skotskónum í dag. Mark Arons má finna hér að neðan. Arnór Ingvi var í byrjunarliði Malmö sem valtaði yfir Syrianska á heimavelli í sænsku bikarkeppninni í dag, lokatölur 8-0. Arnór skoraði þriðja mark Malmö á 22. mínútu leiksins eftir slæm mistök í vörn gestanna. Syrianska leikur í C-deildinni í Svíþjóð. Arnór og félagar fá talsvert erfiðari mótherja í næsta leik er þeir mæta Wolfsburg í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Rúnar Alex Rúnarsson stóð allan tímann á milli stanganna hjá Dijon sem gerði 2-2 jafntefli við Bordeaux á útivelli í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Mounir Chouiar gerði bæði mörk Dijon sem situr í 18. sæti deildarinnar, umspilssæti um að halda sæti sínu í deildinni. Reikna má með að Rúnar Alex spili alla leiki Dijon fram á sumar en hinn markvörður liðsins, Alfred Gomis, meiddist illa á dögunum. Aron Sigurðarson var á skotskónum í belgísku B-deildinni en lið hans Union St. Gilloise gerði 3-3 jafntefli við Roeselare í dag. Aron skoraði þriðja mark liðsins í dag en staðan í hálfleik var 3-0 fyrir St. Gilloise. Roeselare komu til baka í síðari hálfleik og náðu að jafna metin. Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliði Lommel sem tapaði 1-0 á heimavelli fyrir KVC Westerlo, einnig í belgísku B-deildinni. Kolbeinn var tekinn af velli á 86. mínútu leiksins. St. Gillouse eru í 4. sæti með 38 stig en Lommel í því 6. með 28 stig. Fótbolti Tengdar fréttir Draumadagur fyrir Leeds | Jón Daði fagnaði sigri Hagur Leeds vænkaðist verulega í ensku B-deildinni í fótbolta í dag þegar liðið vann 1-0 sigur á Bristol City, liðinu í 7. sæti, á Elland Road. 15. febrúar 2020 16:45 Rúnar Alex aðalmarkvörður Dijon á ný | Byrjar brösulega Rúnar Alex Rúnarsson, einn markvarða íslenska landsliðsins, hefur mátt þola mikla bekkjarsetu á leiktíðinni en hann er leikmaður Dijon í Frakklandi. Staða hans hefur hins vegar breyst og reikna má með að hann leiki alla leiki liðsins sem eftir eru á leiktíðinni. 12. febrúar 2020 19:30 Sverrir Ingi hafði betur gegn Ögmundi | Alfreð lék í jafntefli Sverrir Ingi Ingason hafði betur gegn Ögmundi Kristinssyni í Íslendingaslag grísku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag þegar PAOK lagði Larissa 2-1 á útivelli. 15. febrúar 2020 17:45 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Það var nóg um að vera hjá íslenskum knattspyrnumönnum í dag. Þeir Arnór Ingvi Traustason og Aron Sigurðarson voru báðir á skotskónum í dag. Mark Arons má finna hér að neðan. Arnór Ingvi var í byrjunarliði Malmö sem valtaði yfir Syrianska á heimavelli í sænsku bikarkeppninni í dag, lokatölur 8-0. Arnór skoraði þriðja mark Malmö á 22. mínútu leiksins eftir slæm mistök í vörn gestanna. Syrianska leikur í C-deildinni í Svíþjóð. Arnór og félagar fá talsvert erfiðari mótherja í næsta leik er þeir mæta Wolfsburg í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Rúnar Alex Rúnarsson stóð allan tímann á milli stanganna hjá Dijon sem gerði 2-2 jafntefli við Bordeaux á útivelli í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Mounir Chouiar gerði bæði mörk Dijon sem situr í 18. sæti deildarinnar, umspilssæti um að halda sæti sínu í deildinni. Reikna má með að Rúnar Alex spili alla leiki Dijon fram á sumar en hinn markvörður liðsins, Alfred Gomis, meiddist illa á dögunum. Aron Sigurðarson var á skotskónum í belgísku B-deildinni en lið hans Union St. Gilloise gerði 3-3 jafntefli við Roeselare í dag. Aron skoraði þriðja mark liðsins í dag en staðan í hálfleik var 3-0 fyrir St. Gilloise. Roeselare komu til baka í síðari hálfleik og náðu að jafna metin. Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliði Lommel sem tapaði 1-0 á heimavelli fyrir KVC Westerlo, einnig í belgísku B-deildinni. Kolbeinn var tekinn af velli á 86. mínútu leiksins. St. Gillouse eru í 4. sæti með 38 stig en Lommel í því 6. með 28 stig.
Fótbolti Tengdar fréttir Draumadagur fyrir Leeds | Jón Daði fagnaði sigri Hagur Leeds vænkaðist verulega í ensku B-deildinni í fótbolta í dag þegar liðið vann 1-0 sigur á Bristol City, liðinu í 7. sæti, á Elland Road. 15. febrúar 2020 16:45 Rúnar Alex aðalmarkvörður Dijon á ný | Byrjar brösulega Rúnar Alex Rúnarsson, einn markvarða íslenska landsliðsins, hefur mátt þola mikla bekkjarsetu á leiktíðinni en hann er leikmaður Dijon í Frakklandi. Staða hans hefur hins vegar breyst og reikna má með að hann leiki alla leiki liðsins sem eftir eru á leiktíðinni. 12. febrúar 2020 19:30 Sverrir Ingi hafði betur gegn Ögmundi | Alfreð lék í jafntefli Sverrir Ingi Ingason hafði betur gegn Ögmundi Kristinssyni í Íslendingaslag grísku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag þegar PAOK lagði Larissa 2-1 á útivelli. 15. febrúar 2020 17:45 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Draumadagur fyrir Leeds | Jón Daði fagnaði sigri Hagur Leeds vænkaðist verulega í ensku B-deildinni í fótbolta í dag þegar liðið vann 1-0 sigur á Bristol City, liðinu í 7. sæti, á Elland Road. 15. febrúar 2020 16:45
Rúnar Alex aðalmarkvörður Dijon á ný | Byrjar brösulega Rúnar Alex Rúnarsson, einn markvarða íslenska landsliðsins, hefur mátt þola mikla bekkjarsetu á leiktíðinni en hann er leikmaður Dijon í Frakklandi. Staða hans hefur hins vegar breyst og reikna má með að hann leiki alla leiki liðsins sem eftir eru á leiktíðinni. 12. febrúar 2020 19:30
Sverrir Ingi hafði betur gegn Ögmundi | Alfreð lék í jafntefli Sverrir Ingi Ingason hafði betur gegn Ögmundi Kristinssyni í Íslendingaslag grísku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag þegar PAOK lagði Larissa 2-1 á útivelli. 15. febrúar 2020 17:45