Basti: Þetta er pínu súrsætt Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 15. febrúar 2020 18:15 Basti í leik fyrr í vetur. Vísir/Bára Sebastian Alexandersson var ekki alveg viss hvernig sér leið eftir dramatískan eins marks sigur á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag. Lokatölur 24-23 þar sem sigurmarkið kom úr vítakasti eftir að leiktímanum var lokið.„Þetta er hrikalega sætt í ljósi þess að við áttum ekki skilið að tapa á Akureyri, það mark hefur verið skoðað fram og til baka," sagði Sebastian Alexanderson, þjálfari Stjörnunnar eftir 24-23 endurkomusigur gegn KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag.„Ég get ekki sagt að við höfum átt skilið að vinna þennan leik. Ég er ofboðslega ánægður samt með sigurinn að sjálfsögðu. Ánægður með spilamennskuna í seinni hálfleik en á móti vægast sagt ósáttur með byrjunina í dag og fjöldan af mistökum. Ósáttur að við komum svona til leiks eftir góðan sigur í síðustu umferð." Basti sagði í hálfleik að hann hafi hugsað í hálfleik að hans lið myndi fá þrjátíu mörk á sig en sagði liðið hafa fundið lausnir varnarlega. „Þetta er pínu súrsætt, ég er mjög ósáttur með fyrri hálfleikinn." Munurinn var þrjú mörk í hálfleik. KA/Þór leiddi 14-11, munurinn hefði getað verið meiri á liðunum í hálfleik miðað við hvernig leikurinn var að þróast. „Við ræddum það í hálfleik að við værum þrátt fyrir allt í leik og áttum að byrja með boltann í seinni hálfleik. Eftir erfiða byrjun á seinni þá náum við okkur í gang. Ég hef sagt það áður - það er rosalega mikill andlegur styrkur í þessum hóp og sá styrkur kom í ljós í seinni hálfleik."„Ég get sett mig í spor Norðanstelpna, þetta er örugglega jafnsúrt og þegar við fórum heim eftir þetta sigurmark fyrir norðan. Nú einbeitum við okkur að því að tryggja okkur sæti í úrslitakeppninni." Basti var að lokum spurður út í leikmannahópinn, lykilmenn léku ekki með í dag. Hvernig er staðan á hópnum?„Það er ljóst núna að það munu ekki allir leikmenn koma til baka og við munum ekki ná að spila á okkar besta liði. Við verðum að nota tímann núna fram að úrslitakeppni til að finna lausnir hvernig við ætlum að keppa við Val og Fram í úrslitakeppninni."„Ég get ekki svarað því hvort Hanna Guðrún og Rakel spili það sem eftir er tímabils. Það eru jafnmiklar líkur á að þær geri það og að þær geri það ekki. Elena rifbeinsbrotnaði aftur og þá eru Dagný Huld og Brynhildur einnig frá. Við erum með nóg af mannskap og við verðum að hugsa í lausnum."„Sem þjálfari hefur maður tvær leiðir. Maður getur vælt eða maður getur reynt að gera eitthvað úr því sem maður hefur," sagði Basti að lokum. Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Starnana - KA/Þór 24-23 | Mikil dramatík í Ásgarði Stjarnan vann nauman sigur á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag þar sem sigurmarkið kom úr vítaskoti eftir að leiktímanum var lokið. Lokatölur 24-23. 15. febrúar 2020 18:45 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Sebastian Alexandersson var ekki alveg viss hvernig sér leið eftir dramatískan eins marks sigur á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag. Lokatölur 24-23 þar sem sigurmarkið kom úr vítakasti eftir að leiktímanum var lokið.„Þetta er hrikalega sætt í ljósi þess að við áttum ekki skilið að tapa á Akureyri, það mark hefur verið skoðað fram og til baka," sagði Sebastian Alexanderson, þjálfari Stjörnunnar eftir 24-23 endurkomusigur gegn KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag.„Ég get ekki sagt að við höfum átt skilið að vinna þennan leik. Ég er ofboðslega ánægður samt með sigurinn að sjálfsögðu. Ánægður með spilamennskuna í seinni hálfleik en á móti vægast sagt ósáttur með byrjunina í dag og fjöldan af mistökum. Ósáttur að við komum svona til leiks eftir góðan sigur í síðustu umferð." Basti sagði í hálfleik að hann hafi hugsað í hálfleik að hans lið myndi fá þrjátíu mörk á sig en sagði liðið hafa fundið lausnir varnarlega. „Þetta er pínu súrsætt, ég er mjög ósáttur með fyrri hálfleikinn." Munurinn var þrjú mörk í hálfleik. KA/Þór leiddi 14-11, munurinn hefði getað verið meiri á liðunum í hálfleik miðað við hvernig leikurinn var að þróast. „Við ræddum það í hálfleik að við værum þrátt fyrir allt í leik og áttum að byrja með boltann í seinni hálfleik. Eftir erfiða byrjun á seinni þá náum við okkur í gang. Ég hef sagt það áður - það er rosalega mikill andlegur styrkur í þessum hóp og sá styrkur kom í ljós í seinni hálfleik."„Ég get sett mig í spor Norðanstelpna, þetta er örugglega jafnsúrt og þegar við fórum heim eftir þetta sigurmark fyrir norðan. Nú einbeitum við okkur að því að tryggja okkur sæti í úrslitakeppninni." Basti var að lokum spurður út í leikmannahópinn, lykilmenn léku ekki með í dag. Hvernig er staðan á hópnum?„Það er ljóst núna að það munu ekki allir leikmenn koma til baka og við munum ekki ná að spila á okkar besta liði. Við verðum að nota tímann núna fram að úrslitakeppni til að finna lausnir hvernig við ætlum að keppa við Val og Fram í úrslitakeppninni."„Ég get ekki svarað því hvort Hanna Guðrún og Rakel spili það sem eftir er tímabils. Það eru jafnmiklar líkur á að þær geri það og að þær geri það ekki. Elena rifbeinsbrotnaði aftur og þá eru Dagný Huld og Brynhildur einnig frá. Við erum með nóg af mannskap og við verðum að hugsa í lausnum."„Sem þjálfari hefur maður tvær leiðir. Maður getur vælt eða maður getur reynt að gera eitthvað úr því sem maður hefur," sagði Basti að lokum.
Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Starnana - KA/Þór 24-23 | Mikil dramatík í Ásgarði Stjarnan vann nauman sigur á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag þar sem sigurmarkið kom úr vítaskoti eftir að leiktímanum var lokið. Lokatölur 24-23. 15. febrúar 2020 18:45 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Leik lokið: Starnana - KA/Þór 24-23 | Mikil dramatík í Ásgarði Stjarnan vann nauman sigur á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag þar sem sigurmarkið kom úr vítaskoti eftir að leiktímanum var lokið. Lokatölur 24-23. 15. febrúar 2020 18:45
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti