Lögmaður Stormy Daniels fundinn sekur um fjárkúgun Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 13:05 Fræðgarstjarna Michaels Avenatti hneig eins snöggulega og hún reis. Hann á nú yfir höfði sér áratuga fangelsisvist. AP/Craig Ruttle Kviðdómur í Kaliforníu sakfelldi Michael Avenatti, fyrrverandi lögmann klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, fyrir fjárkúgun í gær og gæti hann átt allt að 42 ára fangelsisvist yfir höfði sér. Daniels var skjólstæðingur Avenatti í málaferlum sem tengdust fullyrðingum hennar um að hún hefði átt í kynferðislegu sambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Avenatti var sakfelldur fyrir að hafa reynt að kúga allt að 25 milljónir dollara, jafnvirði um 3,2 milljarða íslenskra króna, út úr íþróttavöruframleiðandanum Nike. Hann hótaði að birta upplýsingar sem kæmu fyrirtækinu illa. Athyglina sem Avenatti hlaut fyrir að vera lögmaður Daniels nýtti hann sér til að gerast áberandi gagnrýnandi Trump forseta. Lét hann jafnvel að því liggja að hann gæti sóst eftir að því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi. Á þeim tíma sem Avenatti vann fyrir fyrrverandi yfirmann körfuboltadeildar fyrir ungmenni í Los Angeles hótaði hann lögmanni Nike að halda blaðamannafund þar sem hann myndi saka fyrirtækið um að stunda ólöglegar greiðslur til ungra körfuboltamanna með því sem hann sagði að yrðu skelfilegar afleiðingar fyrir hlutabréfaverð þess, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nike tilkynnti hótun Avenatti samstundis til alríkissaksóknara og var Avenatti handtekinn skömmu eftir að hann tilkynnti um blaðamannafund sem hann ætlaði að halda og upplýsa um meiriháttar hneyksli í kringum Nike. Saksóknarar sögðu kviðdóminum að Avenatti hafi á þessum tíma skuldað um ellefu milljónir dollara, tæplega 1,4 milljarða íslenskra króna. Daniels, sem hefur sakað Avenatti um að stela frá sér, hafði litla samúð með fyrrverandi lögmanni sínum í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér vegna málsins. Henni kæmi ekki á óvart að óheiðarleiki Avenatti hefði verið afhjúpaður. „Þó að niðurstaðan sé klárlega sanngjörn þykir mér þetta leitt fyrir hönd barnanna hans og mér líður kjánalega að hafa trúað lygum hans svo lengi,“ sagði hún. View this post on Instagram My statement on Michael Avenatti A post shared by stormydaniels (@thestormydaniels) on Feb 14, 2020 at 2:38pm PST Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Avenatti sagður hafa stolið milljónum af skjólstæðingum sínum Lögmaðurinn Michael Avenatti hefur verið ákærður í 36 liðum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa stolið af skjólstæðingum sínum, svikið undan skatti, framið bankasvik og að hafa logið að dómara. 11. apríl 2019 20:00 Ákærður fyrir að draga sér fé ætlað Stormy Daniels Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem braust fram í sviðsljósið sem lögmaður klámsstjörnunnar Stormy Daniels í málaferlum hennar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir að draga sér fé sem ætlað var Daniels 22. maí 2019 21:45 Ákærður fyrir að hafa reynt að kúga milljarða út úr Nike Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. 25. mars 2019 18:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Kviðdómur í Kaliforníu sakfelldi Michael Avenatti, fyrrverandi lögmann klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels, fyrir fjárkúgun í gær og gæti hann átt allt að 42 ára fangelsisvist yfir höfði sér. Daniels var skjólstæðingur Avenatti í málaferlum sem tengdust fullyrðingum hennar um að hún hefði átt í kynferðislegu sambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Avenatti var sakfelldur fyrir að hafa reynt að kúga allt að 25 milljónir dollara, jafnvirði um 3,2 milljarða íslenskra króna, út úr íþróttavöruframleiðandanum Nike. Hann hótaði að birta upplýsingar sem kæmu fyrirtækinu illa. Athyglina sem Avenatti hlaut fyrir að vera lögmaður Daniels nýtti hann sér til að gerast áberandi gagnrýnandi Trump forseta. Lét hann jafnvel að því liggja að hann gæti sóst eftir að því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi. Á þeim tíma sem Avenatti vann fyrir fyrrverandi yfirmann körfuboltadeildar fyrir ungmenni í Los Angeles hótaði hann lögmanni Nike að halda blaðamannafund þar sem hann myndi saka fyrirtækið um að stunda ólöglegar greiðslur til ungra körfuboltamanna með því sem hann sagði að yrðu skelfilegar afleiðingar fyrir hlutabréfaverð þess, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nike tilkynnti hótun Avenatti samstundis til alríkissaksóknara og var Avenatti handtekinn skömmu eftir að hann tilkynnti um blaðamannafund sem hann ætlaði að halda og upplýsa um meiriháttar hneyksli í kringum Nike. Saksóknarar sögðu kviðdóminum að Avenatti hafi á þessum tíma skuldað um ellefu milljónir dollara, tæplega 1,4 milljarða íslenskra króna. Daniels, sem hefur sakað Avenatti um að stela frá sér, hafði litla samúð með fyrrverandi lögmanni sínum í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér vegna málsins. Henni kæmi ekki á óvart að óheiðarleiki Avenatti hefði verið afhjúpaður. „Þó að niðurstaðan sé klárlega sanngjörn þykir mér þetta leitt fyrir hönd barnanna hans og mér líður kjánalega að hafa trúað lygum hans svo lengi,“ sagði hún. View this post on Instagram My statement on Michael Avenatti A post shared by stormydaniels (@thestormydaniels) on Feb 14, 2020 at 2:38pm PST
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Avenatti sagður hafa stolið milljónum af skjólstæðingum sínum Lögmaðurinn Michael Avenatti hefur verið ákærður í 36 liðum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa stolið af skjólstæðingum sínum, svikið undan skatti, framið bankasvik og að hafa logið að dómara. 11. apríl 2019 20:00 Ákærður fyrir að draga sér fé ætlað Stormy Daniels Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem braust fram í sviðsljósið sem lögmaður klámsstjörnunnar Stormy Daniels í málaferlum hennar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir að draga sér fé sem ætlað var Daniels 22. maí 2019 21:45 Ákærður fyrir að hafa reynt að kúga milljarða út úr Nike Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. 25. mars 2019 18:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Avenatti sagður hafa stolið milljónum af skjólstæðingum sínum Lögmaðurinn Michael Avenatti hefur verið ákærður í 36 liðum. Hann er meðal annars sakaður um að hafa stolið af skjólstæðingum sínum, svikið undan skatti, framið bankasvik og að hafa logið að dómara. 11. apríl 2019 20:00
Ákærður fyrir að draga sér fé ætlað Stormy Daniels Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem braust fram í sviðsljósið sem lögmaður klámsstjörnunnar Stormy Daniels í málaferlum hennar gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir að draga sér fé sem ætlað var Daniels 22. maí 2019 21:45
Ákærður fyrir að hafa reynt að kúga milljarða út úr Nike Bandaríski lögmaðurinn Micheal Avenatti, sem best þekktur er fyrir að hafa verið lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, hefur verið ákærður af saksóknurum í New York fyrir að reyna að kúga yfir 20 milljónir dollara, um 2,5 milljarða króna, út úr íþróttavörurisanum Nike. 25. mars 2019 18:01