Enski boltinn

Klopp segir að Liverpool þurfi meiri upplýsingar um Ólympíuþátttöku Mo Salah

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp og Mohamed Salah.
Jürgen Klopp og Mohamed Salah. Getty/ David Ramos

Mohamed Salah vill spila með landsliði Egyptalands á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar en það hefur áhrif á skyldur hans sem leikmanns Liverpool. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var spurður út þetta á blaðamannafundi í dag.

Knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna eru fyrir leikmenn 23 ára og yngri en hver þjóð má tefla fram þremur eldri leikmönnum. Mohamed Salah vill verða einn af þeim hjá Egyptum.

Mohamed Salah er 27 ára gamall. Hann er í 50 manna úrtakshópi Egypta fyrir Ólympíuleikana í sumar en úrslitaleikurinn er 8. águst eða á sama degi og fyrsta umferð næsta tímabils í ensku úrvalsdeildinni.



„Vil ég missa leikmenn á undirbúningstímabilinu? Auðvitað ekki. Það er ljóst,“ sagði Jürgen Klopp í dag.

„Við verðum að skoða marga hluti í sambandið við þetta. Ég mun ræða við Mo og fara yfir þetta allt saman,“ sagði Klopp.

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur gefið það út að félög þurfi ekki að leyfa eldri leikmönnum að keppa á leikunum. Shawky Gharib, þjálfari Egypta, segir að þetta sé ákvörðun hjá Liverpool.

„Við erum alveg með það á hreinu hvað við viljum en við þurfum meiri upplýsingar. Hvernig mun þetta líta út? Hvenær byrjar undirbúningurinn? Það er margt sem þarf að skoða. Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun og við sjáum bara til,“ sagði Klopp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×