Stórt sár í húsþaki á Kjalarnesi Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. febrúar 2020 12:19 Stórt sár er í þaki fjölbýlishússins. Vísir/jkj Ætla má að alvarlegasta foktjónið sem orðið hefur á höfuðborgarsvæðinu, í hvassviðrinu sem gengið hefur yfir landið síðastliðinn sólarhring, hafi orðið á Kjalarnesi. Þar fauk stór hluti húsþaks við Jörfagrund og skyldi stórt sár eftir, eins og sjá má hér að ofan. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi kom steypt plata undir þakinu þó í veg fyrir það að veðurofsinn hafi náð inn í íbúðina þar fyrir neðan. Enn er töluvert hvassviðri á Kjalarnesi, vindhraði um 25 m/s og hafa vindhviður reglulega farið yfir 40 m/s. Til að mynda mældist vindhraðinn 62 m/s á sjötta tímanum í morgun. Þórður Bogason, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í aukafréttatíma fréttastofunnar í hádeginu að ekki hafi verið talið óhætt að senda björgunarsveitar- eða slökkviliðsfólk á þakið til að varna frekar skemmdum. Hvassviðrið hafi verið slíkt á Kjalarnesi að það hafi ekki verið talið öruggt. Þeim hafi þó tekist að binda niður hluti þess, strengt „strappa“ um eina geymslu hússins. Íbúðin undir gatinu var þó mannlaus að sögn Þórðar því enginn sé búsettur þar. Viðtalið við hann í heild má sjá hér að neðan. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að björgunarsveitarfólk hafi staðið í ströngu á Kjalarnesi frá því í nótt. Þakplötur hafi bókstaflega fokið á haf út í mestu hviðunum.Fréttastofan greinir frá öllum nýjustu vendingum í rauntíma í Óveðursvaktinni. Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Ætla má að alvarlegasta foktjónið sem orðið hefur á höfuðborgarsvæðinu, í hvassviðrinu sem gengið hefur yfir landið síðastliðinn sólarhring, hafi orðið á Kjalarnesi. Þar fauk stór hluti húsþaks við Jörfagrund og skyldi stórt sár eftir, eins og sjá má hér að ofan. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi kom steypt plata undir þakinu þó í veg fyrir það að veðurofsinn hafi náð inn í íbúðina þar fyrir neðan. Enn er töluvert hvassviðri á Kjalarnesi, vindhraði um 25 m/s og hafa vindhviður reglulega farið yfir 40 m/s. Til að mynda mældist vindhraðinn 62 m/s á sjötta tímanum í morgun. Þórður Bogason, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði í aukafréttatíma fréttastofunnar í hádeginu að ekki hafi verið talið óhætt að senda björgunarsveitar- eða slökkviliðsfólk á þakið til að varna frekar skemmdum. Hvassviðrið hafi verið slíkt á Kjalarnesi að það hafi ekki verið talið öruggt. Þeim hafi þó tekist að binda niður hluti þess, strengt „strappa“ um eina geymslu hússins. Íbúðin undir gatinu var þó mannlaus að sögn Þórðar því enginn sé búsettur þar. Viðtalið við hann í heild má sjá hér að neðan. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að björgunarsveitarfólk hafi staðið í ströngu á Kjalarnesi frá því í nótt. Þakplötur hafi bókstaflega fokið á haf út í mestu hviðunum.Fréttastofan greinir frá öllum nýjustu vendingum í rauntíma í Óveðursvaktinni.
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00
Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24
Þakplata fauk á mann í Hvalfirði Björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn vinna nú að því að komast á vettvang en arfavitlaust veður er á svæðinu. 14. febrúar 2020 09:02