Sprengilægðarvaktin hafin í Skógarhlíð Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 00:00 Frá síðustu sprengilægð í desember. Vísir/vilhelm Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð verður virkjuð á miðnætti vegna veðursins sem ganga á yfir landið í nótt og á morgun. Viðbragðsaðilar búa sig nú undir veðurofsann en stefnt er á að halda samhæfingarstöðinni opinni fram á annað kvöld. Rauðar viðvaranir eru í gildi á fjórum landsvæðum á morgun: höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi. Á rauðu svæðunum verður um að ræða austan ofsaveður, rok eða jafnvel fárviðri. Fólk er víðast hvar hvatt til að halda sig heima, hafi það tök á. Sjá einnig: Þetta fellur niður eða raskast vegna óveðursins Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, var nýmættur niður í Skógarhlíð þegar Vísir náði tali af honum skömmu fyrir miðnætti. Hann sér fram á að standa vaktina þangað til níu í fyrramálið. „Við erum að koma okkur í hús og gera okkur klár, það virðist farið að hvessa á Suðurlandinu. Okkur sýnist þetta verða eins og spáin gerir ráð fyrir, undir morgun.“ Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/vilhelm Stöðin verður fullmönnuð fulltrúum frá hinum ýmsu viðbragðsaðilum: Ríkislögreglustjóra, Rauða krossinum, Neyðarlínunni, Landsbjörg, Landspítalanum, Landhelgisgæslunni og fleirum. Fulltrúarnir telja á annan tug. „Við erum baklandið fyrir aðgerðarstjórn úti á landi. Þetta er verkefni sem við erum að stíga inn í, við erum með þjálfað fólk í þessu. Nú er þetta óveður, um daginn vorum við með snjóflóð og svo vorum við með óveður í desember, þetta er byggt á sömu einingum og fólk er vant þessu umhverfi. En við stígum til þess að gera rólega inn í þetta og vonum það besta,“ segir Hjálmar. Gert er ráð fyrir að versta veðrið gangi niður síðdegis á morgun. Hjálmar segir að þá verði metið hversu lengi samhæfingarmiðstöðin verður opin. „En það verður að minnsta kosti fram undir fimm, sex.“ Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira
Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð verður virkjuð á miðnætti vegna veðursins sem ganga á yfir landið í nótt og á morgun. Viðbragðsaðilar búa sig nú undir veðurofsann en stefnt er á að halda samhæfingarstöðinni opinni fram á annað kvöld. Rauðar viðvaranir eru í gildi á fjórum landsvæðum á morgun: höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi. Á rauðu svæðunum verður um að ræða austan ofsaveður, rok eða jafnvel fárviðri. Fólk er víðast hvar hvatt til að halda sig heima, hafi það tök á. Sjá einnig: Þetta fellur niður eða raskast vegna óveðursins Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, var nýmættur niður í Skógarhlíð þegar Vísir náði tali af honum skömmu fyrir miðnætti. Hann sér fram á að standa vaktina þangað til níu í fyrramálið. „Við erum að koma okkur í hús og gera okkur klár, það virðist farið að hvessa á Suðurlandinu. Okkur sýnist þetta verða eins og spáin gerir ráð fyrir, undir morgun.“ Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.Vísir/vilhelm Stöðin verður fullmönnuð fulltrúum frá hinum ýmsu viðbragðsaðilum: Ríkislögreglustjóra, Rauða krossinum, Neyðarlínunni, Landsbjörg, Landspítalanum, Landhelgisgæslunni og fleirum. Fulltrúarnir telja á annan tug. „Við erum baklandið fyrir aðgerðarstjórn úti á landi. Þetta er verkefni sem við erum að stíga inn í, við erum með þjálfað fólk í þessu. Nú er þetta óveður, um daginn vorum við með snjóflóð og svo vorum við með óveður í desember, þetta er byggt á sömu einingum og fólk er vant þessu umhverfi. En við stígum til þess að gera rólega inn í þetta og vonum það besta,“ segir Hjálmar. Gert er ráð fyrir að versta veðrið gangi niður síðdegis á morgun. Hjálmar segir að þá verði metið hversu lengi samhæfingarmiðstöðin verður opin. „En það verður að minnsta kosti fram undir fimm, sex.“
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira