Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í Vík í Mýrdal. Þar eru nú um tíu manns, allt erlendir ferðamenn.
Fjöldahjálparstöðin er staðsett í félagsheimilinu Leikskálum en svo virðist sem að óveðrið sem spáð var að kæmi í nótt og á morgun sé farið láta á sér kræla á Suðurlandi.
Sjá einnig: Óveðursvaktin - Rauð viðvörun gefin út
Rauð viðvörun Veðurstofunnar tekur gildi á svæðinu klukkan fimm, en örlítið síðar á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðausturlandi. Nú er búið að loka þjóðvegi 1 á milli Seljalandsfoss og Víkur í Mýrdal en lögreglumaður sagði í samtali við Vísi nú á níunda tímanum að þegar væri brostinn á „glórulaus blindbylur“ á svæðinu.´
Björgunarsveitir hafa þurft að bjarga nokkrum ökumönnum úr ógöngum í Mýrdal í kvöld vegna veðurs
Þá náðist á myndband þegar ferðamenn óku bíl sínum út af þjóðveginum við Pétursey, nálægt Sólheimasandi, um sjöleytið í kvöld. Skyggni var afar slæmt á svæðinu og mjög hvasst, líkt og fjallað er um hér.
Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík
Tengdar fréttir
Örtröð og tómar hillur í aðdraganda sprengilægðarinnar
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu lögðu margir leið sína í kjörbúðir eftir vinnu í dag og birgðu sig upp af matvælum fyrir sprengilægðina sem skellur á strax í nótt.
„Glórulaus blindbylur“ þegar skollinn á við Sólheimasand
Búið er að loka þjóðvegi 1 á milli Seljalandsfoss og Víkur í Mýrdal. Lögreglumaður sem var á ferðinni þar áðan segir veðrið glórulaust á þessum slóðum í augnablikinu.
Bíll ferðamanna hafnaði utan vegar í blindbyl við Pétursey
Ferðamenn óku bíl sínum út af þjóðveginum við Pétursey, nálægt Sólheimasandi, um sjöleytið í kvöld. Atvikið náðist á myndband en skyggni var afar slæmt á svæðinu og nokkuð hvasst.