Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins deilir á framferði Trump Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2020 16:46 Kelly hershöfðingi var starfsmannastjóri Hvíta húss Trump frá júlí 2017 til janúar 2019. Vísir/EPA Starfsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins brást rétt við þegar hann gerði yfirboðurum sínum viðvart um það sem hann taldi vafasamt framferði Donald Trump Bandaríkjaforseta í símtali við forseta Úkraínu, að mati Johns Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Kelly viðurkennir jafnframt að hann hafi aldrei haft trú á fundum sem Trump átti við einræðisherra Norður-Kóreu. Alexander Vindman, ofursta í Bandaríkjaher og sérfræðingi í málefnum Úkraínu hjá þjóðaröryggisráðinu, var vísað á dyr í Hvíta húsinu á föstudag. Hann bar vitni um símtal Trump forseta við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, fyrir þremur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsökuðu hvort Trump hefði framið embættisbrot í nóvember. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir að misbeita valdi sínu í kjölfarið en öldungadeildin sýknaði hann í síðustu viku. Vindman var á meðal embættismanna sem hlýddu á símtal Trump og Zelenskíj en hann tilkynnti yfirmanni sínum í kjölfarið að Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu þegar hann þrýsti á Zelenskíj að rannsaka pólitískan keppinaut sinn. Trump forseti hefur hellt úr skálum reiði sinnar yfir Vindman undanfarna daga og ýjað að því að Bandaríkjaher ætti að refsa honum. Ekki er ljóst á hvaða forsendum vill að herinn agi Vindman. Taldi orð Trump jafngilda „ólöglegri skipun“ John Kelly, sem var starfsmannastjóri Hvíta húss Trump frá 2017 til byrjunar árs 2019, kom Vindman til varnar í fyrirlestri í Drew-háskólanum í New Jersey í gærkvöldi. Taldi Kelly, sem var hershöfðingi í Bandaríkjaher, að Vindman hafi einfaldlega fylgt þjálfun sem hann fékk í hernum, að sögn tímaritsins The Atlantic. „Hann gerði nákvæmlega það sem við kennum þeim að gera frá vöggu til grafar. Hann fór og sagði yfirmanni sínum það sem hann heyrði,“ sagði Kelly um viðbrögð Vindman við símtali Trump og Zelenskíj. Trump forseti hefur ítrekað fullyrt að símtal hans við Zelenskíj hafi verið „fullkomið“, jafnvel þó að minnisblað sem Hvíta húsið birti sjálft um símtalið sýni að Trump þrýsti á Zelenskíj að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og stoðlausa samsæriskenningu um forsetakosningarnar árið 2016. Kelly virtist ekki á sama máli og fyrrverandi húsbóndi hans í Hvíta húsinu. Trump hafi breytt stefnu Bandaríkjanna gegn Úkraínu gagngert með því að skilyrða hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við að Úkraínumennirnir hæfu rannsókn á pólitískum keppinauti hans. Vindman hafi haft rétt fyrir sér að gera yfirmanni sínum viðvart um það. Það sem Vindman heyrði Trump segja Zelenskíj að hann vildi rannsókn á Biden hafi í reynd verið „ólögleg skipun“. „Við kennum þeim: „Ekki fylgja ólöglegum skipunum og ef þú færð slíka bentu þeim sem gefur þér hana að það sé ólögleg skipun og segðu síðan yfirmanni þínum“,“ sagði Kelly um þjálfun Vindman. Alexander Vindman, nú fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins og sérfræðingur í málefnum Úkraínu.AP/Andrew Harnik Sagði Kim hafa leikið sér að Bandaríkjastjórn Það var ekki aðeins um Úkraínuhneykslið sem Kelly greindi á við Trump. Hann var spurður út í umleitanir Trump til að fá Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að gefa kjarnavopn sín upp á bátinn. Kelly sagði að þær tilraunir hafi verið gagnslausar. „Hann á aldrei eftir að láta kjarnavopnin af hendi. Trump forseti reyndi, það er ein leið til að orða það, en það virkaði ekki. Ég er yfirleitt bjartsýnismaður en ég er líka raunsæismaður og ég taldi aldrei að Kim ætti eftir að gera nokkuð annað en að leika með okkur um hríð og hann gerði það nokkuð vel,“ sagði Kelly en Trump fundaði í tvígang með Kim, fyrstur Bandaríkjaforseta, í fyrra skiptið á meðan Kelly var starfsmannastjóri Hvíta hússins. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Úkraína Tengdar fréttir Sondland einnig vikið úr starfi Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, Gordon Sondland, hefur verið tjáð að honum verði vikið úr embætti af Donald Trump, Bandaríkjaforseta. 8. febrúar 2020 08:59 Vikið úr starfi sínu í Hvíta húsinu eftir að hafa borið vitni gegn Trump Alexander Vindman, ofursta hjá her Bandaríkjanna, hefur verið vikið úr starfi sínu í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins og var honum fylgt þaðan út af öryggisvörðum í dag. 7. febrúar 2020 22:57 Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Starfsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins brást rétt við þegar hann gerði yfirboðurum sínum viðvart um það sem hann taldi vafasamt framferði Donald Trump Bandaríkjaforseta í símtali við forseta Úkraínu, að mati Johns Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Kelly viðurkennir jafnframt að hann hafi aldrei haft trú á fundum sem Trump átti við einræðisherra Norður-Kóreu. Alexander Vindman, ofursta í Bandaríkjaher og sérfræðingi í málefnum Úkraínu hjá þjóðaröryggisráðinu, var vísað á dyr í Hvíta húsinu á föstudag. Hann bar vitni um símtal Trump forseta við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, fyrir þremur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsökuðu hvort Trump hefði framið embættisbrot í nóvember. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir að misbeita valdi sínu í kjölfarið en öldungadeildin sýknaði hann í síðustu viku. Vindman var á meðal embættismanna sem hlýddu á símtal Trump og Zelenskíj en hann tilkynnti yfirmanni sínum í kjölfarið að Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu þegar hann þrýsti á Zelenskíj að rannsaka pólitískan keppinaut sinn. Trump forseti hefur hellt úr skálum reiði sinnar yfir Vindman undanfarna daga og ýjað að því að Bandaríkjaher ætti að refsa honum. Ekki er ljóst á hvaða forsendum vill að herinn agi Vindman. Taldi orð Trump jafngilda „ólöglegri skipun“ John Kelly, sem var starfsmannastjóri Hvíta húss Trump frá 2017 til byrjunar árs 2019, kom Vindman til varnar í fyrirlestri í Drew-háskólanum í New Jersey í gærkvöldi. Taldi Kelly, sem var hershöfðingi í Bandaríkjaher, að Vindman hafi einfaldlega fylgt þjálfun sem hann fékk í hernum, að sögn tímaritsins The Atlantic. „Hann gerði nákvæmlega það sem við kennum þeim að gera frá vöggu til grafar. Hann fór og sagði yfirmanni sínum það sem hann heyrði,“ sagði Kelly um viðbrögð Vindman við símtali Trump og Zelenskíj. Trump forseti hefur ítrekað fullyrt að símtal hans við Zelenskíj hafi verið „fullkomið“, jafnvel þó að minnisblað sem Hvíta húsið birti sjálft um símtalið sýni að Trump þrýsti á Zelenskíj að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og stoðlausa samsæriskenningu um forsetakosningarnar árið 2016. Kelly virtist ekki á sama máli og fyrrverandi húsbóndi hans í Hvíta húsinu. Trump hafi breytt stefnu Bandaríkjanna gegn Úkraínu gagngert með því að skilyrða hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við að Úkraínumennirnir hæfu rannsókn á pólitískum keppinauti hans. Vindman hafi haft rétt fyrir sér að gera yfirmanni sínum viðvart um það. Það sem Vindman heyrði Trump segja Zelenskíj að hann vildi rannsókn á Biden hafi í reynd verið „ólögleg skipun“. „Við kennum þeim: „Ekki fylgja ólöglegum skipunum og ef þú færð slíka bentu þeim sem gefur þér hana að það sé ólögleg skipun og segðu síðan yfirmanni þínum“,“ sagði Kelly um þjálfun Vindman. Alexander Vindman, nú fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins og sérfræðingur í málefnum Úkraínu.AP/Andrew Harnik Sagði Kim hafa leikið sér að Bandaríkjastjórn Það var ekki aðeins um Úkraínuhneykslið sem Kelly greindi á við Trump. Hann var spurður út í umleitanir Trump til að fá Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að gefa kjarnavopn sín upp á bátinn. Kelly sagði að þær tilraunir hafi verið gagnslausar. „Hann á aldrei eftir að láta kjarnavopnin af hendi. Trump forseti reyndi, það er ein leið til að orða það, en það virkaði ekki. Ég er yfirleitt bjartsýnismaður en ég er líka raunsæismaður og ég taldi aldrei að Kim ætti eftir að gera nokkuð annað en að leika með okkur um hríð og hann gerði það nokkuð vel,“ sagði Kelly en Trump fundaði í tvígang með Kim, fyrstur Bandaríkjaforseta, í fyrra skiptið á meðan Kelly var starfsmannastjóri Hvíta hússins.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Úkraína Tengdar fréttir Sondland einnig vikið úr starfi Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, Gordon Sondland, hefur verið tjáð að honum verði vikið úr embætti af Donald Trump, Bandaríkjaforseta. 8. febrúar 2020 08:59 Vikið úr starfi sínu í Hvíta húsinu eftir að hafa borið vitni gegn Trump Alexander Vindman, ofursta hjá her Bandaríkjanna, hefur verið vikið úr starfi sínu í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins og var honum fylgt þaðan út af öryggisvörðum í dag. 7. febrúar 2020 22:57 Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Sondland einnig vikið úr starfi Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, Gordon Sondland, hefur verið tjáð að honum verði vikið úr embætti af Donald Trump, Bandaríkjaforseta. 8. febrúar 2020 08:59
Vikið úr starfi sínu í Hvíta húsinu eftir að hafa borið vitni gegn Trump Alexander Vindman, ofursta hjá her Bandaríkjanna, hefur verið vikið úr starfi sínu í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins og var honum fylgt þaðan út af öryggisvörðum í dag. 7. febrúar 2020 22:57
Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15