Álinu kálað Tómas Guðbjartsson skrifar 12. febrúar 2020 16:30 Ál er mál málanna í fréttum dagsins. Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbúnu útspili Rio Tinto varðandi lokun álversins í Straumsvík. Ákvörðunin kemur í kjölfar fyrri tilkynningar um daginn þar sem fyrirtækið lýsti yfir einhliða að dregið yrði úr framleiðslunni um 15%. Þar með losnaði um 50 MW raforkukaup hjá Landsvirkjun, sem er eitt stykki Hvalárvirkjun. Verði Straumsvík lokað - sem allt lítur út fyrir - verður þessi tala 6 Hvalárvirkjanir. Örlögum Straumsvíkur spáði ég um daginn í Silfrinu og fékk mikil viðbrögð við - enda hefur löngum tíðkast að tala um Straumsvík undir rós. Ég tel enn að örlög þessa fimmtuga risa falli að prótókoll líknandi meðferðar, þ.e. dregið er markvisst úr meðferð og hvorki beitt gjörgæslumeðferð né hjartahnoði. Fyrir þetta sendi Viðskiptablaðið mér tóninn og sagði mig “bölmóð” og “Íslandsmeistara í rangfærslum” - eitthvað sem ég læt öðrum eftir að dæma. Atburðarásin í dag er kennslubókardæmi um að kenna hinum aðilanum um. Rio Tinto telur Landsvirkjun (=ríkið) sökudólginn því þeir hafi náð fram óeðlilega háu raforkuverði í samningum 2010. Landsvirkjun segir verðið samkeppnishæft - líkt og erlendur álsérfræðingur tók undir í fyrirlestri hér um daginn. Merkilegast af öllu er að enginn nema þessir tveir aðilar, og e.t.v. örfáir aðrir, vita verðið. Því er erfitt að taka rökræna afstöðu í þessari störukeppni. Staðreyndin er sú að orkukræfur iðnaður á Íslandi er í úlfakreppu - og hefur verið lengi. Álverið í Straumsvík, sem liggur nánast í íbúðabyggð, er fyrir löngu komið á síðasta söludag og hefur verið rekið með margra milljarða árlegu tapi í næstum áratug. Ekkert útlit er fyrir að það muni breytast á næstunni. Á sama tíma er Landsvirkjun rekin með allt of litlum hagnaði og Íslenska þjóðin bíður enn eftir langþráðum arðgreiðslum til ríkisins. Það þarf ekki viðskiptafræðing til að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp - þ.e. að báðir aðilar skíttapi á viðskiptum - og það viðvarandi. Raforkan dettur nefnilega ekki ókeypis af himnum líkt og gullregn. Uppbygging í virkjunum hefur kostað okkur gríðarlegt fé - fjárfestingar sem skattgreiðendur hafa þurft að bera. Nú er kominn tími til að endurskoða frá grunni stóriðjustefnu okkar Íslendinga - stefnu sem var búbót - en er nú tímaskekkja. Um leið þarf að endurskoða strax allar stærri virkjanaframkvæmdir eins og í Hvalá og á hálendinu - sem yrði um leið lífgjöf margra náttúruperlna okkar. Ég vil taka skýrt fram að samúð mín er hjá starfsmönnumn Ísal og Landsvirkjunar, sem gætu misst vinnuna - en vonandi aðeins tímabundið. Í Straumsvík felast nefnilega gríðarlegir möguleikar á annarri uppbyggingu en stóriðju. Það eru fáir sem gráta Rio Tinto sem vinnuveitenda (ekki einu sinni Landsvirkjun!) sem nú getur snúið blaðinu við og samið um orku við smærri og sanngjarnari kaupendur. Vonandi fær HS Orka líka afslátt af rándýru toppafli svo þeir þurfi ekki að sækja það með virkjun ósnortinna víðerna Vestfjarða. Höfundur er hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ál er mál málanna í fréttum dagsins. Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbúnu útspili Rio Tinto varðandi lokun álversins í Straumsvík. Ákvörðunin kemur í kjölfar fyrri tilkynningar um daginn þar sem fyrirtækið lýsti yfir einhliða að dregið yrði úr framleiðslunni um 15%. Þar með losnaði um 50 MW raforkukaup hjá Landsvirkjun, sem er eitt stykki Hvalárvirkjun. Verði Straumsvík lokað - sem allt lítur út fyrir - verður þessi tala 6 Hvalárvirkjanir. Örlögum Straumsvíkur spáði ég um daginn í Silfrinu og fékk mikil viðbrögð við - enda hefur löngum tíðkast að tala um Straumsvík undir rós. Ég tel enn að örlög þessa fimmtuga risa falli að prótókoll líknandi meðferðar, þ.e. dregið er markvisst úr meðferð og hvorki beitt gjörgæslumeðferð né hjartahnoði. Fyrir þetta sendi Viðskiptablaðið mér tóninn og sagði mig “bölmóð” og “Íslandsmeistara í rangfærslum” - eitthvað sem ég læt öðrum eftir að dæma. Atburðarásin í dag er kennslubókardæmi um að kenna hinum aðilanum um. Rio Tinto telur Landsvirkjun (=ríkið) sökudólginn því þeir hafi náð fram óeðlilega háu raforkuverði í samningum 2010. Landsvirkjun segir verðið samkeppnishæft - líkt og erlendur álsérfræðingur tók undir í fyrirlestri hér um daginn. Merkilegast af öllu er að enginn nema þessir tveir aðilar, og e.t.v. örfáir aðrir, vita verðið. Því er erfitt að taka rökræna afstöðu í þessari störukeppni. Staðreyndin er sú að orkukræfur iðnaður á Íslandi er í úlfakreppu - og hefur verið lengi. Álverið í Straumsvík, sem liggur nánast í íbúðabyggð, er fyrir löngu komið á síðasta söludag og hefur verið rekið með margra milljarða árlegu tapi í næstum áratug. Ekkert útlit er fyrir að það muni breytast á næstunni. Á sama tíma er Landsvirkjun rekin með allt of litlum hagnaði og Íslenska þjóðin bíður enn eftir langþráðum arðgreiðslum til ríkisins. Það þarf ekki viðskiptafræðing til að sjá að þetta dæmi gengur ekki upp - þ.e. að báðir aðilar skíttapi á viðskiptum - og það viðvarandi. Raforkan dettur nefnilega ekki ókeypis af himnum líkt og gullregn. Uppbygging í virkjunum hefur kostað okkur gríðarlegt fé - fjárfestingar sem skattgreiðendur hafa þurft að bera. Nú er kominn tími til að endurskoða frá grunni stóriðjustefnu okkar Íslendinga - stefnu sem var búbót - en er nú tímaskekkja. Um leið þarf að endurskoða strax allar stærri virkjanaframkvæmdir eins og í Hvalá og á hálendinu - sem yrði um leið lífgjöf margra náttúruperlna okkar. Ég vil taka skýrt fram að samúð mín er hjá starfsmönnumn Ísal og Landsvirkjunar, sem gætu misst vinnuna - en vonandi aðeins tímabundið. Í Straumsvík felast nefnilega gríðarlegir möguleikar á annarri uppbyggingu en stóriðju. Það eru fáir sem gráta Rio Tinto sem vinnuveitenda (ekki einu sinni Landsvirkjun!) sem nú getur snúið blaðinu við og samið um orku við smærri og sanngjarnari kaupendur. Vonandi fær HS Orka líka afslátt af rándýru toppafli svo þeir þurfi ekki að sækja það með virkjun ósnortinna víðerna Vestfjarða. Höfundur er hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun