Samsung opinberaði nýjan samanbrjótanlegan síma Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2020 13:48 Galaxy Fold, fékk dræmar móttökur en Samsung vonast til þess að Galaxy Z Flip verði betur tekið. AP/Jeff Chiu Starfsmenn Samsung kynntu í gær nýjan síma frá fyrirtækinu sem hægt er að brjóta saman. Fyrri síminn, Galaxy Fold, fékk dræmar móttökur en Samsung vonast til þess að Galaxy Z Flip verði betur tekið. Mikill munur er á símunum, miðað við fyrstu viðbrögð fjölmiðla ytra, og sá helsti er að skjár símans er úr samanbrjótanlegu gleri en ekki plasti. Þar að auki er Flip ódýrari en Fold. Blaðamönnum var gert kleift að fikta við símana í gær og virðast þeir allir sammála um að Flip sé mun betri sími en Fold, þó þeir séu töluvert öðruvísi símar og Flip sé aðeins minni. Galaxy Fold er með 4,6 tommu skjá, þegar hann er lokaður, og 7,3 tommu skjá þegar hann er opinn. Skjár Flip, þegar hann er opinn, er 6,9 tommur. Einnig virðist sem að Flip virki mun öflugri en Fold en Samsung lofar því að síminn þol minnst 200 þúsund samanbrot. Ef við miðum við að almennur notandi taki síma sinn upp hundrað sinnum á dag, þá ætti síminn að duga í meira en fimm ár. Þá er hægt að nota símann sitjandi og skipta skjánum til helminga og tekur síminn mið af því. Hér að neðan má sjá kynninguna í gær og viðbrögð nokkurra blaðamanna. Samsung Tækni Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Starfsmenn Samsung kynntu í gær nýjan síma frá fyrirtækinu sem hægt er að brjóta saman. Fyrri síminn, Galaxy Fold, fékk dræmar móttökur en Samsung vonast til þess að Galaxy Z Flip verði betur tekið. Mikill munur er á símunum, miðað við fyrstu viðbrögð fjölmiðla ytra, og sá helsti er að skjár símans er úr samanbrjótanlegu gleri en ekki plasti. Þar að auki er Flip ódýrari en Fold. Blaðamönnum var gert kleift að fikta við símana í gær og virðast þeir allir sammála um að Flip sé mun betri sími en Fold, þó þeir séu töluvert öðruvísi símar og Flip sé aðeins minni. Galaxy Fold er með 4,6 tommu skjá, þegar hann er lokaður, og 7,3 tommu skjá þegar hann er opinn. Skjár Flip, þegar hann er opinn, er 6,9 tommur. Einnig virðist sem að Flip virki mun öflugri en Fold en Samsung lofar því að síminn þol minnst 200 þúsund samanbrot. Ef við miðum við að almennur notandi taki síma sinn upp hundrað sinnum á dag, þá ætti síminn að duga í meira en fimm ár. Þá er hægt að nota símann sitjandi og skipta skjánum til helminga og tekur síminn mið af því. Hér að neðan má sjá kynninguna í gær og viðbrögð nokkurra blaðamanna.
Samsung Tækni Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira