Vilja spila heimaleiki í handboltanum í Ásgarði | Lítil ánægja hjá körfunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2020 12:00 Úr leik í Ásgarði, eða Mathús Garðabæjar höllinni. vísir/daníel Næstu heimaleikir handboltaliða Stjörnunnar fara fram í Ásgarði en ekki í TM-höllinni í Mýrinni. Handknattleiksdeild Stjörnunnar vill að heimaleikir meistaraflokka verði í Ásgarði í framtíðinni. Takmörkuð ánægja er með þessar fyrirætlanir hjá körfuknattleiksdeildinni. Á laugardaginn tekur Stjarnan á móti KA/Þór í Olís-deild kvenna og á móti KA í Olís-deild karla. Báðir leikirnir fara fram í Ásgarði. Að sögn Péturs Bjarnasonar, formanns handknattleiksdeildar Stjörnunnar, er um tilraun að ræða. „Þetta er tilraun. TM-höllin hefur látið á sjá og svo er það ásetningur félagsins að hafa alla keppnisleiki í meistaraflokki á Ásgarðssvæðinu sem er hjarta félagsins,“ sagði Pétur í samtali við Vísi. „Til þess að þetta geti orðið að veruleika prófum við þetta um helgina, hvort þetta gangi hreinlega upp út af núverandi fyrirkomulagi á stúkumálum, hvernig völlurinn er o.s.frv. Áður en lengra verður haldið notum við tækifærið fyrst körfuboltaliðið verður væntanlega í bikarúrslitum og svo eiga bæði stelpurnar og strákarnir leik þennan dag. Ef þetta gengur vel höldum við áfram að ræða þessa hluti en ef þetta gengur ekki vitum við það og getum sparað okkur frekari skref.“ Eftir leikina á laugardaginn eiga bæði karla- og kvennalið Stjörnunnar tvo heimaleiki eftir í Olís-deildunum auk leikja í úrslitakeppninni. Þeir fara fram í TM-höllinni en vilji handknattleiksdeildarinnar er að heimaleikirnir fari fram í Ásgarði frá og með næsta tímabili. „Ef af þessu verður þarf að fara í breytingar á húsinu sem ekki er hægt að gera á meðan skólastarf og núverandi fyrirkomulag hjá körfunni er,“ sagði Pétur.Stúkan orðin léleg og klukkan gömulÞað er oftast nóg af lausum sætum í TM-höllinni.vísir/báraHann segir að TM-höllin, sem hefur verið heimavöllur handboltans í Stjörnunni í um 15 ár, sé orðin fremur lúin. „Stúkan er orðin mjög léleg. Ný stúka af þessari stærðargráðu myndi kosta öðru hvoru megin við 50 milljónir sem er ekki alveg á fjárhagsáætlun eins og er. Svo er klukkan orðin mjög lasin og hún er svo gömul að það fást ekki varahlutir í hana,“ sagði Pétur. „Að okkar mati - það eru ekki allir sammála því - eru líka of fáir búningsklefar þarna. Meistaraflokkarnir bítast um klefana við yngri flokkana. Það eru sex klefar í húsinu, þar af tveir sundklefar.“ Oft hefur verið rætt um skort á stemmningu og lífi í TM-höllinni en stúkan þar er oft ansi tómleg. „Ásgarður er hjartað í íþróttalífi Garðarbæjar og það verður að segjast eins og er að í TM-höllinni hefur ekki náðst upp sú stemmning sem við vonuðumst eftir. Það er frekar rýrt að sjá þegar 150 manns mæta í TM-höllina. En 150 manns í Ásgarði er allt annað. Ásgarður er gryfja og við höfum taugar til hússins sem var byggt fyrir handboltann á sínum tíma,“ sagði Pétur.Harpixið ekki vandamálOft myndast góð stemmning í Ásgarði.vísir/báraHann segir að körfuknattleiksdeildin sé ekki yfir sig hrifin af þeim fyrirætlunum handknattleiksdeildarinnar að leika heimaleiki sína í Ásgarði. „Þeir eru ekki mjög hressir. Það verður að segjast alveg eins og er. Og maður skilur það alveg. Þeir sjá kannski ógn í þessu. En ég er bjartsýnismaður og ef þetta gengur vel hef ég trú á við munum ganga í takt. Eitt af einkunnarorðum félagsins er samvinna þannig við hljótum að geta tileinkað okkur það,“ sagði Pétur. En er það blessað harpixið, sem fylgir handboltanum, sem er þyrnir í augum körfuboltans? „Maður skilur það alveg. En við eigum ekki að láta það stöðva okkur. Lágmarkskrafa er að þetta verði þrifið og fólkið okkar í TM-höllinni sem stendur í þessu sér ekki vandamálið við þetta,“ sagði Pétur. Hann vonast til að leikirnir í Ásgarði á laugardaginn gangi vel og gefi góða raun. „Breytingar taka alltaf á og þess vegna fórum við í að gera þetta eina helgi, til að prófa þetta. Það er ekkert hægt að taka þetta lengra nema sjá hvernig þetta kemur út. Svo getur vel verið að þetta mistakist og þá verðum við að fara aftur í plan A sem er að setja pressu á bæinn að laga TM-höllina,“ sagði Pétur að lokum. Garðabær Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Patrekur tekur við Stjörnunni | Lítur á liðið sem sofandi risa Patrekur Jóhannesson tekur við sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handbolta í sumar og hefur skrifað undir samning til þriggja ára við sitt gamla félag. 12. febrúar 2020 00:11 Miðnæturfréttir úr Olís-deildinni Haukar og Stjarnan tilkynntu um nýja þjálfara í skjóli nætur. 12. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Sjá meira
Næstu heimaleikir handboltaliða Stjörnunnar fara fram í Ásgarði en ekki í TM-höllinni í Mýrinni. Handknattleiksdeild Stjörnunnar vill að heimaleikir meistaraflokka verði í Ásgarði í framtíðinni. Takmörkuð ánægja er með þessar fyrirætlanir hjá körfuknattleiksdeildinni. Á laugardaginn tekur Stjarnan á móti KA/Þór í Olís-deild kvenna og á móti KA í Olís-deild karla. Báðir leikirnir fara fram í Ásgarði. Að sögn Péturs Bjarnasonar, formanns handknattleiksdeildar Stjörnunnar, er um tilraun að ræða. „Þetta er tilraun. TM-höllin hefur látið á sjá og svo er það ásetningur félagsins að hafa alla keppnisleiki í meistaraflokki á Ásgarðssvæðinu sem er hjarta félagsins,“ sagði Pétur í samtali við Vísi. „Til þess að þetta geti orðið að veruleika prófum við þetta um helgina, hvort þetta gangi hreinlega upp út af núverandi fyrirkomulagi á stúkumálum, hvernig völlurinn er o.s.frv. Áður en lengra verður haldið notum við tækifærið fyrst körfuboltaliðið verður væntanlega í bikarúrslitum og svo eiga bæði stelpurnar og strákarnir leik þennan dag. Ef þetta gengur vel höldum við áfram að ræða þessa hluti en ef þetta gengur ekki vitum við það og getum sparað okkur frekari skref.“ Eftir leikina á laugardaginn eiga bæði karla- og kvennalið Stjörnunnar tvo heimaleiki eftir í Olís-deildunum auk leikja í úrslitakeppninni. Þeir fara fram í TM-höllinni en vilji handknattleiksdeildarinnar er að heimaleikirnir fari fram í Ásgarði frá og með næsta tímabili. „Ef af þessu verður þarf að fara í breytingar á húsinu sem ekki er hægt að gera á meðan skólastarf og núverandi fyrirkomulag hjá körfunni er,“ sagði Pétur.Stúkan orðin léleg og klukkan gömulÞað er oftast nóg af lausum sætum í TM-höllinni.vísir/báraHann segir að TM-höllin, sem hefur verið heimavöllur handboltans í Stjörnunni í um 15 ár, sé orðin fremur lúin. „Stúkan er orðin mjög léleg. Ný stúka af þessari stærðargráðu myndi kosta öðru hvoru megin við 50 milljónir sem er ekki alveg á fjárhagsáætlun eins og er. Svo er klukkan orðin mjög lasin og hún er svo gömul að það fást ekki varahlutir í hana,“ sagði Pétur. „Að okkar mati - það eru ekki allir sammála því - eru líka of fáir búningsklefar þarna. Meistaraflokkarnir bítast um klefana við yngri flokkana. Það eru sex klefar í húsinu, þar af tveir sundklefar.“ Oft hefur verið rætt um skort á stemmningu og lífi í TM-höllinni en stúkan þar er oft ansi tómleg. „Ásgarður er hjartað í íþróttalífi Garðarbæjar og það verður að segjast eins og er að í TM-höllinni hefur ekki náðst upp sú stemmning sem við vonuðumst eftir. Það er frekar rýrt að sjá þegar 150 manns mæta í TM-höllina. En 150 manns í Ásgarði er allt annað. Ásgarður er gryfja og við höfum taugar til hússins sem var byggt fyrir handboltann á sínum tíma,“ sagði Pétur.Harpixið ekki vandamálOft myndast góð stemmning í Ásgarði.vísir/báraHann segir að körfuknattleiksdeildin sé ekki yfir sig hrifin af þeim fyrirætlunum handknattleiksdeildarinnar að leika heimaleiki sína í Ásgarði. „Þeir eru ekki mjög hressir. Það verður að segjast alveg eins og er. Og maður skilur það alveg. Þeir sjá kannski ógn í þessu. En ég er bjartsýnismaður og ef þetta gengur vel hef ég trú á við munum ganga í takt. Eitt af einkunnarorðum félagsins er samvinna þannig við hljótum að geta tileinkað okkur það,“ sagði Pétur. En er það blessað harpixið, sem fylgir handboltanum, sem er þyrnir í augum körfuboltans? „Maður skilur það alveg. En við eigum ekki að láta það stöðva okkur. Lágmarkskrafa er að þetta verði þrifið og fólkið okkar í TM-höllinni sem stendur í þessu sér ekki vandamálið við þetta,“ sagði Pétur. Hann vonast til að leikirnir í Ásgarði á laugardaginn gangi vel og gefi góða raun. „Breytingar taka alltaf á og þess vegna fórum við í að gera þetta eina helgi, til að prófa þetta. Það er ekkert hægt að taka þetta lengra nema sjá hvernig þetta kemur út. Svo getur vel verið að þetta mistakist og þá verðum við að fara aftur í plan A sem er að setja pressu á bæinn að laga TM-höllina,“ sagði Pétur að lokum.
Garðabær Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Patrekur tekur við Stjörnunni | Lítur á liðið sem sofandi risa Patrekur Jóhannesson tekur við sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handbolta í sumar og hefur skrifað undir samning til þriggja ára við sitt gamla félag. 12. febrúar 2020 00:11 Miðnæturfréttir úr Olís-deildinni Haukar og Stjarnan tilkynntu um nýja þjálfara í skjóli nætur. 12. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Sjá meira
Patrekur tekur við Stjörnunni | Lítur á liðið sem sofandi risa Patrekur Jóhannesson tekur við sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handbolta í sumar og hefur skrifað undir samning til þriggja ára við sitt gamla félag. 12. febrúar 2020 00:11
Miðnæturfréttir úr Olís-deildinni Haukar og Stjarnan tilkynntu um nýja þjálfara í skjóli nætur. 12. febrúar 2020 11:00