ÍR-ingar kæra fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrir milljónafjárdrátt Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 22:25 Upp komst um málið í byrjun vetrar. Vísir/Vilhelm Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) hefur ákveðið að leggja fram kæru á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins fyrir fjárdrátt. Meintur fjárdráttur nemur rúmum tíu milljónum króna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnarinnar, sem birt var á vef félagsins í kvöld. Greint var frá því í lok janúar að aðalstjórn ÍR hefði að undanförnu haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar. Upp komst um málið í byrjun vetrar. Ingigerður Guðmundsdóttir, formaður aðalstjórnar sagði í samtali við Mannlíf, sem greindi fyrst frá málinu á sínum tíma, að um „algjöran harmleik“ væri að ræða. Í yfirlýsingu ÍR segir að haldinn hafi verið fundur með þáverandi framkvæmdastjóra félagsins þann 15. nóvember síðastliðinn, eftir fyrstu skoðun stjórnarinnar á fjárreiðum hans. Hann lét þá þegar af störfum, án uppsagnarfrests og án frekari réttar til launa, að því er segir í yfirlýsingunni. Þá var jafnframt lokað fyrir aðgang hans að reikningum og bókhaldi félagsins. Við nánari yfirferð hafi svo komið í ljós að framkvæmdastjórinn hefði á starfstíma sínum frá 1. október 2018 til starfsloka þann 15. nóvember 2019 tekið rúmar sex milljónir króna af reikningum félagsins. Hann hafi þó endurgreitt félaginu þá fjármuni sem teknir voru án heimildar. „Röskar“ tíu milljónir Í yfirlýsingunni segir að einnig hafi komið í ljós að framkvæmdastjórinn virðist hafa notað reikninga félagsins í eigin þágu á tímabilinu 2014-2019 þegar hann gegndi öðrum trúnaðarstörfum á vegum ÍR. Þeir fjármunir eru sagðir nema röskum tíu milljónum króna og hefur ÍR leitað frekari skýringa á umræddum millifærslum. „[…] og verður það hlutverk lögreglu að meta hvort ástæða er til frekari aðgerða vegna þess,“ segir í yfirlýsingu ÍR. Samþykkt var á fundi aðalstjórnarinnar þann 6. febrúar síðastliðinn að fela Jóhannesi Bjarna Björnssyni Hæstaréttarlögmanni að leggja fram kæru á hendur framkvæmdastjóranum vegna hinnar ætluðu misnotkunar á reikningum og fjármunum félagsins. „Aðalstjórn mun einnig áfram vinna í því að fá skýringar á greiðslum sem fóru af reikningum félagsins eða einstakra deilda til fyrrum framkvæmdastjóra og krefjast endurgreiðslu á þeim fjármunum sem áttu að renna til ÍR. Aðalstjórn á engan annan kost en að vísa framhaldi þessa máls að öðru leyti til til þess bærra yfirvalda. Þá mun aðalstjórn leita leiða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.“ Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir ÍR-ingar rannsaka fjárdrátt starfsmanns Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur hefur að undanförnu verið með fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar, en upp komst um málið í lok síðasta árs og var starfsmaðurinn í kjölfarið látinn fara. 31. janúar 2020 09:26 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) hefur ákveðið að leggja fram kæru á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins fyrir fjárdrátt. Meintur fjárdráttur nemur rúmum tíu milljónum króna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnarinnar, sem birt var á vef félagsins í kvöld. Greint var frá því í lok janúar að aðalstjórn ÍR hefði að undanförnu haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar. Upp komst um málið í byrjun vetrar. Ingigerður Guðmundsdóttir, formaður aðalstjórnar sagði í samtali við Mannlíf, sem greindi fyrst frá málinu á sínum tíma, að um „algjöran harmleik“ væri að ræða. Í yfirlýsingu ÍR segir að haldinn hafi verið fundur með þáverandi framkvæmdastjóra félagsins þann 15. nóvember síðastliðinn, eftir fyrstu skoðun stjórnarinnar á fjárreiðum hans. Hann lét þá þegar af störfum, án uppsagnarfrests og án frekari réttar til launa, að því er segir í yfirlýsingunni. Þá var jafnframt lokað fyrir aðgang hans að reikningum og bókhaldi félagsins. Við nánari yfirferð hafi svo komið í ljós að framkvæmdastjórinn hefði á starfstíma sínum frá 1. október 2018 til starfsloka þann 15. nóvember 2019 tekið rúmar sex milljónir króna af reikningum félagsins. Hann hafi þó endurgreitt félaginu þá fjármuni sem teknir voru án heimildar. „Röskar“ tíu milljónir Í yfirlýsingunni segir að einnig hafi komið í ljós að framkvæmdastjórinn virðist hafa notað reikninga félagsins í eigin þágu á tímabilinu 2014-2019 þegar hann gegndi öðrum trúnaðarstörfum á vegum ÍR. Þeir fjármunir eru sagðir nema röskum tíu milljónum króna og hefur ÍR leitað frekari skýringa á umræddum millifærslum. „[…] og verður það hlutverk lögreglu að meta hvort ástæða er til frekari aðgerða vegna þess,“ segir í yfirlýsingu ÍR. Samþykkt var á fundi aðalstjórnarinnar þann 6. febrúar síðastliðinn að fela Jóhannesi Bjarna Björnssyni Hæstaréttarlögmanni að leggja fram kæru á hendur framkvæmdastjóranum vegna hinnar ætluðu misnotkunar á reikningum og fjármunum félagsins. „Aðalstjórn mun einnig áfram vinna í því að fá skýringar á greiðslum sem fóru af reikningum félagsins eða einstakra deilda til fyrrum framkvæmdastjóra og krefjast endurgreiðslu á þeim fjármunum sem áttu að renna til ÍR. Aðalstjórn á engan annan kost en að vísa framhaldi þessa máls að öðru leyti til til þess bærra yfirvalda. Þá mun aðalstjórn leita leiða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.“
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir ÍR-ingar rannsaka fjárdrátt starfsmanns Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur hefur að undanförnu verið með fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar, en upp komst um málið í lok síðasta árs og var starfsmaðurinn í kjölfarið látinn fara. 31. janúar 2020 09:26 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
ÍR-ingar rannsaka fjárdrátt starfsmanns Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur hefur að undanförnu verið með fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar, en upp komst um málið í lok síðasta árs og var starfsmaðurinn í kjölfarið látinn fara. 31. janúar 2020 09:26