Seinni bylgjan: „Ásgeir Örn hvorki fugl né fiskur í sókninni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2020 10:00 Sóknarleikur Hauka var ekki upp á marga fiska í tapinu fyrir Val, 26-32, eins og farið var yfir í Seinni bylgjunni í gær. Arnar Pétursson sagði ábyrgð leikmanna Hauka mikla og ekki væri hægt að skella allri skuldinni á þjálfarann, Gunnar Magnússon. Ágúst Jóhannsson sagði að of margir leikmenn Hauka hafi ekki skilað sínu í sókninni og nefndi þar m.a. örvhentu skytturnar. Arnari fannst skrítið að Haukar skyldu ekki búa til fleiri og betri skotfæri fyrir Adam Hauk Baumruk. „Maður hefði viljað sjá Haukana, í þeim vandræðum sem þeir voru í, koma Adam í einhver færi. Það er ekkert í gangi. Þetta er ekki nægilega markvisst,“ sagði Arnar. „Sóknarleikur Hauka var staður og þeir voru hægir og slakir.“ Arnar skilur ekki hvað leikmönnum Hauka gengur til. „Gunni er frábær þjálfari og hann reynir að setja upp hluti í vörn og sókn. Mér finnst ábyrgð leikmanna Hauka gríðarlega mikil,“ sagði Arnar. Ágúst segir að of margir leikmenn Hauka hafi leikið undir pari í sókninni. „Við getum tekið Atla Báru, Tjörva, Adam og hægri skytturnar, Ásgeir Örn og Ólaf Ægi. Ásgeir hefur verið einn okkar besti leikmaður í gegnum tíðina en er hvorki fugl né fiskur í sókninni. Og Ólafur Ægir sem er að koma úr atvinnumennsku, menn verða að gera meiri kröfur á þessa menn,“ sagði Ágúst. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 26-32 | Valsmenn aðeins stigi á eftir Haukum eftir öruggan sigur Valsmenn unnu sannfærandi sigur á Haukum í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. 9. febrúar 2020 21:15 Aron tekur við Haukum í þriðja sinn Aron Kristjánsson tekur við Haukum eftir þetta tímabil. Hann er öllum hnútum kunnugur á Ásvöllum. 10. febrúar 2020 06:50 Sportpakkinn: „Berum fullt traust til þess að Gunni klári veturinn vel“ Aron Kristjánsson segist stoltur af því að sjá lið Hauka í efsta sæti Olís-deildar með 11 uppalda Haukamenn í sínum hópi. Hann tekur við þjálfun liðsins í þriðja sinn í sumar. 10. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Sóknarleikur Hauka var ekki upp á marga fiska í tapinu fyrir Val, 26-32, eins og farið var yfir í Seinni bylgjunni í gær. Arnar Pétursson sagði ábyrgð leikmanna Hauka mikla og ekki væri hægt að skella allri skuldinni á þjálfarann, Gunnar Magnússon. Ágúst Jóhannsson sagði að of margir leikmenn Hauka hafi ekki skilað sínu í sókninni og nefndi þar m.a. örvhentu skytturnar. Arnari fannst skrítið að Haukar skyldu ekki búa til fleiri og betri skotfæri fyrir Adam Hauk Baumruk. „Maður hefði viljað sjá Haukana, í þeim vandræðum sem þeir voru í, koma Adam í einhver færi. Það er ekkert í gangi. Þetta er ekki nægilega markvisst,“ sagði Arnar. „Sóknarleikur Hauka var staður og þeir voru hægir og slakir.“ Arnar skilur ekki hvað leikmönnum Hauka gengur til. „Gunni er frábær þjálfari og hann reynir að setja upp hluti í vörn og sókn. Mér finnst ábyrgð leikmanna Hauka gríðarlega mikil,“ sagði Arnar. Ágúst segir að of margir leikmenn Hauka hafi leikið undir pari í sókninni. „Við getum tekið Atla Báru, Tjörva, Adam og hægri skytturnar, Ásgeir Örn og Ólaf Ægi. Ásgeir hefur verið einn okkar besti leikmaður í gegnum tíðina en er hvorki fugl né fiskur í sókninni. Og Ólafur Ægir sem er að koma úr atvinnumennsku, menn verða að gera meiri kröfur á þessa menn,“ sagði Ágúst. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 26-32 | Valsmenn aðeins stigi á eftir Haukum eftir öruggan sigur Valsmenn unnu sannfærandi sigur á Haukum í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. 9. febrúar 2020 21:15 Aron tekur við Haukum í þriðja sinn Aron Kristjánsson tekur við Haukum eftir þetta tímabil. Hann er öllum hnútum kunnugur á Ásvöllum. 10. febrúar 2020 06:50 Sportpakkinn: „Berum fullt traust til þess að Gunni klári veturinn vel“ Aron Kristjánsson segist stoltur af því að sjá lið Hauka í efsta sæti Olís-deildar með 11 uppalda Haukamenn í sínum hópi. Hann tekur við þjálfun liðsins í þriðja sinn í sumar. 10. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 26-32 | Valsmenn aðeins stigi á eftir Haukum eftir öruggan sigur Valsmenn unnu sannfærandi sigur á Haukum í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. 9. febrúar 2020 21:15
Aron tekur við Haukum í þriðja sinn Aron Kristjánsson tekur við Haukum eftir þetta tímabil. Hann er öllum hnútum kunnugur á Ásvöllum. 10. febrúar 2020 06:50
Sportpakkinn: „Berum fullt traust til þess að Gunni klári veturinn vel“ Aron Kristjánsson segist stoltur af því að sjá lið Hauka í efsta sæti Olís-deildar með 11 uppalda Haukamenn í sínum hópi. Hann tekur við þjálfun liðsins í þriðja sinn í sumar. 10. febrúar 2020 19:15