„Neikvæðni” núna eða braggi síðar? Guðlaugur Kristmundsson og Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 11. febrúar 2020 10:00 Í síðasta Garðapósti vísar bæjarfulltrúi meirihlutans til þess að af og til kvikni umræða um fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Af greininni má ætla að bæjarfulltrúinn láti sér þetta í léttu rúmi liggja, enda sé þetta eins og hver önnur kvefpest sem gangi yfir. Bæjarfulltrúi meirihlutans heldur áfram og varar við að slík umræða um þurrar tölur sé leiðinleg og fólk eigi helst ekki að verja tíma sínum í að fylgjast með slíkum málum. Bæjarfulltrúinn bendir réttilega á að skuldasöfnun hefur verið hófleg og það hefur verið hægt að fjármagna framkvæmdir í gegnum rekstur og sjóðsstreymi. Við erum sammála að sú staða er góð, æskileg og henni ætti að viðhalda. Við gagnrýnum hins vegar lélega áætlanagerð framkvæmda, slæma verkstjórn þeirra og hryllilega lélega upplýsingagjöf til kjörinna fulltrúa, sem hafa það hlutverk að veita aðhald og tryggja góða notkun fjármuna. Meirihlutanum finnst of þægilegt að draga upp úr hatti þær tölur sem koma vel út en hunsa aðra mælikvarða. Ábyrg fjármálastefna? Braggamál Reykjavíkurborgar er okkur minnistætt. Þar fór framkvæmd illa fram úr áætlunum og kjörnir fulltrúar brugðust eftirlitsskyldu sinni. Bragginn kostaði 400 milljónir króna en átti að kosta 158 milljónir. Framkvæmdin kostaði hvern Reykvíking rúmar 3.000 krónur og samfélagið fór á hliðina yfir innfluttum stráum. Garðabær tók í notkun fundarsal sem kostaði meira en 400 milljónir. Þar lá engin áætlun fyrir, enda framkvæmdin aðeins að hentisemi meirihlutans, sem mjatlaði fjármunum í hana í hvert sinn sem verktakar kölluðu eftir meira fé. Fundarsalurinn kostaði hvern Garðbæing rúmlega 25.000 krónur, varlega áætlað. Stolt Garðabæjar Skilaboð íbúa til kjörinna fulltrúa eru mjög skýr þegar kemur að innviðum sveitarfélagsins. Þeir kalla eftir styrkari stoðum undir grunnþjónustu Garðabæjar þar með talið stolt bæjarins, leikskólana. Leikskólarnir okkar eru alltaf ofarlega á blaði þegar íbúar eru spurðir um þá þætti þjónustu samfélagsins sem þeir eru ánægðir með, enda standast þeir líka mjög vel samanburð við leikskóla annarra sveitarfélaga. Slík þjónusta hlýtur að þurfa að hvíla á styrkum stoðum, þar sem allur aðbúnaður eflir faglegt starf og tryggir gleði og ánægju allra sem að koma. Annað er skammarlegt. Mikil þörf er á fjárfestingum í leik- og grunnskólum bæjarins. Vinnuaðstöðu fyrir nemendur og starfsfólk þarf að bæta, útisvæði leikskólanna kalla á viðhald og endurnýjun og grunnskólar þurfa að stækka til að rúma vel allan nemendahópinn. Ný hverfi kalla á uppbyggingu þjónustu og ráðast þarf í þá uppbyggingu á grundvelli vandaðra áætlana, öflugra framkvæmda og virks eftirlits. Gagnsæ stjórnsýsla og ábyrgð kjörinna fulltrúa Stærsta framkvæmd Garðabæjar er nýtt fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri. Sú framkvæmd kostar hvern bæjarbúa að lágmarki 280.000 krónur. Meirihlutinn bregst hins vegar illa við og sakar okkur um neikvæðni þegar við ætlum að rekja eftirlitsskyldur okkar, spyrja spurninga og krefjast heiðarlegra svara um stöðu mála. Samt erum við eingöngu að uppfylla skyldur okkar, lögum samkvæmt. Við viljum ekki að Garðabær æði út í nýtt braggamál og reisi sér ofurdýran minnisvarða um lélega áætlanagerð og slæmt eftirlit með framkvæmdum. Íbúar Garðabæjar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að kjörnir fulltrúar sinni ekki eftirlitsskyldu sinni. Þeir eiga heimtingu á að fulltrúar þeirra ræki starf sitt af trúmennsku og fari vel með þá fjármuni sem þeim er treyst fyrir. Í bæjarstjórn Garðabæjar sitja 8 fulltrúar frá Sjálfstæðisflokki og þrír frá Garðabæjarlistanum. Við í Garðabæjarlistanum munum hér eftir sem hingað til rækja eftirlitshlutverk okkar til að tryggja ábyrga notkun fjármuna. Við hljótum að gera þá kröfu til annarra bæjarfulltrúa. Þeir ættu allir að taka því fagnandi þegar leitast er við að upplýsa sem allra best hvernig staðið er að framkvæmdum í bænum, enda slíkar framkvæmdir á þeirra ábyrgð. Við ætlum ekki að bíða eftir að braggareikningar berist eftir á. Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Garðabæjarlistans og Guðlaugur Kristmundsson fulltrúi Garðabæjarlistans í leikskólanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Guðlaugur Kristmundsson Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Í síðasta Garðapósti vísar bæjarfulltrúi meirihlutans til þess að af og til kvikni umræða um fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Af greininni má ætla að bæjarfulltrúinn láti sér þetta í léttu rúmi liggja, enda sé þetta eins og hver önnur kvefpest sem gangi yfir. Bæjarfulltrúi meirihlutans heldur áfram og varar við að slík umræða um þurrar tölur sé leiðinleg og fólk eigi helst ekki að verja tíma sínum í að fylgjast með slíkum málum. Bæjarfulltrúinn bendir réttilega á að skuldasöfnun hefur verið hófleg og það hefur verið hægt að fjármagna framkvæmdir í gegnum rekstur og sjóðsstreymi. Við erum sammála að sú staða er góð, æskileg og henni ætti að viðhalda. Við gagnrýnum hins vegar lélega áætlanagerð framkvæmda, slæma verkstjórn þeirra og hryllilega lélega upplýsingagjöf til kjörinna fulltrúa, sem hafa það hlutverk að veita aðhald og tryggja góða notkun fjármuna. Meirihlutanum finnst of þægilegt að draga upp úr hatti þær tölur sem koma vel út en hunsa aðra mælikvarða. Ábyrg fjármálastefna? Braggamál Reykjavíkurborgar er okkur minnistætt. Þar fór framkvæmd illa fram úr áætlunum og kjörnir fulltrúar brugðust eftirlitsskyldu sinni. Bragginn kostaði 400 milljónir króna en átti að kosta 158 milljónir. Framkvæmdin kostaði hvern Reykvíking rúmar 3.000 krónur og samfélagið fór á hliðina yfir innfluttum stráum. Garðabær tók í notkun fundarsal sem kostaði meira en 400 milljónir. Þar lá engin áætlun fyrir, enda framkvæmdin aðeins að hentisemi meirihlutans, sem mjatlaði fjármunum í hana í hvert sinn sem verktakar kölluðu eftir meira fé. Fundarsalurinn kostaði hvern Garðbæing rúmlega 25.000 krónur, varlega áætlað. Stolt Garðabæjar Skilaboð íbúa til kjörinna fulltrúa eru mjög skýr þegar kemur að innviðum sveitarfélagsins. Þeir kalla eftir styrkari stoðum undir grunnþjónustu Garðabæjar þar með talið stolt bæjarins, leikskólana. Leikskólarnir okkar eru alltaf ofarlega á blaði þegar íbúar eru spurðir um þá þætti þjónustu samfélagsins sem þeir eru ánægðir með, enda standast þeir líka mjög vel samanburð við leikskóla annarra sveitarfélaga. Slík þjónusta hlýtur að þurfa að hvíla á styrkum stoðum, þar sem allur aðbúnaður eflir faglegt starf og tryggir gleði og ánægju allra sem að koma. Annað er skammarlegt. Mikil þörf er á fjárfestingum í leik- og grunnskólum bæjarins. Vinnuaðstöðu fyrir nemendur og starfsfólk þarf að bæta, útisvæði leikskólanna kalla á viðhald og endurnýjun og grunnskólar þurfa að stækka til að rúma vel allan nemendahópinn. Ný hverfi kalla á uppbyggingu þjónustu og ráðast þarf í þá uppbyggingu á grundvelli vandaðra áætlana, öflugra framkvæmda og virks eftirlits. Gagnsæ stjórnsýsla og ábyrgð kjörinna fulltrúa Stærsta framkvæmd Garðabæjar er nýtt fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri. Sú framkvæmd kostar hvern bæjarbúa að lágmarki 280.000 krónur. Meirihlutinn bregst hins vegar illa við og sakar okkur um neikvæðni þegar við ætlum að rekja eftirlitsskyldur okkar, spyrja spurninga og krefjast heiðarlegra svara um stöðu mála. Samt erum við eingöngu að uppfylla skyldur okkar, lögum samkvæmt. Við viljum ekki að Garðabær æði út í nýtt braggamál og reisi sér ofurdýran minnisvarða um lélega áætlanagerð og slæmt eftirlit með framkvæmdum. Íbúar Garðabæjar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að kjörnir fulltrúar sinni ekki eftirlitsskyldu sinni. Þeir eiga heimtingu á að fulltrúar þeirra ræki starf sitt af trúmennsku og fari vel með þá fjármuni sem þeim er treyst fyrir. Í bæjarstjórn Garðabæjar sitja 8 fulltrúar frá Sjálfstæðisflokki og þrír frá Garðabæjarlistanum. Við í Garðabæjarlistanum munum hér eftir sem hingað til rækja eftirlitshlutverk okkar til að tryggja ábyrga notkun fjármuna. Við hljótum að gera þá kröfu til annarra bæjarfulltrúa. Þeir ættu allir að taka því fagnandi þegar leitast er við að upplýsa sem allra best hvernig staðið er að framkvæmdum í bænum, enda slíkar framkvæmdir á þeirra ábyrgð. Við ætlum ekki að bíða eftir að braggareikningar berist eftir á. Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Garðabæjarlistans og Guðlaugur Kristmundsson fulltrúi Garðabæjarlistans í leikskólanefnd.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar