HSÍ og KKÍ fá samtals 18 milljónum minna úr Afrekssjóði í ár Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2020 18:00 HSÍ sendi lið á stórmót í janúar þegar EM í handbolta fór fram. vísir/EPA Handknattleikssambandið og Körfuknattleikssambandið fá umtalsvert lægri styrki úr Afrekssjóði ÍSÍ á þessu ári en í fyrra. Líkt og síðustu tvö ár fær Knattspyrnusambandið ekki krónu úr sjóðnum. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs um úthlutun fyrir árið og nema styrkir til íþróttasérsambandanna samtals 462 milljónum. Áætlað er að HSÍ fái mest líkt og í fyrra en þó fær sambandið tæplega tíu milljónum lægri styrk í ár, eða 58,3 milljónir króna. HSÍ hefur þegar tekið þátt í stórmóti á árinu, þegar karlalandsliðið fór á EM í handbolta í síðasta mánuði. Fimleikasambandið fær rúmlega sex milljónum hærri styrk en í fyrra eða samtals 52,8 milljónir og skera HSÍ og FSÍ sig nokkuð úr á úthlutunarlistanum. Samböndin eru tvö af átta í svokölluðum A-flokki sem fá styrk en í honum eru sambönd sem reka afeksstarf sem fullnægir ákveðnum kröfum Afrekssjóðs. Skíðasambandið bætist nú í A-flokk og fær 32,6 milljónir í stað 19 milljóna í fyrra og er það mesta hækkun á milli ára hjá einu sambandi að þessu sinni. Styrkur til HSÍ lækkar mest í samanburði við síðasta ár en KKÍ fær sömuleiðis öllu lægri styrk en áður eða 35,6 milljónir króna, sem er 8,3 milljónum minna en í fyrra. Heildarúthlutun úr Afrekssjóðnum er samt sem áður rúmlega 9 milljónum hærri en á síðasta ári, þegar hún nam 452,9 milljónum. Níu sambönd fá lægri styrk en í fyrra en samkvæmt fréttatilkynningu ÍSÍ skýrist það meðal annars bæði af innkomu nýrra sérsambanda á listann, sem og færslu Skíðasambandsins upp í A-flokk og Landssambands hestamannafélaga úr C-flokki í B-flokk. Þau sambönd sem nú fá styrk en fengu ekki í fyrra eru Bogfimisambandið, Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambandið, og Hnefaleikasambandið. KSÍ hefur ekki fengið styrk úr Afrekssjóði síðustu ár vegna sinnar sérstöðu en sambandið fær meðal annars háa styrki í gegnum aðild að UEFA og FIFA.Úthlutanir úr Afrekssjóðnum í ár má sjá með því að smella hér. Fimleikar Íslenski handboltinn Körfubolti Skíðaíþróttir Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Sjá meira
Handknattleikssambandið og Körfuknattleikssambandið fá umtalsvert lægri styrki úr Afrekssjóði ÍSÍ á þessu ári en í fyrra. Líkt og síðustu tvö ár fær Knattspyrnusambandið ekki krónu úr sjóðnum. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs um úthlutun fyrir árið og nema styrkir til íþróttasérsambandanna samtals 462 milljónum. Áætlað er að HSÍ fái mest líkt og í fyrra en þó fær sambandið tæplega tíu milljónum lægri styrk í ár, eða 58,3 milljónir króna. HSÍ hefur þegar tekið þátt í stórmóti á árinu, þegar karlalandsliðið fór á EM í handbolta í síðasta mánuði. Fimleikasambandið fær rúmlega sex milljónum hærri styrk en í fyrra eða samtals 52,8 milljónir og skera HSÍ og FSÍ sig nokkuð úr á úthlutunarlistanum. Samböndin eru tvö af átta í svokölluðum A-flokki sem fá styrk en í honum eru sambönd sem reka afeksstarf sem fullnægir ákveðnum kröfum Afrekssjóðs. Skíðasambandið bætist nú í A-flokk og fær 32,6 milljónir í stað 19 milljóna í fyrra og er það mesta hækkun á milli ára hjá einu sambandi að þessu sinni. Styrkur til HSÍ lækkar mest í samanburði við síðasta ár en KKÍ fær sömuleiðis öllu lægri styrk en áður eða 35,6 milljónir króna, sem er 8,3 milljónum minna en í fyrra. Heildarúthlutun úr Afrekssjóðnum er samt sem áður rúmlega 9 milljónum hærri en á síðasta ári, þegar hún nam 452,9 milljónum. Níu sambönd fá lægri styrk en í fyrra en samkvæmt fréttatilkynningu ÍSÍ skýrist það meðal annars bæði af innkomu nýrra sérsambanda á listann, sem og færslu Skíðasambandsins upp í A-flokk og Landssambands hestamannafélaga úr C-flokki í B-flokk. Þau sambönd sem nú fá styrk en fengu ekki í fyrra eru Bogfimisambandið, Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambandið, og Hnefaleikasambandið. KSÍ hefur ekki fengið styrk úr Afrekssjóði síðustu ár vegna sinnar sérstöðu en sambandið fær meðal annars háa styrki í gegnum aðild að UEFA og FIFA.Úthlutanir úr Afrekssjóðnum í ár má sjá með því að smella hér.
Fimleikar Íslenski handboltinn Körfubolti Skíðaíþróttir Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Sjá meira