Endurnýttu kjólana til að vekja athygli á umhverfismálum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 09:45 Leikkonur vöktu athygli á umhverfisbaráttunni, loftlagsbreytingum, sjálfbærni og endurnýtingu á Óskarsverðlaununum. Samsett/Getty Að minnsta kosti tvær leikkonur mættu á Óskarsverðlaunin í gær, klæddar í kjóla sem þær hafa áður mætt í á verðlaunahátíð. Þetta gerðu þær vegna umhverfissjónarmiða. Fleiri leikkonur völdu „grænni“ kosti fyrir viðburðinn vöktu þessar leikkonur athygli á umhverfisbaráttunni, loftslagsbreytingum, sjálfbærni og endurnýtingu. Jane Fonda kynnti síðustu verðlaun kvöldsins þegar tilkynnt var að Parasite var valin besta kvikmyndin. Fonda sendi skýr skilaboð með fatavali sínu fyrir þetta verkefni. Hún var í kunnuglegum rauðum Elie Saab kjól, sem hún notaði einnig á Cannes kvikmyndahátíðinni árið 2013. Var hún einnig með rauða kápu, sem hún hafði áður gefið út að væri síðasta flíkin sem hún myndi nokkurn tíman kaupa. Hér má sjá Jane Fonda við handtökuna, klædd í rauðu kápuna sem hún tók með sér á sviðið í gær.Getty/Bill Clark Kápan vakti athygli þegar Fonda var handtekin í fjórða skipti á mótmælum vegna loftlagsmála. Þá var haft eftir henni að við þyrftum ekki að halda áfram að versla. „Við þurfum ekki meira, ég þarf að standa við stóru orðin, svo ég ætla ekki að kaupa meira af fötum.“ Valdi hún einnig skartgripi frá fyrirtækjum sem er annt um umhverfið. Leikkonan hefur hingað til alltaf litað hár sitt ljóst en í gær steig hún á svið með styttri klippingu og leyfði fallega gráa hárinu sínu að njóta sín. Fonda er 82 ára gömul og leikur nú í Netflix þáttunum Frankie and Grace. Jane Fonda kynnti síðustu verðlaunin í gær og sá svo um að ljúka útsendingunni.Getty/Craig Sjodin Elisabeth Banks mætti á Óskarsverðlaunin í eldrauðum kjól sem hún klæddist líka í Vanity Fair Óskarspartýinu árið 2004. Á Instagram útskýrði leikkonan að hún væri stolt af því að klæðast aftur þessum Badgley Mischa kjól, til að vekja athygli á sjálfbærni í tísku, endurnýtingu og neysluhyggju í tengslum við loftlagsbreytingar, mengun hafsins og framleiðsluhætti. Elisabeth Banks 2020 og 2004, kjóllinn er frá Badgley Mischa. Hönnuðurinn gaf henni kjólinn 2004 þar sem hún var tilnefnd til Óskarsins.Getty/Daniele Venturelli- Jon Kopaloff Margot Robbie var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Bombshell og valdi hún að klæðast tveimur samsettum Chanel kjólum frá 1994. Kaitlyn Dever klæddist algjörlega sjálfbærum kjól frá Louis Vuitton, í samstarfi við Red Carpet Green Dress samtökin, sem hvetja stjörnur til að velja fatnað sem góður er fyrir umhverfið. Dever sagði að málefnið væri „mjög mikilvægt.“ Bað hún fólk að hugsa sig vel um áður en keyptar eru nýjar flíkur og hvatti fólk til að kaupa notuð föt. Margot Robbie og Kaitlyn DeverGetty/Rick Rowell-Kevin Mazur Fleiri nýttu tækifærið til að vekja athygli á mikilvægum málefnum á Óskarnum í nótt. Leikarinn Joaquin Phoenix, sem hreppti Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Joker, lagði áherslu á dýravelferð í sinni ræðu. Hollywood Óskarinn Tíska og hönnun Umhverfismál Tengdar fréttir Agndofa þegar allir stóðu upp Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. 10. febrúar 2020 05:09 Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43 Hildur valdi Chanel fyrir Óskarinn Tónskáldið Hildur Guðnadóttir gæti í kvöld orðið fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn. 9. febrúar 2020 22:59 Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Hálfur áratugur með þér my love“ Lífið Fleiri fréttir Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Sjá meira
Að minnsta kosti tvær leikkonur mættu á Óskarsverðlaunin í gær, klæddar í kjóla sem þær hafa áður mætt í á verðlaunahátíð. Þetta gerðu þær vegna umhverfissjónarmiða. Fleiri leikkonur völdu „grænni“ kosti fyrir viðburðinn vöktu þessar leikkonur athygli á umhverfisbaráttunni, loftslagsbreytingum, sjálfbærni og endurnýtingu. Jane Fonda kynnti síðustu verðlaun kvöldsins þegar tilkynnt var að Parasite var valin besta kvikmyndin. Fonda sendi skýr skilaboð með fatavali sínu fyrir þetta verkefni. Hún var í kunnuglegum rauðum Elie Saab kjól, sem hún notaði einnig á Cannes kvikmyndahátíðinni árið 2013. Var hún einnig með rauða kápu, sem hún hafði áður gefið út að væri síðasta flíkin sem hún myndi nokkurn tíman kaupa. Hér má sjá Jane Fonda við handtökuna, klædd í rauðu kápuna sem hún tók með sér á sviðið í gær.Getty/Bill Clark Kápan vakti athygli þegar Fonda var handtekin í fjórða skipti á mótmælum vegna loftlagsmála. Þá var haft eftir henni að við þyrftum ekki að halda áfram að versla. „Við þurfum ekki meira, ég þarf að standa við stóru orðin, svo ég ætla ekki að kaupa meira af fötum.“ Valdi hún einnig skartgripi frá fyrirtækjum sem er annt um umhverfið. Leikkonan hefur hingað til alltaf litað hár sitt ljóst en í gær steig hún á svið með styttri klippingu og leyfði fallega gráa hárinu sínu að njóta sín. Fonda er 82 ára gömul og leikur nú í Netflix þáttunum Frankie and Grace. Jane Fonda kynnti síðustu verðlaunin í gær og sá svo um að ljúka útsendingunni.Getty/Craig Sjodin Elisabeth Banks mætti á Óskarsverðlaunin í eldrauðum kjól sem hún klæddist líka í Vanity Fair Óskarspartýinu árið 2004. Á Instagram útskýrði leikkonan að hún væri stolt af því að klæðast aftur þessum Badgley Mischa kjól, til að vekja athygli á sjálfbærni í tísku, endurnýtingu og neysluhyggju í tengslum við loftlagsbreytingar, mengun hafsins og framleiðsluhætti. Elisabeth Banks 2020 og 2004, kjóllinn er frá Badgley Mischa. Hönnuðurinn gaf henni kjólinn 2004 þar sem hún var tilnefnd til Óskarsins.Getty/Daniele Venturelli- Jon Kopaloff Margot Robbie var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Bombshell og valdi hún að klæðast tveimur samsettum Chanel kjólum frá 1994. Kaitlyn Dever klæddist algjörlega sjálfbærum kjól frá Louis Vuitton, í samstarfi við Red Carpet Green Dress samtökin, sem hvetja stjörnur til að velja fatnað sem góður er fyrir umhverfið. Dever sagði að málefnið væri „mjög mikilvægt.“ Bað hún fólk að hugsa sig vel um áður en keyptar eru nýjar flíkur og hvatti fólk til að kaupa notuð föt. Margot Robbie og Kaitlyn DeverGetty/Rick Rowell-Kevin Mazur Fleiri nýttu tækifærið til að vekja athygli á mikilvægum málefnum á Óskarnum í nótt. Leikarinn Joaquin Phoenix, sem hreppti Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Joker, lagði áherslu á dýravelferð í sinni ræðu.
Hollywood Óskarinn Tíska og hönnun Umhverfismál Tengdar fréttir Agndofa þegar allir stóðu upp Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. 10. febrúar 2020 05:09 Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43 Hildur valdi Chanel fyrir Óskarinn Tónskáldið Hildur Guðnadóttir gæti í kvöld orðið fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn. 9. febrúar 2020 22:59 Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Hálfur áratugur með þér my love“ Lífið Fleiri fréttir Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Sjá meira
Agndofa þegar allir stóðu upp Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. 10. febrúar 2020 05:09
Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43
Hildur valdi Chanel fyrir Óskarinn Tónskáldið Hildur Guðnadóttir gæti í kvöld orðið fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn. 9. febrúar 2020 22:59