Engar sannanir fyrir aðkomu Sýrlands að dauða Hariri Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2020 12:03 Frá dómsuppkvaðningunni. AP/Piroschka Van De Wouw Engar sannanir eru fyrir því að forsvarsmenn Sýrlands eða Hezbollah-samtakanna hafi látið myrða Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon, þó þessir aðilar hafi talið sig hagnast á dauða hans. Dómsuppkvaðning sérstaks dómstóls stendur nú yfir í Hollandi en dómurinn er 2.600 blaðsíður og lesturinn mun taka margar klukkustundir. Hariri var myrtur í sprengjuárás í Beirút árið 2005. Auk hans dó 21 til viðbótar og um 220 manns særðust. Miklu magni sprengiefna hafði verið komið fyrir í sendiferðabíl sem sprengdur var í loft upp þegar bílalest Hariri var ekið þar fram hjá. Eins og segir í frétt Reuters, sprengdi maður sig í loft upp með bílnum en aldrei hefur tekist að bera kennsl á hann. Sérstakur dómstóll sem myndaður var í Hollandi og af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur haft málið til meðferðar um árabil. Fjórir menn sem taldir eru hafa verið meðlimir Hezbollah voru ákærðir fyrir árásina. Þeir heita Salim Jamil Ayyash, Hassan Habib Merhi, Hussein Hassan Oneissi og Assad Hassan Sabra. Ekki er vitað hvar þeir eru niðurkomnir. Þá er ekki búið að kveða upp dóm mannanna. Farsímagögn sína að þeir fjórir fylgdust náið með ferðum Hariri í aðdraganda árásarinnar. Verjendur mannanna, sem voru skipaðir af dómstólnum, segja engin sönnunargögn um að þeir hafi komið að árásinni sjálfri og að réttast væri að sýkna þá. Einn maður til viðbótar, Mustafa Amine Badreddine, foringi í Hezbollah, var einnig ákærður en nafn hans var tekið af ákærunni eftir að hann féll í Sýrlandi árið 2016. Vegna árásarinnar þurftu yfirvöld Sýrlands, sem studdu Hezbollah, að kalla sveitir sínar frá Líbanon en þær höfðu verið þar í 29 ár. Bæði Sýrlendingar og forsvarsmenn Hezbollah þvertóku fyrir að hafa komið að árásinni. Sonur Hariri varð í kjölfarið forsætisráðherra Líbanon og sat þrjú kjörtímabil. Bein útsending frá dómsuppkvaðningunni. Líbanon Sýrland Íran Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Engar sannanir eru fyrir því að forsvarsmenn Sýrlands eða Hezbollah-samtakanna hafi látið myrða Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon, þó þessir aðilar hafi talið sig hagnast á dauða hans. Dómsuppkvaðning sérstaks dómstóls stendur nú yfir í Hollandi en dómurinn er 2.600 blaðsíður og lesturinn mun taka margar klukkustundir. Hariri var myrtur í sprengjuárás í Beirút árið 2005. Auk hans dó 21 til viðbótar og um 220 manns særðust. Miklu magni sprengiefna hafði verið komið fyrir í sendiferðabíl sem sprengdur var í loft upp þegar bílalest Hariri var ekið þar fram hjá. Eins og segir í frétt Reuters, sprengdi maður sig í loft upp með bílnum en aldrei hefur tekist að bera kennsl á hann. Sérstakur dómstóll sem myndaður var í Hollandi og af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur haft málið til meðferðar um árabil. Fjórir menn sem taldir eru hafa verið meðlimir Hezbollah voru ákærðir fyrir árásina. Þeir heita Salim Jamil Ayyash, Hassan Habib Merhi, Hussein Hassan Oneissi og Assad Hassan Sabra. Ekki er vitað hvar þeir eru niðurkomnir. Þá er ekki búið að kveða upp dóm mannanna. Farsímagögn sína að þeir fjórir fylgdust náið með ferðum Hariri í aðdraganda árásarinnar. Verjendur mannanna, sem voru skipaðir af dómstólnum, segja engin sönnunargögn um að þeir hafi komið að árásinni sjálfri og að réttast væri að sýkna þá. Einn maður til viðbótar, Mustafa Amine Badreddine, foringi í Hezbollah, var einnig ákærður en nafn hans var tekið af ákærunni eftir að hann féll í Sýrlandi árið 2016. Vegna árásarinnar þurftu yfirvöld Sýrlands, sem studdu Hezbollah, að kalla sveitir sínar frá Líbanon en þær höfðu verið þar í 29 ár. Bæði Sýrlendingar og forsvarsmenn Hezbollah þvertóku fyrir að hafa komið að árásinni. Sonur Hariri varð í kjölfarið forsætisráðherra Líbanon og sat þrjú kjörtímabil. Bein útsending frá dómsuppkvaðningunni.
Líbanon Sýrland Íran Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira