SpaceX stefnir á metskot Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2020 13:30 Frá geimskoti SpaceX í síðasta mánuði. Vísir/SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX stefna á að setja enn eitt metið í dag. Til stendur að skjóta Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins út í geim og verður það í sjötta sinn sem þessari tilteknu eldflaug verður skotið á loft. Engri eldflaug hefur verið skotið jafn oft á loft. Eldflauginni var fyrst skotið á loft árið 2018, tvisvar í fyrra og tvisvar á þessu ári. Þrjú að þessum fimm geimskotum sneru að Starlink áætlun SpaceX. Eldlfaugin mun bera 58 Starlink smágervihnetti á braut um jörðu. Markmið SpaceX er að koma gífurlegum fjölda Starlink-gervihnatta á braut um jörðu. Nota á þessa gervihnetti til að veita aðilum á jörðu niður aðgang að internetinu. Falcon 9 s booster supporting this mission previously launched Telstar 18 VANTAGE, Iridium-8, and three separate Starlink flights pic.twitter.com/Dwc7EXFiiL— SpaceX (@SpaceX) August 17, 2020 Stjarnfræðingar hafa áhyggjur af svo miklum fjölda gervihnatta og að þeir muni spilla næturhimninum. SpaceX hefur brugðist við því með að mála gervihnettina dökkum lit svo þeir endurspegli minna ljósi til jarðarinnar. Sjá einnig: Óttast að ofgnótt gervitungla spilli næturhimninum Markmið athafnamannsins Elons Musk sem á SpaceX með því að lenda eldflaugum og endurnýta þær er að draga verulega úr kostnaði við geimskot. Starfsmenn fyrirtækisins hafa þegar náð gífurlegum árangri í að lenda eldflaugum en Musk hefur sagt að hann stefni á að eldflaugar verði seinna meir notaðar eins og flugvélar. Þeim verði lent, þær hlaðnar og eldsneyti sett á þær og þeim flogið aftur. Önnur fyrirtæki og stofnanir láta eldflaugar yfirleitt brenna upp í gufuhvolfinu eða hrapa í hafið. SpaceX er einnig að endurnýta nef eldflaugarinnar, sem kallast fairing á ensku. Það nef verndar farm geimflauga gegn þeim þrýstingi og hita sem myndast við geimskot og kostar um sex milljónir dala. Starfsmenn SpaceX hafa unið að því að útbúa þessi nef fallhlífum og nota drónaskip til að grípa þau áður en þau skella í hafinu. Fyrsta endurnýtta nefinu var skotið á loft í fyrra. Sjá einnig: Enn eitt merkilegt geimskot SpaceX Skotglugginn svokallaði opnast um klukkan hálf þrjú í dag. Hægt verður að fylgjast með geimskotinu í beinni útsendingu hér að neðan. SpaceX Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Starship flogið á loft og lent aftur Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. 5. ágúst 2020 15:29 Geimfararnir lentir í Mexíkóflóa Bandarísku geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken lentu nú á sjöunda tímanum á jörðu eftir tveggja mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðunni. 2. ágúst 2020 19:11 Starship nú í forgangi hjá SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu ekki sitja auðum höndum, þó þeir hafi náð þeim merka árangri fyrir rúmri viku síðan að vera fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta mönnum út í geim. Nú verður þróun Starship-geimfarsins sett í forgang hjá fyrirtækinu. 8. júní 2020 13:35 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX stefna á að setja enn eitt metið í dag. Til stendur að skjóta Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins út í geim og verður það í sjötta sinn sem þessari tilteknu eldflaug verður skotið á loft. Engri eldflaug hefur verið skotið jafn oft á loft. Eldflauginni var fyrst skotið á loft árið 2018, tvisvar í fyrra og tvisvar á þessu ári. Þrjú að þessum fimm geimskotum sneru að Starlink áætlun SpaceX. Eldlfaugin mun bera 58 Starlink smágervihnetti á braut um jörðu. Markmið SpaceX er að koma gífurlegum fjölda Starlink-gervihnatta á braut um jörðu. Nota á þessa gervihnetti til að veita aðilum á jörðu niður aðgang að internetinu. Falcon 9 s booster supporting this mission previously launched Telstar 18 VANTAGE, Iridium-8, and three separate Starlink flights pic.twitter.com/Dwc7EXFiiL— SpaceX (@SpaceX) August 17, 2020 Stjarnfræðingar hafa áhyggjur af svo miklum fjölda gervihnatta og að þeir muni spilla næturhimninum. SpaceX hefur brugðist við því með að mála gervihnettina dökkum lit svo þeir endurspegli minna ljósi til jarðarinnar. Sjá einnig: Óttast að ofgnótt gervitungla spilli næturhimninum Markmið athafnamannsins Elons Musk sem á SpaceX með því að lenda eldflaugum og endurnýta þær er að draga verulega úr kostnaði við geimskot. Starfsmenn fyrirtækisins hafa þegar náð gífurlegum árangri í að lenda eldflaugum en Musk hefur sagt að hann stefni á að eldflaugar verði seinna meir notaðar eins og flugvélar. Þeim verði lent, þær hlaðnar og eldsneyti sett á þær og þeim flogið aftur. Önnur fyrirtæki og stofnanir láta eldflaugar yfirleitt brenna upp í gufuhvolfinu eða hrapa í hafið. SpaceX er einnig að endurnýta nef eldflaugarinnar, sem kallast fairing á ensku. Það nef verndar farm geimflauga gegn þeim þrýstingi og hita sem myndast við geimskot og kostar um sex milljónir dala. Starfsmenn SpaceX hafa unið að því að útbúa þessi nef fallhlífum og nota drónaskip til að grípa þau áður en þau skella í hafinu. Fyrsta endurnýtta nefinu var skotið á loft í fyrra. Sjá einnig: Enn eitt merkilegt geimskot SpaceX Skotglugginn svokallaði opnast um klukkan hálf þrjú í dag. Hægt verður að fylgjast með geimskotinu í beinni útsendingu hér að neðan.
SpaceX Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Starship flogið á loft og lent aftur Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. 5. ágúst 2020 15:29 Geimfararnir lentir í Mexíkóflóa Bandarísku geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken lentu nú á sjöunda tímanum á jörðu eftir tveggja mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðunni. 2. ágúst 2020 19:11 Starship nú í forgangi hjá SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu ekki sitja auðum höndum, þó þeir hafi náð þeim merka árangri fyrir rúmri viku síðan að vera fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta mönnum út í geim. Nú verður þróun Starship-geimfarsins sett í forgang hjá fyrirtækinu. 8. júní 2020 13:35 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Starship flogið á loft og lent aftur Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. 5. ágúst 2020 15:29
Geimfararnir lentir í Mexíkóflóa Bandarísku geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken lentu nú á sjöunda tímanum á jörðu eftir tveggja mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðunni. 2. ágúst 2020 19:11
Starship nú í forgangi hjá SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu ekki sitja auðum höndum, þó þeir hafi náð þeim merka árangri fyrir rúmri viku síðan að vera fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta mönnum út í geim. Nú verður þróun Starship-geimfarsins sett í forgang hjá fyrirtækinu. 8. júní 2020 13:35