Móðir Sæunnar ákvað að svelta sig til dauða Stefán Árni Pálsson skrifar 28. febrúar 2020 10:30 Sæunn Kjartansdóttir skrifaði bók um samband sitt við móður sína og um þá reynslu þegar hún ákvað að svelta sig til dauða fyrir framan hana. Móðir Sæunnar Kjartansdóttur sálgreinis tilkynnti henni og systrum hennar að hún ætlaði að deyja og myndi ekki framar borða eða drekka og þannig svelti hún sig til dauða fyrir framan dætur sínar og fjölskyldu. Og Ásta Bjarnadóttir móðir Sæunnar var í gegnum lífið oft erfið sínum nánustu. Hún var alkóhólisti og sjálfhverf og fór sínar eigin leiðir. En hún gat einnig verið óhemju skemmtileg og hlý manneskja og Sæunn segir að flóknasta ástarsamband sem til er sé samband barns við móður sína. Í bókinni Óstýrláta mamma mín og ég, fá lesendur að kynnast litríkri móður Sæunnar. Vala Matt ræðir við Sæunni í Íslandi í dag á Stöð 2 og fékk að heyra af þessari konu og sambandi hennar við dóttur sína. Varð að skrifa þetta niður „Það var vissulega erfitt að skrifa þessa bók og þegar ég byrja að skrifa hana geri ég það einfaldlega af þörf. Upphaflega er ég fyrst og fremst að því fyrir sjálfan mig og það hefði ekki haft neinn tilgang að skrifa þessa bók nema ég væri mjög opinská,“ segir Sæunn. „Tilgangurinn var að skoða tilfinningar mínar í ljósi reynslunnar og því sem hafði gerst á milli mín og mömmu. Það var samt spurningin hvort ég ætti að vera deila þessu með öðrum. Þetta var mjög erfitt, það erfitt að þetta tók mig tólf ár.“ Sæunn ásamt móðir sinni á góðri stundu. Hún segir að móðir hennar hafi vanrækt hana til fjölda ára í æsku. „Hún var alls ekki sammála mér að hún hafi vanrækt mig en hennar vanræksla fólst fyrst og fremst í því að hún var ekki mjög vakandi fyrir mínum þörfum. Við áttum mjög innilegt og náið samband en það var mjög mikið á hennar forsendum. Þetta er eitthvað sem hún áttaði sig ekki á og ég ekki heldur.“ Ásta tilkynnti sínum nánustu á sínum tíma að hún ætlaði að svelta sig til dauða. Tók 45 daga „Þetta var mjög dramatískt augnablik þegar hún sagði mér frá þessu af því að ég þekkti mömmu það vel að ég vissi að henni var alvara. Þegar hún tók stórar ákvarðanir, þá fylgdi hún þeim og ég vissi að þetta myndi verða. Það voru óskaplega blendnar tilfinningar og kannski ein af ástæðunum fyrir því að ég byrjaði að skrifa þetta því ég upplifði tilfinningar sem ég skammaðist mín svo fyrir. Tilfinning eins og að vera fegin af því að hún var búin að vera okkur svo ofboðslega erfið og svo leið og ég hugsaði með mér að þarna væri kannski komin lausn.“ Sæunn segist ekki aðeins hafa verið fegin heldur einnig skelfingu lostin. Það tók móðir hennar 45 daga að svelta sig í hel. „Þetta tók miklu lengri tíma heldur en hana hafði órað fyrir. Núna getur maður google-að og fundið upplýsingar um svona hluti og líkaminn er miklu seigari en maður heldur. Mamma hélt að þetta tæki aðeins nokkra daga.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Móðir Sæunnar Kjartansdóttur sálgreinis tilkynnti henni og systrum hennar að hún ætlaði að deyja og myndi ekki framar borða eða drekka og þannig svelti hún sig til dauða fyrir framan dætur sínar og fjölskyldu. Og Ásta Bjarnadóttir móðir Sæunnar var í gegnum lífið oft erfið sínum nánustu. Hún var alkóhólisti og sjálfhverf og fór sínar eigin leiðir. En hún gat einnig verið óhemju skemmtileg og hlý manneskja og Sæunn segir að flóknasta ástarsamband sem til er sé samband barns við móður sína. Í bókinni Óstýrláta mamma mín og ég, fá lesendur að kynnast litríkri móður Sæunnar. Vala Matt ræðir við Sæunni í Íslandi í dag á Stöð 2 og fékk að heyra af þessari konu og sambandi hennar við dóttur sína. Varð að skrifa þetta niður „Það var vissulega erfitt að skrifa þessa bók og þegar ég byrja að skrifa hana geri ég það einfaldlega af þörf. Upphaflega er ég fyrst og fremst að því fyrir sjálfan mig og það hefði ekki haft neinn tilgang að skrifa þessa bók nema ég væri mjög opinská,“ segir Sæunn. „Tilgangurinn var að skoða tilfinningar mínar í ljósi reynslunnar og því sem hafði gerst á milli mín og mömmu. Það var samt spurningin hvort ég ætti að vera deila þessu með öðrum. Þetta var mjög erfitt, það erfitt að þetta tók mig tólf ár.“ Sæunn ásamt móðir sinni á góðri stundu. Hún segir að móðir hennar hafi vanrækt hana til fjölda ára í æsku. „Hún var alls ekki sammála mér að hún hafi vanrækt mig en hennar vanræksla fólst fyrst og fremst í því að hún var ekki mjög vakandi fyrir mínum þörfum. Við áttum mjög innilegt og náið samband en það var mjög mikið á hennar forsendum. Þetta er eitthvað sem hún áttaði sig ekki á og ég ekki heldur.“ Ásta tilkynnti sínum nánustu á sínum tíma að hún ætlaði að svelta sig til dauða. Tók 45 daga „Þetta var mjög dramatískt augnablik þegar hún sagði mér frá þessu af því að ég þekkti mömmu það vel að ég vissi að henni var alvara. Þegar hún tók stórar ákvarðanir, þá fylgdi hún þeim og ég vissi að þetta myndi verða. Það voru óskaplega blendnar tilfinningar og kannski ein af ástæðunum fyrir því að ég byrjaði að skrifa þetta því ég upplifði tilfinningar sem ég skammaðist mín svo fyrir. Tilfinning eins og að vera fegin af því að hún var búin að vera okkur svo ofboðslega erfið og svo leið og ég hugsaði með mér að þarna væri kannski komin lausn.“ Sæunn segist ekki aðeins hafa verið fegin heldur einnig skelfingu lostin. Það tók móðir hennar 45 daga að svelta sig í hel. „Þetta tók miklu lengri tíma heldur en hana hafði órað fyrir. Núna getur maður google-að og fundið upplýsingar um svona hluti og líkaminn er miklu seigari en maður heldur. Mamma hélt að þetta tæki aðeins nokkra daga.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira