Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. febrúar 2020 18:48 Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg, sem starfa í grunn- og leikskólum, heimaþjónustu og þjónustumiðstöðvum, hefur nú staðið í ellefu daga. Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar voru leiddar saman á fund skömmu fyrir klukkan sex í gær sem lauk á nokkrum mínútum þegar samninganefnd Eflingar gekk á dyr. Ruslatunnur og -geymslur eru teknar að fyllast við heimilis fólks. Þær hafa ekki verið tæmdar í rúma viku. Göngu- og hjólastígar eru ekki ruddir þrátt fyrir ófærðina sem nú er í borginni. Þá er heimaþjónusta aldraðra og búsetuaðstoð í lágmarki þó einhverjar undanþágur séu í gildi. Skert þjónusta er í grunn- og leikskólum borgarinnar. Síðustu ellefu daga hafa foreldrar þurft að gera ráðstafanir með börn sín og svo verður áfram á meðan verkfall varir. Foreldar skilja að sé áríðandi sé að hækka launin en eru uggandi yfir framhaldinu. Linda Rós Alferðsdóttir, segir barn sitt orðið langþreytt á löngu verkfalli.Vísir/Baldur Barnið orðið langþreytt á þessu ástandi Þetta er mjög erfitt. Barnið er orðið mjög þreytt, langþreytt á þessu ástandi og þetta er mikið að reyna að skipuleggja alla daga,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, foreldri barns. „Börnin mín hafa lítið fengið að fara í leikskólann það er til dæmis lokuð alveg deildin hjá yngri í dag. hann fær tíu klukkustundir á þremur dögum í þessari viku. Svo erum við með annan sem er ekkert endilega á sömu tímum í leikskólanum. þetta er mikið púsluspil,“ segir Sveinborg H. Gunnarsdóttir, foreldri tveggja leikskólabarna. „Ég get viðurkennt það að ég varð örvæntingafull í gær þegar ég sá það að hurðum var skellt eftir fimm mínútna samtal,“ segir Linda. Skilur þú hvar ber í milli í deilunni? „Nei, ég hef ekki hugmynd um það því það virðast ekki vera neinar haldbærar upplýsingar að koma fram út á hvað þessi tilboð ganga,“ seigr Sveinborg. „Ég hef skilning á því að það sé verið að berjast fyrir laununum, ég hef sjálf unnið sem leiðbeinandi og veit að það er ekkert auðvelt en hins vegar hef ég ekki skilning á að fólk geti ekki setið í sama herbergi í meira en fimm mínútur, þegar það er þeirra hlutverk að semja,“ segir Linda. Sveinborg H. Gunnarsdóttir er foreldri sem hefur þurft að gera ráðstafanir vegna tveggja barna sinna.Vísir/Egill Skilur þú hvar ber í milli í deilunni? „Nei, ég hef ekki hugmynd um það því það virðast ekki vera neinar haldbærar upplýsingar að koma fram út á hvað þessi tilboð ganga,“ segir Sveinborg. „Ég hef skilning á því að það sé verið að berjast fyrir laununum, ég hef sjálf unnið sem leiðbeinandi og veit að það er ekkert auðvelt en hins vegar hef ég ekki skilning á að fólk geti ekki setið í sama herbergi í meira en fimm mínútur, þegar það er þeirra hlutverk að semja,“ segir Linda. Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg, sem starfa í grunn- og leikskólum, heimaþjónustu og þjónustumiðstöðvum, hefur nú staðið í ellefu daga. Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar voru leiddar saman á fund skömmu fyrir klukkan sex í gær sem lauk á nokkrum mínútum þegar samninganefnd Eflingar gekk á dyr. Ruslatunnur og -geymslur eru teknar að fyllast við heimilis fólks. Þær hafa ekki verið tæmdar í rúma viku. Göngu- og hjólastígar eru ekki ruddir þrátt fyrir ófærðina sem nú er í borginni. Þá er heimaþjónusta aldraðra og búsetuaðstoð í lágmarki þó einhverjar undanþágur séu í gildi. Skert þjónusta er í grunn- og leikskólum borgarinnar. Síðustu ellefu daga hafa foreldrar þurft að gera ráðstafanir með börn sín og svo verður áfram á meðan verkfall varir. Foreldar skilja að sé áríðandi sé að hækka launin en eru uggandi yfir framhaldinu. Linda Rós Alferðsdóttir, segir barn sitt orðið langþreytt á löngu verkfalli.Vísir/Baldur Barnið orðið langþreytt á þessu ástandi Þetta er mjög erfitt. Barnið er orðið mjög þreytt, langþreytt á þessu ástandi og þetta er mikið að reyna að skipuleggja alla daga,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, foreldri barns. „Börnin mín hafa lítið fengið að fara í leikskólann það er til dæmis lokuð alveg deildin hjá yngri í dag. hann fær tíu klukkustundir á þremur dögum í þessari viku. Svo erum við með annan sem er ekkert endilega á sömu tímum í leikskólanum. þetta er mikið púsluspil,“ segir Sveinborg H. Gunnarsdóttir, foreldri tveggja leikskólabarna. „Ég get viðurkennt það að ég varð örvæntingafull í gær þegar ég sá það að hurðum var skellt eftir fimm mínútna samtal,“ segir Linda. Skilur þú hvar ber í milli í deilunni? „Nei, ég hef ekki hugmynd um það því það virðast ekki vera neinar haldbærar upplýsingar að koma fram út á hvað þessi tilboð ganga,“ seigr Sveinborg. „Ég hef skilning á því að það sé verið að berjast fyrir laununum, ég hef sjálf unnið sem leiðbeinandi og veit að það er ekkert auðvelt en hins vegar hef ég ekki skilning á að fólk geti ekki setið í sama herbergi í meira en fimm mínútur, þegar það er þeirra hlutverk að semja,“ segir Linda. Sveinborg H. Gunnarsdóttir er foreldri sem hefur þurft að gera ráðstafanir vegna tveggja barna sinna.Vísir/Egill Skilur þú hvar ber í milli í deilunni? „Nei, ég hef ekki hugmynd um það því það virðast ekki vera neinar haldbærar upplýsingar að koma fram út á hvað þessi tilboð ganga,“ segir Sveinborg. „Ég hef skilning á því að það sé verið að berjast fyrir laununum, ég hef sjálf unnið sem leiðbeinandi og veit að það er ekkert auðvelt en hins vegar hef ég ekki skilning á að fólk geti ekki setið í sama herbergi í meira en fimm mínútur, þegar það er þeirra hlutverk að semja,“ segir Linda.
Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18
Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30
Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49