Innlent

Segja árásina í Kópavogi ekki hatursglæp

Samúel Karl Ólason skrifar
Myndbandi af árásinni var dreift á samfélagsmiðlum.
Myndbandi af árásinni var dreift á samfélagsmiðlum. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir rannsókn á grófri líkamsárás í Hamraborg í kópavogi í þar síðustu viku miða mjög vel. Hún hafi leitt í ljós að árásin hafi ekki tengst kynþætti drengsins sem ráðist var á og því sé ekki um hatursglæp að ráða. Árásin átti sér stað þann 10. febrúar og veittist hópur unglinga með höggum og spörkum að einum fjórtán ára gömlum pilti sem er af erlendu bergi brotinn.

Myndbandi af árásinni var dreift á samfélagsmiðlum en þegar lögreglumenn komu á vettvang voru árásarmennirnir á bak og burt.

Sjá einnig: Tóku upp árás á fjórtán ára dreng við Hamraborg

Í yfirlýsingu frá lögreglunni kemur fram að ekki verði frekari upplýsingar veittar og að málið sé unnið með aðkomu barnaverndaryfirvalda. Einnig kemur fram að lögreglan hafi viljað halda því til haga að ekki sé um hatursglæp að ráða vegna umfjöllunar um málið í fjölmiðlum og á samfélagmiðlum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×