Fól Pence varaforseta að sjá um viðbrögð við veirunni Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2020 10:36 Pence og Trump á blaðamannafundinum um kórónuveiruna í gærkvöldi. Trump fól Pence að stýra viðbrögðum við veirunni. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði lítið úr mögulegri hættu af kórónuveirunni sem hefur breiðst víða um heim um leið og hann setti Mike Pence, varaforseta sinn, yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna hennar. Yfirlýsingar Trump um veiruna stönguðust á við það sem sérfræðingar stjórnvalda höfðu áður sagt opinberlega. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi talaði Trump af bjartsýni um ástandið og lofaði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar við veirunni. Hélt hann því fram að Bandaríkjamönnum stafaði „mjög lítil“ hætta af henni og að faraldurinn ætti fljótt eftir að réna, að sögn Washington Post. „Við erum mjög, mjög undirbúin fyrir þetta,“ fullyrti forsetinn sem notaði fundinn einnig til að ráðast á pólitíska keppinauta sína og spá uppsveiflu á hlutabréfamörkuðum. Sakaði hann demókrata um að bera hluta ábyrgðar á falli á mörkuðum sem hefur verið rakið til veirunnar undanfarna daga. Sérfræðingar stjórnvalda í sóttvörnum hafa engu síður varað við því undanfarna daga að kórónuveiran sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eigi óumflýjanlega eftir að berast til Bandaríkjanna og setja daglegt líf fólks úr skorðum. Þegar hefur verið staðfest að sextíu manns í Bandaríkjunum eru smitaðir af veirunni. Jafnvel þeir embættismenn sem deildu sviðinu með Trump forseta á blaðamannafundinum drógu upp dekkri mynd en hann af horfum í Bandaríkjunum. „Við getum búist við fleiri tilfellum í Bandaríkjunum,“ sagði Alex Azar, heilbrigðisráðherrann. Anne Schuchat, aðstoðarforstjóri Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC), sagðist einnig búast við fleiri smitum. Tilkynnt var um fyrsta smitið sem greinst hefur í Bandaríkjunum og ekki hefur verið tengt beint við ferðalög erlendis í Kaliforníu í gær. Sóttavarnastofnunin telur það fyrstu vísbendinguna um að veiran sé mögulega byrjuð að breiðast út þar í landi. Átti þátt í að ágera HIV-faraldur í Indiana Ákvörðun Trump um að setja Pence yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum hefur reynst umdeild. Pence hefur ítrekað vefengt vísindaleg gögn og bent er á að þegar hann var ríkisstjóri í Indiana hafi ákvarðanir hans átt þátt í að HIV-faraldur braust út þar árið 2015. Sem ríkisstjóri neitaði Pence að samþykkja tillögur sérfræðinga um að hreinum sprautunálum væri komið til fíkla með verkefni þar sem þeim væri gert kleift að skila notuðum sprautunálum í skiptum fyrir nýjar þrátt fyrir að tæplega tvöhundruð ný HIV-smit hefðu greinst í Scott-sýslu á nokkrum mánuðum. Indiana var þá á meðal ríkja sem bannaði dreifingu eða eign á sprautunálum án lyfseðlis. Tveimur mánuðum eftir að faraldurinn hófst sagðist Pence ætla að biðja fyrir lausn á faraldrinum. Hann lét á endanum undan og samþykkti að leyfa nálaskiptin. Nýjum smitum fækkaði í kjölfarið. Árið 2000 skrifaði Pence skoðanagrein þar sem hann hélt því ranglega fram að reykingar yllu ekki mannslátum. „Mike mun svara beint til mín en hann hefur sannarlega ákveðinn hæfileika í þessum efnum,“ sagði Trump þegar hann tilkynnti um að hann hefði sett Pence yfir kórónuveirumál í gær. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Sakar fjölmiðla um að grafa undan mörkuðum með umfjöllun um veiruna Áhrif kórónuveirufaraldursins á efnhagshorfur í Bandaríkjunum á kosningaári valda Hvíta húsinu áhyggjum. Trump forseti og sérfræðingar ríkisstjórnar hafa talað í kross um alvarleika faraldursins undanfarna daga. 26. febrúar 2020 16:33 Ekkert búið að ákveða um Eurovision vegna kórónuveirunnar Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. 26. febrúar 2020 07:44 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði lítið úr mögulegri hættu af kórónuveirunni sem hefur breiðst víða um heim um leið og hann setti Mike Pence, varaforseta sinn, yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna hennar. Yfirlýsingar Trump um veiruna stönguðust á við það sem sérfræðingar stjórnvalda höfðu áður sagt opinberlega. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi talaði Trump af bjartsýni um ástandið og lofaði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar við veirunni. Hélt hann því fram að Bandaríkjamönnum stafaði „mjög lítil“ hætta af henni og að faraldurinn ætti fljótt eftir að réna, að sögn Washington Post. „Við erum mjög, mjög undirbúin fyrir þetta,“ fullyrti forsetinn sem notaði fundinn einnig til að ráðast á pólitíska keppinauta sína og spá uppsveiflu á hlutabréfamörkuðum. Sakaði hann demókrata um að bera hluta ábyrgðar á falli á mörkuðum sem hefur verið rakið til veirunnar undanfarna daga. Sérfræðingar stjórnvalda í sóttvörnum hafa engu síður varað við því undanfarna daga að kórónuveiran sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eigi óumflýjanlega eftir að berast til Bandaríkjanna og setja daglegt líf fólks úr skorðum. Þegar hefur verið staðfest að sextíu manns í Bandaríkjunum eru smitaðir af veirunni. Jafnvel þeir embættismenn sem deildu sviðinu með Trump forseta á blaðamannafundinum drógu upp dekkri mynd en hann af horfum í Bandaríkjunum. „Við getum búist við fleiri tilfellum í Bandaríkjunum,“ sagði Alex Azar, heilbrigðisráðherrann. Anne Schuchat, aðstoðarforstjóri Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC), sagðist einnig búast við fleiri smitum. Tilkynnt var um fyrsta smitið sem greinst hefur í Bandaríkjunum og ekki hefur verið tengt beint við ferðalög erlendis í Kaliforníu í gær. Sóttavarnastofnunin telur það fyrstu vísbendinguna um að veiran sé mögulega byrjuð að breiðast út þar í landi. Átti þátt í að ágera HIV-faraldur í Indiana Ákvörðun Trump um að setja Pence yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum hefur reynst umdeild. Pence hefur ítrekað vefengt vísindaleg gögn og bent er á að þegar hann var ríkisstjóri í Indiana hafi ákvarðanir hans átt þátt í að HIV-faraldur braust út þar árið 2015. Sem ríkisstjóri neitaði Pence að samþykkja tillögur sérfræðinga um að hreinum sprautunálum væri komið til fíkla með verkefni þar sem þeim væri gert kleift að skila notuðum sprautunálum í skiptum fyrir nýjar þrátt fyrir að tæplega tvöhundruð ný HIV-smit hefðu greinst í Scott-sýslu á nokkrum mánuðum. Indiana var þá á meðal ríkja sem bannaði dreifingu eða eign á sprautunálum án lyfseðlis. Tveimur mánuðum eftir að faraldurinn hófst sagðist Pence ætla að biðja fyrir lausn á faraldrinum. Hann lét á endanum undan og samþykkti að leyfa nálaskiptin. Nýjum smitum fækkaði í kjölfarið. Árið 2000 skrifaði Pence skoðanagrein þar sem hann hélt því ranglega fram að reykingar yllu ekki mannslátum. „Mike mun svara beint til mín en hann hefur sannarlega ákveðinn hæfileika í þessum efnum,“ sagði Trump þegar hann tilkynnti um að hann hefði sett Pence yfir kórónuveirumál í gær.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Sakar fjölmiðla um að grafa undan mörkuðum með umfjöllun um veiruna Áhrif kórónuveirufaraldursins á efnhagshorfur í Bandaríkjunum á kosningaári valda Hvíta húsinu áhyggjum. Trump forseti og sérfræðingar ríkisstjórnar hafa talað í kross um alvarleika faraldursins undanfarna daga. 26. febrúar 2020 16:33 Ekkert búið að ákveða um Eurovision vegna kórónuveirunnar Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. 26. febrúar 2020 07:44 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45
Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34
Sakar fjölmiðla um að grafa undan mörkuðum með umfjöllun um veiruna Áhrif kórónuveirufaraldursins á efnhagshorfur í Bandaríkjunum á kosningaári valda Hvíta húsinu áhyggjum. Trump forseti og sérfræðingar ríkisstjórnar hafa talað í kross um alvarleika faraldursins undanfarna daga. 26. febrúar 2020 16:33
Ekkert búið að ákveða um Eurovision vegna kórónuveirunnar Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. 26. febrúar 2020 07:44