Opna á líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á bráðamóttöku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. febrúar 2020 19:00 Átakshópurinn var stofnaður í janúar og var ætlað að greina bráðan vanda sem birtist á bráðamóttökunni og koma með tillögur að aðgerðum til úrbóta. Landspítali hefur gert að forgangsatriði að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir á bráðamóttöku eftir innlögn en meðalbiðtíminn var 21,6 klukkustundir í fyrra. Þá á að opna líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á álagi á bráðamóttökunni. Þetta eu meðal tillagna átakshóps um lausnir á vanda bráðamóttökunnar. Átakshópurinn var stofnaður í janúar og var ætlað að greina bráðan vanda sem birtist á bráðamóttökunni og koma með tillögur að aðgerðum til úrbóta. Hópurinn hefur meðal annars fundað með erlendum ráðgjöfum og voru tillögur hans kynntar í dag.Aðaltillagan lítur að því að spítalinn taki stefnumarkandi ákvörðun um að sjúklingar á bráðamóttöku sem þurfi innlögn flytjist sem fyrst inn á legudeildir. Sú ákvörðun var tekin strax í morgun að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Gera á áætlun sem á að vera tilbúin fyrir 1. apríl en hún lítur að því að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir eftir innlögn. Meðalbiðtíminn í fyrra var 21,6 klukkustund en var 13,1 klukkustund árið 2015. Lagt er til að sérhæfð heimaþjónusta við veika aldraða verði tekin upp þegar í stað og að þjónustan komi til framkvæmda 1. júní. „Við erum líka að tala um að efla svörun í 1700 númerið þannig að fólk geti leitað þangað uppá að fá leiðsögn um hvernig það á að sigla í gegn um heilbrigðiskerfið,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Þá er lagt til að Landspítali opni líknardeild fyrir aldraða og að líknarþjónusta við aldraða verði aukin utan spítalans. Þetta á að koma til framkvæmda fyrir 1.september. „Það hefur vilja brenna við núna að það hefur vantað farveg. Stundum er jafnvel sótt um rými á hjúkrunarheimili fyrir einstaklinga sem munu ekki búa þar lengi heldur þurfa fyrst og fremst líknarþjónustu,“ segir Páll. Þá á að auka möguleika sjúkraflutningamanna til að meðhöndla sjúklinga í heimahúsum. „Styrkja þá þekkingu og færni sem þarna er sannarlega fyrir hendi en efla hana þannig þessir aðilar geti sinnt ennþá fleiri og flóknari verkefnum á vettvangi eða í heimahúsum,“ segir Svandís. Svandís og Páll segja að tillögurnar hafi verið settar í forgang, bæði á spítalanum og í ráðuneytinu. Engu viðbótarfjármagni eigi að verja til aðgerðanna heldur snúist þetta fyrst og fremst um forgangsröðun. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Landspítali hefur gert að forgangsatriði að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir á bráðamóttöku eftir innlögn en meðalbiðtíminn var 21,6 klukkustundir í fyrra. Þá á að opna líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á álagi á bráðamóttökunni. Þetta eu meðal tillagna átakshóps um lausnir á vanda bráðamóttökunnar. Átakshópurinn var stofnaður í janúar og var ætlað að greina bráðan vanda sem birtist á bráðamóttökunni og koma með tillögur að aðgerðum til úrbóta. Hópurinn hefur meðal annars fundað með erlendum ráðgjöfum og voru tillögur hans kynntar í dag.Aðaltillagan lítur að því að spítalinn taki stefnumarkandi ákvörðun um að sjúklingar á bráðamóttöku sem þurfi innlögn flytjist sem fyrst inn á legudeildir. Sú ákvörðun var tekin strax í morgun að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Gera á áætlun sem á að vera tilbúin fyrir 1. apríl en hún lítur að því að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir eftir innlögn. Meðalbiðtíminn í fyrra var 21,6 klukkustund en var 13,1 klukkustund árið 2015. Lagt er til að sérhæfð heimaþjónusta við veika aldraða verði tekin upp þegar í stað og að þjónustan komi til framkvæmda 1. júní. „Við erum líka að tala um að efla svörun í 1700 númerið þannig að fólk geti leitað þangað uppá að fá leiðsögn um hvernig það á að sigla í gegn um heilbrigðiskerfið,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Þá er lagt til að Landspítali opni líknardeild fyrir aldraða og að líknarþjónusta við aldraða verði aukin utan spítalans. Þetta á að koma til framkvæmda fyrir 1.september. „Það hefur vilja brenna við núna að það hefur vantað farveg. Stundum er jafnvel sótt um rými á hjúkrunarheimili fyrir einstaklinga sem munu ekki búa þar lengi heldur þurfa fyrst og fremst líknarþjónustu,“ segir Páll. Þá á að auka möguleika sjúkraflutningamanna til að meðhöndla sjúklinga í heimahúsum. „Styrkja þá þekkingu og færni sem þarna er sannarlega fyrir hendi en efla hana þannig þessir aðilar geti sinnt ennþá fleiri og flóknari verkefnum á vettvangi eða í heimahúsum,“ segir Svandís. Svandís og Páll segja að tillögurnar hafi verið settar í forgang, bæði á spítalanum og í ráðuneytinu. Engu viðbótarfjármagni eigi að verja til aðgerðanna heldur snúist þetta fyrst og fremst um forgangsröðun.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira