Opna á líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á bráðamóttöku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. febrúar 2020 19:00 Átakshópurinn var stofnaður í janúar og var ætlað að greina bráðan vanda sem birtist á bráðamóttökunni og koma með tillögur að aðgerðum til úrbóta. Landspítali hefur gert að forgangsatriði að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir á bráðamóttöku eftir innlögn en meðalbiðtíminn var 21,6 klukkustundir í fyrra. Þá á að opna líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á álagi á bráðamóttökunni. Þetta eu meðal tillagna átakshóps um lausnir á vanda bráðamóttökunnar. Átakshópurinn var stofnaður í janúar og var ætlað að greina bráðan vanda sem birtist á bráðamóttökunni og koma með tillögur að aðgerðum til úrbóta. Hópurinn hefur meðal annars fundað með erlendum ráðgjöfum og voru tillögur hans kynntar í dag.Aðaltillagan lítur að því að spítalinn taki stefnumarkandi ákvörðun um að sjúklingar á bráðamóttöku sem þurfi innlögn flytjist sem fyrst inn á legudeildir. Sú ákvörðun var tekin strax í morgun að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Gera á áætlun sem á að vera tilbúin fyrir 1. apríl en hún lítur að því að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir eftir innlögn. Meðalbiðtíminn í fyrra var 21,6 klukkustund en var 13,1 klukkustund árið 2015. Lagt er til að sérhæfð heimaþjónusta við veika aldraða verði tekin upp þegar í stað og að þjónustan komi til framkvæmda 1. júní. „Við erum líka að tala um að efla svörun í 1700 númerið þannig að fólk geti leitað þangað uppá að fá leiðsögn um hvernig það á að sigla í gegn um heilbrigðiskerfið,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Þá er lagt til að Landspítali opni líknardeild fyrir aldraða og að líknarþjónusta við aldraða verði aukin utan spítalans. Þetta á að koma til framkvæmda fyrir 1.september. „Það hefur vilja brenna við núna að það hefur vantað farveg. Stundum er jafnvel sótt um rými á hjúkrunarheimili fyrir einstaklinga sem munu ekki búa þar lengi heldur þurfa fyrst og fremst líknarþjónustu,“ segir Páll. Þá á að auka möguleika sjúkraflutningamanna til að meðhöndla sjúklinga í heimahúsum. „Styrkja þá þekkingu og færni sem þarna er sannarlega fyrir hendi en efla hana þannig þessir aðilar geti sinnt ennþá fleiri og flóknari verkefnum á vettvangi eða í heimahúsum,“ segir Svandís. Svandís og Páll segja að tillögurnar hafi verið settar í forgang, bæði á spítalanum og í ráðuneytinu. Engu viðbótarfjármagni eigi að verja til aðgerðanna heldur snúist þetta fyrst og fremst um forgangsröðun. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Landspítali hefur gert að forgangsatriði að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir á bráðamóttöku eftir innlögn en meðalbiðtíminn var 21,6 klukkustundir í fyrra. Þá á að opna líknardeild og auka við heimahjúkrun til að létta á álagi á bráðamóttökunni. Þetta eu meðal tillagna átakshóps um lausnir á vanda bráðamóttökunnar. Átakshópurinn var stofnaður í janúar og var ætlað að greina bráðan vanda sem birtist á bráðamóttökunni og koma með tillögur að aðgerðum til úrbóta. Hópurinn hefur meðal annars fundað með erlendum ráðgjöfum og voru tillögur hans kynntar í dag.Aðaltillagan lítur að því að spítalinn taki stefnumarkandi ákvörðun um að sjúklingar á bráðamóttöku sem þurfi innlögn flytjist sem fyrst inn á legudeildir. Sú ákvörðun var tekin strax í morgun að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Gera á áætlun sem á að vera tilbúin fyrir 1. apríl en hún lítur að því að fólk þurfi ekki að bíða lengur en í sex klukkustundir eftir innlögn. Meðalbiðtíminn í fyrra var 21,6 klukkustund en var 13,1 klukkustund árið 2015. Lagt er til að sérhæfð heimaþjónusta við veika aldraða verði tekin upp þegar í stað og að þjónustan komi til framkvæmda 1. júní. „Við erum líka að tala um að efla svörun í 1700 númerið þannig að fólk geti leitað þangað uppá að fá leiðsögn um hvernig það á að sigla í gegn um heilbrigðiskerfið,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Þá er lagt til að Landspítali opni líknardeild fyrir aldraða og að líknarþjónusta við aldraða verði aukin utan spítalans. Þetta á að koma til framkvæmda fyrir 1.september. „Það hefur vilja brenna við núna að það hefur vantað farveg. Stundum er jafnvel sótt um rými á hjúkrunarheimili fyrir einstaklinga sem munu ekki búa þar lengi heldur þurfa fyrst og fremst líknarþjónustu,“ segir Páll. Þá á að auka möguleika sjúkraflutningamanna til að meðhöndla sjúklinga í heimahúsum. „Styrkja þá þekkingu og færni sem þarna er sannarlega fyrir hendi en efla hana þannig þessir aðilar geti sinnt ennþá fleiri og flóknari verkefnum á vettvangi eða í heimahúsum,“ segir Svandís. Svandís og Páll segja að tillögurnar hafi verið settar í forgang, bæði á spítalanum og í ráðuneytinu. Engu viðbótarfjármagni eigi að verja til aðgerðanna heldur snúist þetta fyrst og fremst um forgangsröðun.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira