Telur sérkennilegt að engin jarðskjálftavirkni sé við landrisið nærri Þorbirni Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2020 19:01 Doktor í jarðeðlisfræði telur líkur á að landrisið við Þorbjörn stafi af jarðvarmavinnslu við Svartsengi. Vísindaráð almannavarna hefur talið líklegustu skýringuna kvikusinnskot. Fyrir rúmum fjórum vikum var lýst yfir óvissustigi vegna mögulegrar kvikusöfnunar við Þorbjörn. Landris mældist mikið en verulega hefur hægt á því undanfarna daga en hefur þó ekki gengið til baka. Sömuleiðis hefur verulega dregið úr jarðskjálftavirkni nærri Grindavík. Ólafur G. Flóvens telur líkur á að niðurdæling við Svartsengi eigi sök á þessu landrisi fremur en kvikuinnskot. Þó hann hafi komið fram með þessa tillögu útilokar hann ekki að landrisið geti stafað af kvikuinnskoti. „Við þekkjum dæmi þess að landris er samfara því að kvika er að troðast inn en það er sérkennilegt þarna að miðjan á landrisinu er ekki þar sem aðal skjálftavirknin hefur verið,“ segir Ólafur. Hann bendir á að miðja landrissins sé nákvæmlega þar sem niðurdælingin á sér stað. Uppruni landrissins er á 3 - 5 kílómetra dýpi. Þar verða hins vegar engir skjálftar. Þeir urðu austar við miðju rissins. „Mér finnst mjög sérkennilegt ef að kvika er að troðast inn í jarðveg á þriggja til fimm kílómetra dýpi, að því fylgi engir jarðskjálftar,“ segir Ólafur. Annað hljóti þá að koma til greina. „Það getur til dæmis gerst við það að vökvi sem er verið að dæla niður fer allt í einu í suðu. Hann nær að komast snögglega að heitu lagi á þriggja til fimm kílómetra dýpi. Þar þenst hann út og myndar gufu sem veldur landrisi,“ segir Ólafur. Þetta geti gerst fyrst núna þó niðurdæling hafi staðið yfir í mörg ár. „Ég var að skoða í síðustu viku líkanareikning sem menn úti í Þýskalandi höfðu verið að gera um hversu langur tími getur liðið frá því niðurdæling er hafin í mjög heit svæði þar til stærri jarðskjálftar verða, þá eru menn að reikna þetta út tíu til tuttugu ár.“ Hann ítrekar að engin hætta skapist af niðurdælingunni. „Þetta væri eðlilegt ferli við rekstur virkjunarinnar. Það er ekkert athugavert við það í sjálfu sér.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Ólaf þar sem hann fer nánar yfir þessa tilgátu má sjá hér fyrir neðan: Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Sjá meira
Doktor í jarðeðlisfræði telur líkur á að landrisið við Þorbjörn stafi af jarðvarmavinnslu við Svartsengi. Vísindaráð almannavarna hefur talið líklegustu skýringuna kvikusinnskot. Fyrir rúmum fjórum vikum var lýst yfir óvissustigi vegna mögulegrar kvikusöfnunar við Þorbjörn. Landris mældist mikið en verulega hefur hægt á því undanfarna daga en hefur þó ekki gengið til baka. Sömuleiðis hefur verulega dregið úr jarðskjálftavirkni nærri Grindavík. Ólafur G. Flóvens telur líkur á að niðurdæling við Svartsengi eigi sök á þessu landrisi fremur en kvikuinnskot. Þó hann hafi komið fram með þessa tillögu útilokar hann ekki að landrisið geti stafað af kvikuinnskoti. „Við þekkjum dæmi þess að landris er samfara því að kvika er að troðast inn en það er sérkennilegt þarna að miðjan á landrisinu er ekki þar sem aðal skjálftavirknin hefur verið,“ segir Ólafur. Hann bendir á að miðja landrissins sé nákvæmlega þar sem niðurdælingin á sér stað. Uppruni landrissins er á 3 - 5 kílómetra dýpi. Þar verða hins vegar engir skjálftar. Þeir urðu austar við miðju rissins. „Mér finnst mjög sérkennilegt ef að kvika er að troðast inn í jarðveg á þriggja til fimm kílómetra dýpi, að því fylgi engir jarðskjálftar,“ segir Ólafur. Annað hljóti þá að koma til greina. „Það getur til dæmis gerst við það að vökvi sem er verið að dæla niður fer allt í einu í suðu. Hann nær að komast snögglega að heitu lagi á þriggja til fimm kílómetra dýpi. Þar þenst hann út og myndar gufu sem veldur landrisi,“ segir Ólafur. Þetta geti gerst fyrst núna þó niðurdæling hafi staðið yfir í mörg ár. „Ég var að skoða í síðustu viku líkanareikning sem menn úti í Þýskalandi höfðu verið að gera um hversu langur tími getur liðið frá því niðurdæling er hafin í mjög heit svæði þar til stærri jarðskjálftar verða, þá eru menn að reikna þetta út tíu til tuttugu ár.“ Hann ítrekar að engin hætta skapist af niðurdælingunni. „Þetta væri eðlilegt ferli við rekstur virkjunarinnar. Það er ekkert athugavert við það í sjálfu sér.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Ólaf þar sem hann fer nánar yfir þessa tilgátu má sjá hér fyrir neðan:
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Sjá meira