Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason skrifar 24. febrúar 2020 13:00 Eins og aðrir aðstandendur ALDIN Biodome fagna ég þeirri miklu umræðu sem spunnist hefur um vænta uppbyggingu á svæðinu norðan Stekkjarbakka í jaðri Elliðaárdalsins. Uppbyggileg umræða byggir hins vegar á upplýsingum og langar mig að fjalla aðeins um þá starfsemi sem mun fara fram undir þaki ALDIN. Meginmarkmið ALDIN Biodome er að tengja fólk við náttúruna og stuðla að heilbrigðum lífsstíl, allt á sjálfbæran og arðbæran hátt. Þar verður stunduð ræktun í víðum skilningi þess orðs. Endurnýjanleg orka verður nýtt til matjurtaræktunar og í gróðursælu umhverfi verður boðið upp á aðstöðu til skapandi athafna og mannræktar. Umhverfið á að vekja skilningarvitin til meðvitundar um persónulegt samband manns og náttúru og vekja þannig athygli á því jafnvægi sem nauðsynlegt er í lífinu. Fræðsla og afslöppun Aðalstarfsemin mun eiga sér stað undir visthvelfingum sem skiptast í þrjú meginrými. Það fyrsta sem gestir ganga í gegnum er Dalbær sem er garðyrkjurými og torg sem verður að mestu undir torfþaki. Þaðan verður hægt að ganga inn í tvö mismunandi loftslagsstýrð visthvolf, annars vegar Laufás sem verður með Miðjarðarhafsloftslagi og hins vegar Hraunprýði með hitabeltisloftslagi. Á útisvæði ALDIN verður lögð áhersla á samspil náttúrunnar sem fyrir er og nýræktar á plöntum sem falla vel að umhverfinu. Þetta verður gert í samspili við leiksvæði fyrir unga gesti sem og aldna sem vilja njóta útiverunnar. Í Dalbæ verður lögð áhersla á að gestir upplifi allt ræktunarferli borgarbúskaparins, „af beði á borð“ – fyrsta flokks hollustu og ferskleika. Gestir geta svo keypt og tekið matjurtir með sér heim úr ræktunarrýminu auk grænmetis beint frá öðrum bændum. Á svæðinu verður aðstaða til fræðslu fyrir hópa, veitingastaður og kaffihús, fyrir gesti og þá sem hafa notið útivistar í dalnum. Í Laufási og Hraunprýði verða matjurtaskógar með stórbrotnu safni plantna og jurta sem fela í sér fróðleik um framandi lönd. Þar verður boðið upp á afþreyingu í bland við upplifun af umhverfinu. Í Laufási verður hægt að finna sér stað undir trjákrónum til að vinna og halda fundi og í Hraunprýði verður aðstaða til að stunda jóga og hugleiðslu. Jákvæð fordæmi eru til staðar, líka hérlendis Við höfum skyld dæmi annars staðar að á landinu um vinsældir upplifunar á þessum nótum. Í Friðheimum í Reykholti hefur um nokkurra ára skeið verið fjölbreyttur rekstur í kringum matjurtarækt. Ferskar matjurtir af staðnum, veitingastaður, minjagripasala og ferðaþjónusta styðja þar hvert við annað með góðum árangri. ALDIN og Friðheimar eru að sjálfsögðu ekki að öllu leyti sambærileg fyrirbæri, en samanburðurinn gefur visst fordæmi. ALDIN er fyrir alla, íbúa í næsta nágrenni, aðra borgarbúa og innlenda sem erlenda gesti. Reynslan og vísindin segja okkur að það er mikilvægt andlegri og líkamlegri heilsu fólks að komast reglulega í nánd við náttúruna. Það á ekki síður við um veturna íslensku, þegar skammdegið tekur sinn toll af andlegu heilbrigði margra. Að geta með auðveldum hætti komist í bjarta og hlýja gróðurvin mun hjálpa mörgum og létta lund. Höfundur er sérhæfður í upplifunartengdri viðskiptaþróun og einn eigenda ALDIN Biodome. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Hollvinir kæra framkvæmd undirskriftalistans Hollvinasamtök Elliðaáardals ætla í fyrramálið að kæra framkvæmd Þjóðskrár Íslands á undirskriftasöfnun til sveitarstjórnarráðuneytisins, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. 23. febrúar 2020 20:47 Upplýst umræða um Elliðaárdal Umræða um uppbyggingu þróunarreits nærri Elliðaárdal eykst nú dag frá degi sem er gott. Slagsíða í umræðunni hefur hins vegar aukist, sem er ekki gott. 22. febrúar 2020 08:00 Leyfum dalnum að njóta vafans! Til stendur að fara í miklar byggingarframkvæmdir í jaðri Elliðaárdals fyrir neðan Stekkjabakka. Þar hefur fyrirtækið Spor í sandinn (SÍS) fengið vilyrði borgarinnar til byggja 4.500 fermetra hvelfingar sem hýsa eiga margþætta starfsemi. 18. febrúar 2020 13:00 Elliðaárdalurinn „Central Park Reykjavíkur“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, biðlaði til meirihluta borgarstjórnar um að sameinast um að vernda Elliðaárdalinn á fundi borgarstjórnar í dag. 18. febrúar 2020 16:30 Skrifum undir Meirihlutinn í Reykjavík hefur núna veitt leyfi fyrir því að byggja í Elliðaárdalnum. 18. febrúar 2020 16:30 Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eins og aðrir aðstandendur ALDIN Biodome fagna ég þeirri miklu umræðu sem spunnist hefur um vænta uppbyggingu á svæðinu norðan Stekkjarbakka í jaðri Elliðaárdalsins. Uppbyggileg umræða byggir hins vegar á upplýsingum og langar mig að fjalla aðeins um þá starfsemi sem mun fara fram undir þaki ALDIN. Meginmarkmið ALDIN Biodome er að tengja fólk við náttúruna og stuðla að heilbrigðum lífsstíl, allt á sjálfbæran og arðbæran hátt. Þar verður stunduð ræktun í víðum skilningi þess orðs. Endurnýjanleg orka verður nýtt til matjurtaræktunar og í gróðursælu umhverfi verður boðið upp á aðstöðu til skapandi athafna og mannræktar. Umhverfið á að vekja skilningarvitin til meðvitundar um persónulegt samband manns og náttúru og vekja þannig athygli á því jafnvægi sem nauðsynlegt er í lífinu. Fræðsla og afslöppun Aðalstarfsemin mun eiga sér stað undir visthvelfingum sem skiptast í þrjú meginrými. Það fyrsta sem gestir ganga í gegnum er Dalbær sem er garðyrkjurými og torg sem verður að mestu undir torfþaki. Þaðan verður hægt að ganga inn í tvö mismunandi loftslagsstýrð visthvolf, annars vegar Laufás sem verður með Miðjarðarhafsloftslagi og hins vegar Hraunprýði með hitabeltisloftslagi. Á útisvæði ALDIN verður lögð áhersla á samspil náttúrunnar sem fyrir er og nýræktar á plöntum sem falla vel að umhverfinu. Þetta verður gert í samspili við leiksvæði fyrir unga gesti sem og aldna sem vilja njóta útiverunnar. Í Dalbæ verður lögð áhersla á að gestir upplifi allt ræktunarferli borgarbúskaparins, „af beði á borð“ – fyrsta flokks hollustu og ferskleika. Gestir geta svo keypt og tekið matjurtir með sér heim úr ræktunarrýminu auk grænmetis beint frá öðrum bændum. Á svæðinu verður aðstaða til fræðslu fyrir hópa, veitingastaður og kaffihús, fyrir gesti og þá sem hafa notið útivistar í dalnum. Í Laufási og Hraunprýði verða matjurtaskógar með stórbrotnu safni plantna og jurta sem fela í sér fróðleik um framandi lönd. Þar verður boðið upp á afþreyingu í bland við upplifun af umhverfinu. Í Laufási verður hægt að finna sér stað undir trjákrónum til að vinna og halda fundi og í Hraunprýði verður aðstaða til að stunda jóga og hugleiðslu. Jákvæð fordæmi eru til staðar, líka hérlendis Við höfum skyld dæmi annars staðar að á landinu um vinsældir upplifunar á þessum nótum. Í Friðheimum í Reykholti hefur um nokkurra ára skeið verið fjölbreyttur rekstur í kringum matjurtarækt. Ferskar matjurtir af staðnum, veitingastaður, minjagripasala og ferðaþjónusta styðja þar hvert við annað með góðum árangri. ALDIN og Friðheimar eru að sjálfsögðu ekki að öllu leyti sambærileg fyrirbæri, en samanburðurinn gefur visst fordæmi. ALDIN er fyrir alla, íbúa í næsta nágrenni, aðra borgarbúa og innlenda sem erlenda gesti. Reynslan og vísindin segja okkur að það er mikilvægt andlegri og líkamlegri heilsu fólks að komast reglulega í nánd við náttúruna. Það á ekki síður við um veturna íslensku, þegar skammdegið tekur sinn toll af andlegu heilbrigði margra. Að geta með auðveldum hætti komist í bjarta og hlýja gróðurvin mun hjálpa mörgum og létta lund. Höfundur er sérhæfður í upplifunartengdri viðskiptaþróun og einn eigenda ALDIN Biodome.
Hollvinir kæra framkvæmd undirskriftalistans Hollvinasamtök Elliðaáardals ætla í fyrramálið að kæra framkvæmd Þjóðskrár Íslands á undirskriftasöfnun til sveitarstjórnarráðuneytisins, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. 23. febrúar 2020 20:47
Upplýst umræða um Elliðaárdal Umræða um uppbyggingu þróunarreits nærri Elliðaárdal eykst nú dag frá degi sem er gott. Slagsíða í umræðunni hefur hins vegar aukist, sem er ekki gott. 22. febrúar 2020 08:00
Leyfum dalnum að njóta vafans! Til stendur að fara í miklar byggingarframkvæmdir í jaðri Elliðaárdals fyrir neðan Stekkjabakka. Þar hefur fyrirtækið Spor í sandinn (SÍS) fengið vilyrði borgarinnar til byggja 4.500 fermetra hvelfingar sem hýsa eiga margþætta starfsemi. 18. febrúar 2020 13:00
Elliðaárdalurinn „Central Park Reykjavíkur“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, biðlaði til meirihluta borgarstjórnar um að sameinast um að vernda Elliðaárdalinn á fundi borgarstjórnar í dag. 18. febrúar 2020 16:30
Skrifum undir Meirihlutinn í Reykjavík hefur núna veitt leyfi fyrir því að byggja í Elliðaárdalnum. 18. febrúar 2020 16:30
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun