Elías áfram á skotskónum í tíu marka leik | Aron skoraði aftur Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2020 21:50 Elías Már Ómarsson hefur skorað í þremur leikjum í röð, alls fjögur mörk. vísir/getty Það gerist ekki á hverjum degi að tíu mörk séu skoruð í fótboltaleik en það gerðist þegar Excelsior og Den Bosch mættust í hollensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Elías Már Ómarsson hélt uppteknum hætti og skoraði fyrir Excelsior í 6-4 sigri. Elías skoraði fyrsta markið í þessum ótrúlega leik og hefur þar með skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Excelsior. Hann hefur alls skorað níu mörk í deildinni á leiktíðinni. Elías var valinn maður leiksins í kvöld. Man of the match Elias Mar Omarsson: ‘Het is niet goed dat we 4 goals tegen kregen, maar wel goed dat we er zelf 6 maakten.’#excdbo#strijdenenwinnen#samensterkpic.twitter.com/Pd0N3jLsuz— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) February 21, 2020 Excelsior er í 7. sæti deildarinnar með 44 stig og á leið í umspil um sæti í úrvalsdeild eins og sakir standa (liðin í 3.-8. sæti fara í umspil). Den Bosch er í 11. sæti af 20 liðum. Aron Sigurðarson skoraði einnig í kvöld í markaleik, í 5-3 útisigri Saint-Gilloise gegn OH Leuven í belgísku B-deildinni. Aron hefur því skorað í tveimur leikjum í röð en hann kom til Belgíu frá Start í Noregi í lok síðasta árs og hefur spilað sex leiki. Saint-Gilloise er í 4. sæti, stigi frá toppsætinu en búið að leika leik meira en hin liðin. Í kvöld var Kristófer Ingi Kristinsson einnig á ferðinni í frönsku B-deildinni með Grenoble sem tapaði 1-0 á heimavelli gegn Chateauroux. Kristófer kom inn á sem varamaður á 82. mínútu. Grenoble er í 9. sæti með 35 stig, níu stigum frá umspili um sæti í efstu deild. Franski boltinn Tengdar fréttir Umboðsmaður Ólafs segir Elías hafa gleymt að skila skattframtali Fyrr í dag greindum við frá því að sænskir fjölmiðlar fjölluðu um skuld knattspyrnumannsins Elíasar Ómarssonar. 6. febrúar 2020 12:15 Elías svaraði fréttum vikunnar með tveimur mörkum Elías Már Ómarsson skoraði tvö mörk er Excelsior vann 4-1 sigur á Helmond Sport í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. 7. febrúar 2020 20:54 Elías heldur áfram að skora í Hollandi Elías Már Ómarsson hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum með Excelsior í hollensku B-deildinni í fótbolta. 14. febrúar 2020 22:01 Íslenskur knattspyrnumaður sagður skulda skattinum í Svíþjóð fimm milljónir Sænska dagblaðið Göteborgs-Tidningen greinir frá því að íslenski knattspyrnumaðurinn Elías Már Ómarsson skuldi um fimm milljónir íslenskra króna í skatt í Svíþjóð. 6. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira
Það gerist ekki á hverjum degi að tíu mörk séu skoruð í fótboltaleik en það gerðist þegar Excelsior og Den Bosch mættust í hollensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Elías Már Ómarsson hélt uppteknum hætti og skoraði fyrir Excelsior í 6-4 sigri. Elías skoraði fyrsta markið í þessum ótrúlega leik og hefur þar með skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Excelsior. Hann hefur alls skorað níu mörk í deildinni á leiktíðinni. Elías var valinn maður leiksins í kvöld. Man of the match Elias Mar Omarsson: ‘Het is niet goed dat we 4 goals tegen kregen, maar wel goed dat we er zelf 6 maakten.’#excdbo#strijdenenwinnen#samensterkpic.twitter.com/Pd0N3jLsuz— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) February 21, 2020 Excelsior er í 7. sæti deildarinnar með 44 stig og á leið í umspil um sæti í úrvalsdeild eins og sakir standa (liðin í 3.-8. sæti fara í umspil). Den Bosch er í 11. sæti af 20 liðum. Aron Sigurðarson skoraði einnig í kvöld í markaleik, í 5-3 útisigri Saint-Gilloise gegn OH Leuven í belgísku B-deildinni. Aron hefur því skorað í tveimur leikjum í röð en hann kom til Belgíu frá Start í Noregi í lok síðasta árs og hefur spilað sex leiki. Saint-Gilloise er í 4. sæti, stigi frá toppsætinu en búið að leika leik meira en hin liðin. Í kvöld var Kristófer Ingi Kristinsson einnig á ferðinni í frönsku B-deildinni með Grenoble sem tapaði 1-0 á heimavelli gegn Chateauroux. Kristófer kom inn á sem varamaður á 82. mínútu. Grenoble er í 9. sæti með 35 stig, níu stigum frá umspili um sæti í efstu deild.
Franski boltinn Tengdar fréttir Umboðsmaður Ólafs segir Elías hafa gleymt að skila skattframtali Fyrr í dag greindum við frá því að sænskir fjölmiðlar fjölluðu um skuld knattspyrnumannsins Elíasar Ómarssonar. 6. febrúar 2020 12:15 Elías svaraði fréttum vikunnar með tveimur mörkum Elías Már Ómarsson skoraði tvö mörk er Excelsior vann 4-1 sigur á Helmond Sport í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. 7. febrúar 2020 20:54 Elías heldur áfram að skora í Hollandi Elías Már Ómarsson hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum með Excelsior í hollensku B-deildinni í fótbolta. 14. febrúar 2020 22:01 Íslenskur knattspyrnumaður sagður skulda skattinum í Svíþjóð fimm milljónir Sænska dagblaðið Göteborgs-Tidningen greinir frá því að íslenski knattspyrnumaðurinn Elías Már Ómarsson skuldi um fimm milljónir íslenskra króna í skatt í Svíþjóð. 6. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira
Umboðsmaður Ólafs segir Elías hafa gleymt að skila skattframtali Fyrr í dag greindum við frá því að sænskir fjölmiðlar fjölluðu um skuld knattspyrnumannsins Elíasar Ómarssonar. 6. febrúar 2020 12:15
Elías svaraði fréttum vikunnar með tveimur mörkum Elías Már Ómarsson skoraði tvö mörk er Excelsior vann 4-1 sigur á Helmond Sport í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. 7. febrúar 2020 20:54
Elías heldur áfram að skora í Hollandi Elías Már Ómarsson hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm leikjum sínum með Excelsior í hollensku B-deildinni í fótbolta. 14. febrúar 2020 22:01
Íslenskur knattspyrnumaður sagður skulda skattinum í Svíþjóð fimm milljónir Sænska dagblaðið Göteborgs-Tidningen greinir frá því að íslenski knattspyrnumaðurinn Elías Már Ómarsson skuldi um fimm milljónir íslenskra króna í skatt í Svíþjóð. 6. febrúar 2020 09:30