Óttast útbreiðslu kórónuveirunnar utan Kína Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 18:09 Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO Vísir/EPA Heimsbyggðin þarf að bregðast hratt við til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar utan Kína, að sögn forstjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Hann hefur áhyggjur af fjölda nýrra tilfella þar sem engin tengsl eru við Kína eða önnur staðfest smit. Yfirvöld í Íran vara við því að kórónuveiran geti þegar verið komin til allra borga í landinu. Fjórir eru látnir af völdum veirunnar þar og átján tilfelli hafa greinst. Í Líbanon var fyrsta tilfellið staðfest í dag og fylgst er með tveimur öðrum vegna gruns um að þeir hafi sýkst af veirunni. Alls hafa nú 1.152 tilfelli greinst í 26 ríkjum utan Kína. Af þeim hafa átta látið lífið. Langflest tilfellum eru enn í Kína þar sem rúmlega 75.500 tilfelli hafa verið staðfest og 2.239 hafa látist, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, segir að glugginn til að halda veirunni sé að lokast og því þurfi heimsbyggðin að bregðast hratt við. „Þessi faraldur gæti farið í hvaða átt sem er. Ef við stöndum okkur vel getum við forðast alvarlegt neyðarástand en ef við sólundum tækifærinu þá stöndum við frammi fyrir ærnum vanda,“ sagði hann í dag. Um smitin utan Kína segir Tedros að þau séu enn tiltölulega fá en að mynstrið valdi áhyggjum, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Við höfum áhyggjur af fjölda tilfella með engin greinilega faraldfræðileg tengsl eins og ferðasögu eða snertingu við staðfest tilfelli,“ sagði Tedros og vísaði sérstaklega til írönsku tilfellanna. Íran Kína Líbanon Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04 Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52 „Neyðarástand“ í Suður-Kóreu Yfirvöld Suður-Kóreu hafa gripið til umfangsmikla aðgerða til að reyna að takmarka útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar þar í landi. 21. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Sjá meira
Heimsbyggðin þarf að bregðast hratt við til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar utan Kína, að sögn forstjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Hann hefur áhyggjur af fjölda nýrra tilfella þar sem engin tengsl eru við Kína eða önnur staðfest smit. Yfirvöld í Íran vara við því að kórónuveiran geti þegar verið komin til allra borga í landinu. Fjórir eru látnir af völdum veirunnar þar og átján tilfelli hafa greinst. Í Líbanon var fyrsta tilfellið staðfest í dag og fylgst er með tveimur öðrum vegna gruns um að þeir hafi sýkst af veirunni. Alls hafa nú 1.152 tilfelli greinst í 26 ríkjum utan Kína. Af þeim hafa átta látið lífið. Langflest tilfellum eru enn í Kína þar sem rúmlega 75.500 tilfelli hafa verið staðfest og 2.239 hafa látist, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, segir að glugginn til að halda veirunni sé að lokast og því þurfi heimsbyggðin að bregðast hratt við. „Þessi faraldur gæti farið í hvaða átt sem er. Ef við stöndum okkur vel getum við forðast alvarlegt neyðarástand en ef við sólundum tækifærinu þá stöndum við frammi fyrir ærnum vanda,“ sagði hann í dag. Um smitin utan Kína segir Tedros að þau séu enn tiltölulega fá en að mynstrið valdi áhyggjum, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Við höfum áhyggjur af fjölda tilfella með engin greinilega faraldfræðileg tengsl eins og ferðasögu eða snertingu við staðfest tilfelli,“ sagði Tedros og vísaði sérstaklega til írönsku tilfellanna.
Íran Kína Líbanon Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04 Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52 „Neyðarástand“ í Suður-Kóreu Yfirvöld Suður-Kóreu hafa gripið til umfangsmikla aðgerða til að reyna að takmarka útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar þar í landi. 21. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Sjá meira
Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04
Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52
„Neyðarástand“ í Suður-Kóreu Yfirvöld Suður-Kóreu hafa gripið til umfangsmikla aðgerða til að reyna að takmarka útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar þar í landi. 21. febrúar 2020 16:00