Hringanórinn hámar í sig síld og er tekinn að hressast Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2020 14:49 Kári var aðeins 7,6 kíló við komuna í Húsdýragarðinn en hann étur átta síldar á dag og er kominn í tíu kíló. Hringanórinn sem lögreglan á Suðurnesjum kom með í Húsdýragarðinn þann 17. janúar, eins og um var fjallað, er nú farinn að braggast. Hann var vitaskuld skoðaður við komuna og reyndist hann sýktur á auga og illa haldinn af næringarskorti en hann er fæddur vorið 2019. „Ef heldur fram sem horfir og Kári heldur áfram að þyngjast hratt verður vonandi hægt að sleppa honum aftur,“ segir Þorkell Heiðarsson hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Kári var sýktur sníkjudýrum Þorkell segir að í þessu sambandi verði að horfa sérstaklega til eftirfarandi: Aukin þyngd hans og betri heilsa við sleppingu eykur lífslíkur hans í náttúrunni. Á móti dregur lengri dvöl hans í haldi manna úr líkum þess að hann geti bjargað sér í náttúrunni. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.Vísir/Sigurjón „Það er því mikilvægt að finna jafnvægi á milli þessara þátta til þess að tryggja sem besta möguleika Kára. Gestir garðsins geta heimsótt Kára þar sem hann er úti við yfir hádaginn.“ Heimkynni hringanóra eru á og við ísröndina norður af landinu. Við frekari rannsóknir á selnum kom í ljós að Kári var einnig sýktur af sníkjudýrum, meðal annars af lungnaþráðormi. Sú tegund sníkjuorma sem þar greindist hefur raunar ekki fundist áður hér á landi. Kári tekur orðið hraustlega til matar síns Sníkjudýr geta reynst selum sem orðnir eru heilsuveilir og horaðir hættuleg. Lungnaormar krækja sig fasta í þekjuvef lungna og berkja og geta þar valdið bólgum og sýkingum sem aftur draga mjög úr köfunarhæfni selanna og torvelda þeim þannig fæðunám. „Ekki er ólíklegt að slík hafi verið raunin hjá þessum sel enda vóg hann einungis 7,6 kg við komuna hingað. Eðlileg þyngd tegundarinnar eftir um 8 vikur á spena er um 20 kg. Nú er hins vegar búið að meðhöndla þá kvilla sem hér eru taldir upp og selurinn, sem nefndur er Kári, er farinn að taka hressilega til matar síns. Þessa dagana étur hann um 8 síldar daglega og er nú orðinn rúmlega 10 kíló,“ segir Þorkell. Yfir daginn er Kári úti við þar sem hann virðist kunna best við sig í snjónum en á nóttunni er hann í sérstakri innilaug fullri af sjó. Að sögn Þorkels hafa þau hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum notið ráðgjafar frá selasetri Íslands á Hvammstanga sem og frá sérfræðingum á selabjörgunarstöðvar á Írlandi og dýralækni í Alaska. Dýr Dýraheilbrigði Reykjanesbær Reykjavík Tengdar fréttir Markmiðið að koma litla kópnum sem fyrst aftur út í sjó Lítill kópur sem fannst illa haldinn á Suðurnesjum í morgun hefst nú við í Húsdýragarðinum. Markmiðið er að koma honum sem fyrst aftur heim í sjóinn. 17. janúar 2020 19:45 Kópurinn vannærður og þjáist af augnsýkingu Vonir standa til að hægt verði að sleppa kópnum. 21. janúar 2020 09:23 Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Hringanórinn sem lögreglan á Suðurnesjum kom með í Húsdýragarðinn þann 17. janúar, eins og um var fjallað, er nú farinn að braggast. Hann var vitaskuld skoðaður við komuna og reyndist hann sýktur á auga og illa haldinn af næringarskorti en hann er fæddur vorið 2019. „Ef heldur fram sem horfir og Kári heldur áfram að þyngjast hratt verður vonandi hægt að sleppa honum aftur,“ segir Þorkell Heiðarsson hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Kári var sýktur sníkjudýrum Þorkell segir að í þessu sambandi verði að horfa sérstaklega til eftirfarandi: Aukin þyngd hans og betri heilsa við sleppingu eykur lífslíkur hans í náttúrunni. Á móti dregur lengri dvöl hans í haldi manna úr líkum þess að hann geti bjargað sér í náttúrunni. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.Vísir/Sigurjón „Það er því mikilvægt að finna jafnvægi á milli þessara þátta til þess að tryggja sem besta möguleika Kára. Gestir garðsins geta heimsótt Kára þar sem hann er úti við yfir hádaginn.“ Heimkynni hringanóra eru á og við ísröndina norður af landinu. Við frekari rannsóknir á selnum kom í ljós að Kári var einnig sýktur af sníkjudýrum, meðal annars af lungnaþráðormi. Sú tegund sníkjuorma sem þar greindist hefur raunar ekki fundist áður hér á landi. Kári tekur orðið hraustlega til matar síns Sníkjudýr geta reynst selum sem orðnir eru heilsuveilir og horaðir hættuleg. Lungnaormar krækja sig fasta í þekjuvef lungna og berkja og geta þar valdið bólgum og sýkingum sem aftur draga mjög úr köfunarhæfni selanna og torvelda þeim þannig fæðunám. „Ekki er ólíklegt að slík hafi verið raunin hjá þessum sel enda vóg hann einungis 7,6 kg við komuna hingað. Eðlileg þyngd tegundarinnar eftir um 8 vikur á spena er um 20 kg. Nú er hins vegar búið að meðhöndla þá kvilla sem hér eru taldir upp og selurinn, sem nefndur er Kári, er farinn að taka hressilega til matar síns. Þessa dagana étur hann um 8 síldar daglega og er nú orðinn rúmlega 10 kíló,“ segir Þorkell. Yfir daginn er Kári úti við þar sem hann virðist kunna best við sig í snjónum en á nóttunni er hann í sérstakri innilaug fullri af sjó. Að sögn Þorkels hafa þau hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum notið ráðgjafar frá selasetri Íslands á Hvammstanga sem og frá sérfræðingum á selabjörgunarstöðvar á Írlandi og dýralækni í Alaska.
Dýr Dýraheilbrigði Reykjanesbær Reykjavík Tengdar fréttir Markmiðið að koma litla kópnum sem fyrst aftur út í sjó Lítill kópur sem fannst illa haldinn á Suðurnesjum í morgun hefst nú við í Húsdýragarðinum. Markmiðið er að koma honum sem fyrst aftur heim í sjóinn. 17. janúar 2020 19:45 Kópurinn vannærður og þjáist af augnsýkingu Vonir standa til að hægt verði að sleppa kópnum. 21. janúar 2020 09:23 Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Markmiðið að koma litla kópnum sem fyrst aftur út í sjó Lítill kópur sem fannst illa haldinn á Suðurnesjum í morgun hefst nú við í Húsdýragarðinum. Markmiðið er að koma honum sem fyrst aftur heim í sjóinn. 17. janúar 2020 19:45
Kópurinn vannærður og þjáist af augnsýkingu Vonir standa til að hægt verði að sleppa kópnum. 21. janúar 2020 09:23
Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51