Mikill eldur í iðnaðarhúsi í Kópavogi Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. febrúar 2020 04:37 Frá vettvangi brunans í nótt. Vísir/friðrik þór Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út upp úr klukkan þrjú í nótt vegna mikils elds sem kom upp í iðnaðarhúsi við Vesturvör 36 í Kópavogi. Í húsinu er Sælgætisgerðin Freyja og Vélsmiðjan Hamar auk bátasmiðju og plastverksmiðju. Lögregla lokaði nærliggjandi götum. Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðasviðs slökkviliðsins, sagði vettvang ekki hafa litið nógu vel út þegar slökkviliðið kom á vettvang. „Það var töluverður eldur í húsinu en sem betur fer var reyklosun á þakinu sem gerði sitt gagn þannig að eldurinn logaði þar upp. Reyndar dreifðist eldurinn út um þakið á yfirborði eftir pappa en síðan fór okkar fólk inn og náði fljótlega að komast í aðaleldinn,“ segir Vernharð. Vernharð sést hér á vettvangi með sérsveitarmönnum.vísir/jói k. Húsið sem um ræðir er mjög stórt, á milli 3000 til 4000 fermetrar og á tveimur hæðum. „Þarna eru fyrirtæki með starfsemi þar sem er gas og önnur hættuleg efni þarna er plastframleiðsla og annað þannig að já, þetta var hættulegt,“ segir Vernharð. Búið er að ná tökum á eldinum núna en enn er unnið í því að slökkva glæður, hreinsa og reykræsta. Ekki er hægt að segja til um hversu langan tíma það tekur. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins í nótt.vísir/jói k. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir það hafa verið mikla vinnu að ná tökum á eldinum vegna þess hversu stórt og umfangsmikið húsið er. „Þannig að það var heilmikil vinna að rífa og ná tökum og slökkva. Síðan höfum við líka þurft að manna allar útstöðvar út af öðrum verkefnum,“ segir Jón Viðar en allir starfsmenn á frívakt voru kallaðir út í nótt. Spurður út í tjónið hjá þeim fyrirtækjum sem eru með starfsemi í húsinu segir Jón Viðar að það sé örugglega umtalsvert. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að svo stöddu.Fréttin var uppfærð kl. 06:45. Útkallið barst lögreglu rétt upp úr klukkan 3 og var töluverður eldur á staðnum.vísir/jói k. Sælgætisverksmiðja og vélsmiðja er í húsinu auk bátasmiðju og plastverksmiðju.vísir/friðrik þór Það var mikil vinna fyrir slökkviliðsmenn að ná tökum á eldinum.vísir/friðrik þór Kópavogur Slökkvilið Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út upp úr klukkan þrjú í nótt vegna mikils elds sem kom upp í iðnaðarhúsi við Vesturvör 36 í Kópavogi. Í húsinu er Sælgætisgerðin Freyja og Vélsmiðjan Hamar auk bátasmiðju og plastverksmiðju. Lögregla lokaði nærliggjandi götum. Vernharð Guðnason, deildarstjóri aðgerðasviðs slökkviliðsins, sagði vettvang ekki hafa litið nógu vel út þegar slökkviliðið kom á vettvang. „Það var töluverður eldur í húsinu en sem betur fer var reyklosun á þakinu sem gerði sitt gagn þannig að eldurinn logaði þar upp. Reyndar dreifðist eldurinn út um þakið á yfirborði eftir pappa en síðan fór okkar fólk inn og náði fljótlega að komast í aðaleldinn,“ segir Vernharð. Vernharð sést hér á vettvangi með sérsveitarmönnum.vísir/jói k. Húsið sem um ræðir er mjög stórt, á milli 3000 til 4000 fermetrar og á tveimur hæðum. „Þarna eru fyrirtæki með starfsemi þar sem er gas og önnur hættuleg efni þarna er plastframleiðsla og annað þannig að já, þetta var hættulegt,“ segir Vernharð. Búið er að ná tökum á eldinum núna en enn er unnið í því að slökkva glæður, hreinsa og reykræsta. Ekki er hægt að segja til um hversu langan tíma það tekur. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins í nótt.vísir/jói k. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir það hafa verið mikla vinnu að ná tökum á eldinum vegna þess hversu stórt og umfangsmikið húsið er. „Þannig að það var heilmikil vinna að rífa og ná tökum og slökkva. Síðan höfum við líka þurft að manna allar útstöðvar út af öðrum verkefnum,“ segir Jón Viðar en allir starfsmenn á frívakt voru kallaðir út í nótt. Spurður út í tjónið hjá þeim fyrirtækjum sem eru með starfsemi í húsinu segir Jón Viðar að það sé örugglega umtalsvert. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að svo stöddu.Fréttin var uppfærð kl. 06:45. Útkallið barst lögreglu rétt upp úr klukkan 3 og var töluverður eldur á staðnum.vísir/jói k. Sælgætisverksmiðja og vélsmiðja er í húsinu auk bátasmiðju og plastverksmiðju.vísir/friðrik þór Það var mikil vinna fyrir slökkviliðsmenn að ná tökum á eldinum.vísir/friðrik þór
Kópavogur Slökkvilið Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira