Erlent

Boðar víð­tæka rann­sókn á gróður­eldunum í Ástralíu

Atli Ísleifsson skrifar
Scott Morrison er forsætisráðherra Ástralíu.
Scott Morrison er forsætisráðherra Ástralíu. Getty

Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur boðað til víðtækrar rannsóknar á gróðureldunum sem herjað hafa á íbúa landsins síðustu mánuði. Einnig verður litið til þess hvernig bæta megi viðbragð í landinu.

Alls hafa 33 manns látið lífið í eldunum. Nefndinni er ætlað að skila tillögum um lagabreytingar sem ætlað er að betur skýra hvaða aðilar og með hvaða hætti skuli stýra viðbragðsaðilum. Yfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnt hvernig brugðist hafi verið við eldunum.

„Nefndin á að líta til praktískra hluta, hvað þurfi að gera til að tryggja öryggi Ástrala og öryggi þeirra lengur í þeim aðstæðum sem skapast á heitum og þurrum sumrum sem Ástralir munu búa við í framtíðinni,“ sagði Morrison á blaðamannafundi í Sydney í morgun.

Ástralir hafa glímt við hundruð gróðurelda, en slökkviliðsmenn hafa nú náð tökum á þeim þó að tugir þeirra logi enn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×