Barcelona lætur yfirmann knattspyrnumála fara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2020 19:30 Eric Abidal við hlið Lionel Messi. Mynd/Nordic Photos/Getty Það er svo sannarlega verið að taka til hendinni í herbúðum spænska stórveldisins þessa dagana. Þjálfarinn farinn, yfirmaður knattspyrnumála farinn og allir leikmenn liðsins nema fimm eru til sölu. Quique Setién var látinn taka poka sinn á dögunum eftir aðeins átta mánuði sem þjálfari liðsins. Nú er búið að staðfesta brottför Eric Abidal en þessi fyrrum leikmaður liðsins hafði gegnt stöðu yfirmanns knattspyrnumála undanfarin tvö ár. Hans síðasta verk í starfi var að reka áðurnefndan Setién. [LATEST NEWS]Agreement for the ending of Éric Abidal's contract— FC Barcelona (@FCBarcelona) August 18, 2020 Hinn fertugu Abidal lék með Börsungum frá 2007 til 2013. Árið 2011 greindist hann með æxli í lifur en tókst þó að spila allt fram til ársins 2014. Hann spilaði þó ekki marga leiki og færði sig um set til Mónakó í Frakklandi og svo Olympiakos í Grikklandi áður en skórnir fóru upp í hillu árið 2014. Alls lék hann 125 deildarleiki fyrir Börsunga og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu tvívegis. Þá lék hann 67 landsleiki fyrir franska landsliðið. Í yfirlýsingu Barcelona segir að félagið og Abidal hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu. Ef til vill eykur þetta líkurnar á að Argentínumaðurinn Lionel Messi verði áfram í herbúðum liðsins en hann lenti upp á kant við Abidal fyrr á leiktíðinni. „Félagið óskar Abidal alls hins besta í framtíðinni og þakkar honum fyrir fagmennsku, staðfestu og prúðmennsku sína,“ sagði í frekar hefðbundinni yfirlýsingu frá félaginu er brotthvarf Abidal var staðfest. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Bara þessir fimm Börsungar eru ekki til sölu í sumar Það eru einungis fimm leikmenn Barcelona sem eiga fast sæti í leikmannahóp liðsins á næstu leiktíð. 17. ágúst 2020 13:00 Búið að reka þjálfara Börsunga Spænska stórveldið Barcelona hefur rekið Quique Setién, þjálfara sinn, eftir aðeins átta mánuði í starfi. 16. ágúst 2020 22:34 Man. City talið leiða kapphlaupið um Messi Það vakti mikla athygli í gær þegar fréttir bárust af því að Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, vildi komast í burtu frá félaginu. 17. ágúst 2020 11:00 Koeman gæti tekið við Börsungum Ronald Koeman – landsliðsþjálfari Hollands – gæti orðið næsti þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. 16. ágúst 2020 21:15 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
Það er svo sannarlega verið að taka til hendinni í herbúðum spænska stórveldisins þessa dagana. Þjálfarinn farinn, yfirmaður knattspyrnumála farinn og allir leikmenn liðsins nema fimm eru til sölu. Quique Setién var látinn taka poka sinn á dögunum eftir aðeins átta mánuði sem þjálfari liðsins. Nú er búið að staðfesta brottför Eric Abidal en þessi fyrrum leikmaður liðsins hafði gegnt stöðu yfirmanns knattspyrnumála undanfarin tvö ár. Hans síðasta verk í starfi var að reka áðurnefndan Setién. [LATEST NEWS]Agreement for the ending of Éric Abidal's contract— FC Barcelona (@FCBarcelona) August 18, 2020 Hinn fertugu Abidal lék með Börsungum frá 2007 til 2013. Árið 2011 greindist hann með æxli í lifur en tókst þó að spila allt fram til ársins 2014. Hann spilaði þó ekki marga leiki og færði sig um set til Mónakó í Frakklandi og svo Olympiakos í Grikklandi áður en skórnir fóru upp í hillu árið 2014. Alls lék hann 125 deildarleiki fyrir Börsunga og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu tvívegis. Þá lék hann 67 landsleiki fyrir franska landsliðið. Í yfirlýsingu Barcelona segir að félagið og Abidal hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu. Ef til vill eykur þetta líkurnar á að Argentínumaðurinn Lionel Messi verði áfram í herbúðum liðsins en hann lenti upp á kant við Abidal fyrr á leiktíðinni. „Félagið óskar Abidal alls hins besta í framtíðinni og þakkar honum fyrir fagmennsku, staðfestu og prúðmennsku sína,“ sagði í frekar hefðbundinni yfirlýsingu frá félaginu er brotthvarf Abidal var staðfest.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Bara þessir fimm Börsungar eru ekki til sölu í sumar Það eru einungis fimm leikmenn Barcelona sem eiga fast sæti í leikmannahóp liðsins á næstu leiktíð. 17. ágúst 2020 13:00 Búið að reka þjálfara Börsunga Spænska stórveldið Barcelona hefur rekið Quique Setién, þjálfara sinn, eftir aðeins átta mánuði í starfi. 16. ágúst 2020 22:34 Man. City talið leiða kapphlaupið um Messi Það vakti mikla athygli í gær þegar fréttir bárust af því að Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, vildi komast í burtu frá félaginu. 17. ágúst 2020 11:00 Koeman gæti tekið við Börsungum Ronald Koeman – landsliðsþjálfari Hollands – gæti orðið næsti þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. 16. ágúst 2020 21:15 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
Bara þessir fimm Börsungar eru ekki til sölu í sumar Það eru einungis fimm leikmenn Barcelona sem eiga fast sæti í leikmannahóp liðsins á næstu leiktíð. 17. ágúst 2020 13:00
Búið að reka þjálfara Börsunga Spænska stórveldið Barcelona hefur rekið Quique Setién, þjálfara sinn, eftir aðeins átta mánuði í starfi. 16. ágúst 2020 22:34
Man. City talið leiða kapphlaupið um Messi Það vakti mikla athygli í gær þegar fréttir bárust af því að Lionel Messi, stórstjarna Barcelona, vildi komast í burtu frá félaginu. 17. ágúst 2020 11:00
Koeman gæti tekið við Börsungum Ronald Koeman – landsliðsþjálfari Hollands – gæti orðið næsti þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. 16. ágúst 2020 21:15