Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2020 23:32 Lúkasjenkó telur að stjórnarandstaðan hyggi á valdarán. Valery Sharifulin\TASS via Getty Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. „Við lítum algjörlega á þetta sem tilraun til valdaráns,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Lúkasjenkó. Stjórnarandstæðingar fullyrða að brögð hafi verið í tafli í nýafstöðnum forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenkó, sem hefur verið forseti Hvíta-Rússlands frá stofnun þess, hlaut samkvæmt opinberum tölum 80% atkvæða. Stjórnarandstæðingar telja að raunverulegur sigurvegari kosninganna hafi verið Svetlana Tíjkanovskaja. Samkvæmt opinberum tölum hlaut hún rétt rúmlega 10% atkvæða. Vert er að taka fram að engum alþjóðlegum eftirlitsaðilum var leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Síðan úrslit kosninganna voru birt hafa geisað víðtæk mótmæli víða um Hvíta-Rússland. Hundruð mótmælenda hafa slasast í átökum við lögreglu og tveir látist. Þá hafa mótmælendur verið handteknir í þúsundatali og saka sumir þeirra lögregluna um harðræði og jafnvel pyntingar. Valdaránstilraun með „tilheyrandi afleiðingum“ Hin meinta valdaránstilraun er stofnun ráðs sem Tíjkanovskaja kom á fót. Það er skipað 35 einstaklingum og er ætlað að skipuleggja næstu skref í aðgerðum stjórnarandstæðinga gegn Lúkasjenkó. Á fréttamannafundi í dag sagði Lúkasjenkó að markmiðið með stofnun ráðsins sé einfalt. „Þau vilja ekkert annað en valdaframsal. Við sjáum þetta mjög skýrt. Þetta er tilraun til valdaráns, með öllum tilheyrandi afleiðingum.“ Í dag veitti Lúkasjenkó einnig nokkrum háttsettum lögreglumönnum og fleirum orður fyrir „óaðfinnanlegt starf.“ Í því starfi felst aðallega að halda mótmælendum í skefjum og berja niður alla andspyrnu. Um helgin söfnuðust meira ein 100 þúsund manns saman í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, og mótmæltu Lúkasjenkó og framkvæmd kosninganna. Um er að ræða stærstu mótmæli Hvíta-Rússlands síðan fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Mótmælaspjald sýnir Lúkasjenkó í gervi spýtustráksins Gosa, hvers nef lengdist þegar hann laug.Misha Friedman/Getty Neyðarfundur á morgun Lúkasjenkó er sagður vera í nánum samskiptum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta vegna ólgunnar í Hvíta-Rússlandi. Sá fyrrnefndi lýsti því yfir á dögunum að hann hafi boðið Rússum að hjálpa sér við að berja niður mótmælaölduna. Hann kveðst þá einnig vera með vilyrði um stuðning frá Pútín, ef utanaðkomandi ógn kæmi til með að steðja að Hvíta-Rússlandi. Breska ríkisútvarpið greinir þó frá því að Pútín hafi sagt við Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Emmanuel Macron Frakklandsforseta að afskipti erlendra ríkja af stöðunni væru aðeins til þess fallin að gera illt verra. Macron og Merkel hafi bæði lýst þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt sé að Lúkasjenkó komi á samskiptum við stjórnarandstöðuna. Á morgun er ráðgert að leiðtogar Evrópusambandsins haldi neyðarfjarfund vegna stöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Hvíta-Rússland Rússland Þýskaland Frakkland Tengdar fréttir Staðan í Hvíta-Rússlandi geti varpað neikvæðu ljósi á Pútín Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa í Hvíta-Rússlandi yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir. 16. ágúst 2020 21:31 Búast við umfangsmiklum verkföllum eftir mótmæli Búist er við verkföllum vítt og breitt um Hvíta Rússland í dag eftir að fjölmennustu mótmæli í sögu landsins fóru fram um helgina. 17. ágúst 2020 06:24 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. „Við lítum algjörlega á þetta sem tilraun til valdaráns,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Lúkasjenkó. Stjórnarandstæðingar fullyrða að brögð hafi verið í tafli í nýafstöðnum forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenkó, sem hefur verið forseti Hvíta-Rússlands frá stofnun þess, hlaut samkvæmt opinberum tölum 80% atkvæða. Stjórnarandstæðingar telja að raunverulegur sigurvegari kosninganna hafi verið Svetlana Tíjkanovskaja. Samkvæmt opinberum tölum hlaut hún rétt rúmlega 10% atkvæða. Vert er að taka fram að engum alþjóðlegum eftirlitsaðilum var leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Síðan úrslit kosninganna voru birt hafa geisað víðtæk mótmæli víða um Hvíta-Rússland. Hundruð mótmælenda hafa slasast í átökum við lögreglu og tveir látist. Þá hafa mótmælendur verið handteknir í þúsundatali og saka sumir þeirra lögregluna um harðræði og jafnvel pyntingar. Valdaránstilraun með „tilheyrandi afleiðingum“ Hin meinta valdaránstilraun er stofnun ráðs sem Tíjkanovskaja kom á fót. Það er skipað 35 einstaklingum og er ætlað að skipuleggja næstu skref í aðgerðum stjórnarandstæðinga gegn Lúkasjenkó. Á fréttamannafundi í dag sagði Lúkasjenkó að markmiðið með stofnun ráðsins sé einfalt. „Þau vilja ekkert annað en valdaframsal. Við sjáum þetta mjög skýrt. Þetta er tilraun til valdaráns, með öllum tilheyrandi afleiðingum.“ Í dag veitti Lúkasjenkó einnig nokkrum háttsettum lögreglumönnum og fleirum orður fyrir „óaðfinnanlegt starf.“ Í því starfi felst aðallega að halda mótmælendum í skefjum og berja niður alla andspyrnu. Um helgin söfnuðust meira ein 100 þúsund manns saman í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, og mótmæltu Lúkasjenkó og framkvæmd kosninganna. Um er að ræða stærstu mótmæli Hvíta-Rússlands síðan fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Mótmælaspjald sýnir Lúkasjenkó í gervi spýtustráksins Gosa, hvers nef lengdist þegar hann laug.Misha Friedman/Getty Neyðarfundur á morgun Lúkasjenkó er sagður vera í nánum samskiptum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta vegna ólgunnar í Hvíta-Rússlandi. Sá fyrrnefndi lýsti því yfir á dögunum að hann hafi boðið Rússum að hjálpa sér við að berja niður mótmælaölduna. Hann kveðst þá einnig vera með vilyrði um stuðning frá Pútín, ef utanaðkomandi ógn kæmi til með að steðja að Hvíta-Rússlandi. Breska ríkisútvarpið greinir þó frá því að Pútín hafi sagt við Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Emmanuel Macron Frakklandsforseta að afskipti erlendra ríkja af stöðunni væru aðeins til þess fallin að gera illt verra. Macron og Merkel hafi bæði lýst þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt sé að Lúkasjenkó komi á samskiptum við stjórnarandstöðuna. Á morgun er ráðgert að leiðtogar Evrópusambandsins haldi neyðarfjarfund vegna stöðunnar í Hvíta-Rússlandi.
Hvíta-Rússland Rússland Þýskaland Frakkland Tengdar fréttir Staðan í Hvíta-Rússlandi geti varpað neikvæðu ljósi á Pútín Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa í Hvíta-Rússlandi yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir. 16. ágúst 2020 21:31 Búast við umfangsmiklum verkföllum eftir mótmæli Búist er við verkföllum vítt og breitt um Hvíta Rússland í dag eftir að fjölmennustu mótmæli í sögu landsins fóru fram um helgina. 17. ágúst 2020 06:24 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Staðan í Hvíta-Rússlandi geti varpað neikvæðu ljósi á Pútín Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa í Hvíta-Rússlandi yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir. 16. ágúst 2020 21:31
Búast við umfangsmiklum verkföllum eftir mótmæli Búist er við verkföllum vítt og breitt um Hvíta Rússland í dag eftir að fjölmennustu mótmæli í sögu landsins fóru fram um helgina. 17. ágúst 2020 06:24