Blikar neituðu að fara fyrr til Noregs | Enn óvíst hvað bíður þeirra við heimkomu Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2020 13:00 Breiðablik er á leið í erfiðan leik við Rosenborg næsta fimmtudag. Fyrst mætir liðið Gróttu í Pepsi Max-deildinni á morgun. VÍSIR/BÁRA Forráðamenn Rosenborg freistuðu þess að fá Breiðablik til Noregs tveimur dögum fyrir leik liðanna í Þrándheimi næsta fimmtudag en Blikar nýta rétt sinn til að mæta degi fyrir leik. Einhver óvissa ríkti um leikinn, sem er í undankeppni Evrópudeildar UEFA í fótbolta, eftir að Ísland var sett á „rauðan lista“ í Noregi. Blikar fá hins vegar undanþágu frá sóttkví í landinu, enda verða þeir lokaðir af allan sinn tíma þar utan einnar æfingar og leiksins, sem fram fer fyrir luktum dyrum. Það hentaði Blikum ekki að verða við ósk forráðamanna Rosenborg og reglur UEFA kveða ekki á um að lið þurfi að mæta á leikstað fyrr en degi fyrir leik. „Þeir könnuðu þennan möguleika vegna þess að það tekur einhvern ákveðinn tíma að klára sýnatöku við komuna til Noregs. En það er búið að leysa það þannig að við komum bara út daginn fyrir leik,“ sagði Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks. Bíða þess að vita hvað gerist við heimkomu Upphaflega gerðu Blikar reyndar ráð fyrir að fara út 25. ágúst, til að geta æft ytra þar sem það mátti ekki hér á landi, en hætt var við það og ákveðið að ferðast snemma degi fyrir leik. Enn er óljóst hvað tekur við þegar Blikar koma heim til Íslands en vinna er í gangi við að fá úr því skorið hvort fótboltalið geti farið í svokallaða vinnusóttkví við komu til Íslands, og þannig haldið áfram æfingum, eða verið undanþegin sóttkví. „Við fylgjumst bara með og vonum að KSÍ sé að vinna að því fyrir félögin að af þessu verði. Annars gæti það haft ansi mikil áhrif á Íslandsmótið. Auðvitað myndi maður helst vilja sleppa við sóttkví, vegna þess að við erum í raun í sóttkví úti í Noregi, og hittum bara menn sem hafa verið testaðir í bak og fyrir. En við tökum bara því sem að höndum ber,“ segir Sigurður. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Blikar ekki í sóttkví í Noregi - Nýr þjálfari tekur við Rosenborg eftir leik Norska knattspyrnufélagið Rosenborg kynnti í dag hinn reynslumikla Åge Hareide sem nýjan þjálfara liðsins. Hann mun þó ekki stýra liðinu gegn Breiðabliki. 18. ágúst 2020 14:31 Ísland komið á „rauðan lista“ Norðmanna Ísland er nú komið á „rauðan lista“ norskra yfirvalda en þar er að finna ríki þar sem kórónuveirusmit eru útbreiddari og ferðamenn sem þaðan koma þurfa að sæta strangari reglum en aðrir, eða tíu daga sóttkví. 12. ágúst 2020 12:38 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira
Forráðamenn Rosenborg freistuðu þess að fá Breiðablik til Noregs tveimur dögum fyrir leik liðanna í Þrándheimi næsta fimmtudag en Blikar nýta rétt sinn til að mæta degi fyrir leik. Einhver óvissa ríkti um leikinn, sem er í undankeppni Evrópudeildar UEFA í fótbolta, eftir að Ísland var sett á „rauðan lista“ í Noregi. Blikar fá hins vegar undanþágu frá sóttkví í landinu, enda verða þeir lokaðir af allan sinn tíma þar utan einnar æfingar og leiksins, sem fram fer fyrir luktum dyrum. Það hentaði Blikum ekki að verða við ósk forráðamanna Rosenborg og reglur UEFA kveða ekki á um að lið þurfi að mæta á leikstað fyrr en degi fyrir leik. „Þeir könnuðu þennan möguleika vegna þess að það tekur einhvern ákveðinn tíma að klára sýnatöku við komuna til Noregs. En það er búið að leysa það þannig að við komum bara út daginn fyrir leik,“ sagði Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks. Bíða þess að vita hvað gerist við heimkomu Upphaflega gerðu Blikar reyndar ráð fyrir að fara út 25. ágúst, til að geta æft ytra þar sem það mátti ekki hér á landi, en hætt var við það og ákveðið að ferðast snemma degi fyrir leik. Enn er óljóst hvað tekur við þegar Blikar koma heim til Íslands en vinna er í gangi við að fá úr því skorið hvort fótboltalið geti farið í svokallaða vinnusóttkví við komu til Íslands, og þannig haldið áfram æfingum, eða verið undanþegin sóttkví. „Við fylgjumst bara með og vonum að KSÍ sé að vinna að því fyrir félögin að af þessu verði. Annars gæti það haft ansi mikil áhrif á Íslandsmótið. Auðvitað myndi maður helst vilja sleppa við sóttkví, vegna þess að við erum í raun í sóttkví úti í Noregi, og hittum bara menn sem hafa verið testaðir í bak og fyrir. En við tökum bara því sem að höndum ber,“ segir Sigurður.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Blikar ekki í sóttkví í Noregi - Nýr þjálfari tekur við Rosenborg eftir leik Norska knattspyrnufélagið Rosenborg kynnti í dag hinn reynslumikla Åge Hareide sem nýjan þjálfara liðsins. Hann mun þó ekki stýra liðinu gegn Breiðabliki. 18. ágúst 2020 14:31 Ísland komið á „rauðan lista“ Norðmanna Ísland er nú komið á „rauðan lista“ norskra yfirvalda en þar er að finna ríki þar sem kórónuveirusmit eru útbreiddari og ferðamenn sem þaðan koma þurfa að sæta strangari reglum en aðrir, eða tíu daga sóttkví. 12. ágúst 2020 12:38 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira
Blikar ekki í sóttkví í Noregi - Nýr þjálfari tekur við Rosenborg eftir leik Norska knattspyrnufélagið Rosenborg kynnti í dag hinn reynslumikla Åge Hareide sem nýjan þjálfara liðsins. Hann mun þó ekki stýra liðinu gegn Breiðabliki. 18. ágúst 2020 14:31
Ísland komið á „rauðan lista“ Norðmanna Ísland er nú komið á „rauðan lista“ norskra yfirvalda en þar er að finna ríki þar sem kórónuveirusmit eru útbreiddari og ferðamenn sem þaðan koma þurfa að sæta strangari reglum en aðrir, eða tíu daga sóttkví. 12. ágúst 2020 12:38