Lífið

Framlag Dana í Eurovision ákveðið fyrir tómum sal

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ben og Tan munu flytja lagið Yes í Rotterdam í Maí.
Ben og Tan munu flytja lagið Yes í Rotterdam í Maí. skjáskot

Danir völdu framlag sitt í Eurovision í gærkvöldi en keppt var fyrir tómum sal þar sem ríkisstjórn Danmerkur setti samkomubann á dögunum vegna kórónuveirunnar þar sem fleiri en þúsund einstaklingar koma saman.



Keppendur þurftu því að vinna hug og hjörtu Dana án hvatningarhrópa áhorfenda og fór það svo að Tanne Amanda Balcells og Benjamin Rosenbohm stóðu uppi sem sigurvegarar með lagið Yes.

Sjá einnig: Move með Mömmunum framlag Svía til Eurovision

Svíar völdu einnig framlag sitt á lokakvöldi Melodifestivalen sem fór fram í Stokkhólmi í gærkvöldi. The Mamas komu, sáu og sigruðu með lagi sínu Move.



Eftir að niðurstöður voru birtar, bæði í Danmörku og Svíþjóð, hefur hvorugt landanna tekið stökk á lista Eurovision World um sigurstranglegustu lögin. Eurovision World tekur saman upplýsingar frá öllum stærstu veðbönkum heims og er Íslandi enn spáð sigri. Svíþjóð er þar í áttunda sæti og Danmörk í tólfta.

Eftir að Daði og Gagnamagnið sigruðu Söngvakeppnina síðasta laugardag rauk Ísland upp listann og hefur trónað í efstu þremur sætunum síðustu vikuna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×