Fótbolti

Söngur Gumma Tóta sló í gegn hjá New York City

Sindri Sverrisson skrifar
Guðmundur Þórarinsson kom til New York frá Norrköping í vetur.
Guðmundur Þórarinsson kom til New York frá Norrköping í vetur. vísir/getty

Það getur oft verið ansi pínlegt fyrir nýliða í knattspyrnuliðum að ganga í gegnum þá algengu vígsluathöfn að syngja einsöng fyrir nýju liðsfélagana. Fyrir Guðmund Þórarinsson er það hins vegar lítið mál.

Guðmundur er ekki bara atvinnumaður í fótbolta heldur söngvari og lagasmiður, en það vissu nýju samherjarnir hans kannski ekki. Á samfélagsmiðlum New York City liðsins hefur nú verið birt myndskeið af því þegar hann tók lagið. Guðmundur valdi sér lagið So Sick úr smiðju Ne-Yo og eins og heyra má fórst honum það vel úr hendi og virtust liðsfélagar hans bæði undrandi og hrifnir.





Guðmundur getur ekki leikið með liði sínu gegn Toronto í kvöld vegna meiðsla en félagar hans töpuðu 1-0 fyrir Columbus Crew í fyrstu umferð MLS-deildarinnar fyrir viku. Guðmundur kom til New York City frá Norrköping í Svíþjóð í vetur.

MLS

Tengdar fréttir

Doctor Victor, Gummi Tóta og Ingó Veðurguð gefa út sumarsmell

Tónlistarmaðurinn Doctor Victor gaf í dag út glænýtt lag fyrir sumarhátíðina Sumargleðin ásamt þeim bræðrum Guðmundi Þórarinssyni og Ingó Veðurguði, en lagið er þemalag hátíðarinnar og jafnframt skemmtileg blanda af mismunandi tónlistarstílum þeirra þriggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×