Tugir fyrirtækja kynntu nýjar grænar lausnir Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2020 17:45 Birta Kristín Helgadóttir, verkefnisstjóri hjá Grænvangi. vísir/egill Tugir fyrirtækja buðu upp á grænar lausnir í loftlagsmálum á Loftslagsmóti Grænvangs í dag. Kynntar voru fjölbreyttar lausnir, til að mynda hvernig endurnýta má vegastikur sem falla til á þjóðvegum landsins. Nýsköpunarmiðstöð Íslands sá um framkvæmd loftlagsmótsins á Grand hóteli í dag fyrir Grænvang, samstarfsvettvangur ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins í loftslagsmálum. Það kemur á óvart hvað mörg fyrirtæki á íslandi virðast hafa lausnir til að bæta úr loftslagsmálunum. Birta Kristín Helgadóttir verkefnisstjóri hjá Grænvangi segir lausnir í boði fjölbreyttar, allt frá því að draga úr matarsóun og orkunotkun. Um þrjátíu fyrirtæki og stofnanir í leit að grænum lausnum skráðu sig til leiks og tæplega sjötíu einstaklingar og fyrirtæki sem buðu upp á lausnir. Þessir aðilar áttu með sér nokkur fimmtán mínútna stefnumót. Það er sem sagt þannig að öðrum megin er fólk að leita sér að lausnum og hinum megin er þá aðili sem hefur lausnina og kynnir hana fyrir viðkomandi. Oft eru jafn margir snertifletir og samstarfsfletir. Þannig að það eru lausnir beggja megin borðs líka,” segir Birta. Björk Brynjarsdóttir í Jarðgerðarfélaginu.vísir/egill Björk Brynjarsdóttir í Jarðgerðarfélaginu segir að þar hafi verið byggt upp fjórtán hundruð manna samfélag sem nýtir japanskar aðferðir sem félagið kenn til að breyta lífrænum úrgangi frá heimilum í áburð Félagið sé í viðræðum við sveitarfélög og fyrirtæki um samstarf en með þessari aðferð megi draga mikið úr mengun. „Þegar lífrænn úrgangur fer núna í urðun verður um það bil hvert kíló að 1,9 kílói af koltvísýringsígildum. Við erum vongóð um að við getum lækkað þessa tölu um áttatíu til níutíu prósent með þessari jarðgerðaraðferð. Næsti ávinningur eru að koma honum í nýtingu og jarðgræðslu og auka þannig getu vistkerfa til að binda meira kolefni,” segir Björk. Ástríður Birna Árnadóttir, arkítekt hjá Arkitýpa.vísir/egill Ástríður Birna Árnadóttir arkitekt hjá Arkitýpa hefur ásamt samstarfskonu sinni unnið að verkefni með Vegagerðinni. En á hverju ári fellur til töluvert magn af vegastikum sem Vegagerðin vildi gjarnan koma í græna endurnýtingu. „Okkar hugmynd er að gera yfirbyggð hjólaskýli þar sem við nýtum vegastikurnar sem hálfgerða skel, eða klæðningu,” segir Ástríður Birna. Með vaxandi hjólreiðum verði þörf á yfirbyggðum skýlum fyrir hjólin og því hafi þeim þótt tilvalið að leysa málið með hringrásar hagkerfishugsun í anda vistvænni samgöngumáta. Samgöngur Umhverfismál Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Tugir fyrirtækja buðu upp á grænar lausnir í loftlagsmálum á Loftslagsmóti Grænvangs í dag. Kynntar voru fjölbreyttar lausnir, til að mynda hvernig endurnýta má vegastikur sem falla til á þjóðvegum landsins. Nýsköpunarmiðstöð Íslands sá um framkvæmd loftlagsmótsins á Grand hóteli í dag fyrir Grænvang, samstarfsvettvangur ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins í loftslagsmálum. Það kemur á óvart hvað mörg fyrirtæki á íslandi virðast hafa lausnir til að bæta úr loftslagsmálunum. Birta Kristín Helgadóttir verkefnisstjóri hjá Grænvangi segir lausnir í boði fjölbreyttar, allt frá því að draga úr matarsóun og orkunotkun. Um þrjátíu fyrirtæki og stofnanir í leit að grænum lausnum skráðu sig til leiks og tæplega sjötíu einstaklingar og fyrirtæki sem buðu upp á lausnir. Þessir aðilar áttu með sér nokkur fimmtán mínútna stefnumót. Það er sem sagt þannig að öðrum megin er fólk að leita sér að lausnum og hinum megin er þá aðili sem hefur lausnina og kynnir hana fyrir viðkomandi. Oft eru jafn margir snertifletir og samstarfsfletir. Þannig að það eru lausnir beggja megin borðs líka,” segir Birta. Björk Brynjarsdóttir í Jarðgerðarfélaginu.vísir/egill Björk Brynjarsdóttir í Jarðgerðarfélaginu segir að þar hafi verið byggt upp fjórtán hundruð manna samfélag sem nýtir japanskar aðferðir sem félagið kenn til að breyta lífrænum úrgangi frá heimilum í áburð Félagið sé í viðræðum við sveitarfélög og fyrirtæki um samstarf en með þessari aðferð megi draga mikið úr mengun. „Þegar lífrænn úrgangur fer núna í urðun verður um það bil hvert kíló að 1,9 kílói af koltvísýringsígildum. Við erum vongóð um að við getum lækkað þessa tölu um áttatíu til níutíu prósent með þessari jarðgerðaraðferð. Næsti ávinningur eru að koma honum í nýtingu og jarðgræðslu og auka þannig getu vistkerfa til að binda meira kolefni,” segir Björk. Ástríður Birna Árnadóttir, arkítekt hjá Arkitýpa.vísir/egill Ástríður Birna Árnadóttir arkitekt hjá Arkitýpa hefur ásamt samstarfskonu sinni unnið að verkefni með Vegagerðinni. En á hverju ári fellur til töluvert magn af vegastikum sem Vegagerðin vildi gjarnan koma í græna endurnýtingu. „Okkar hugmynd er að gera yfirbyggð hjólaskýli þar sem við nýtum vegastikurnar sem hálfgerða skel, eða klæðningu,” segir Ástríður Birna. Með vaxandi hjólreiðum verði þörf á yfirbyggðum skýlum fyrir hjólin og því hafi þeim þótt tilvalið að leysa málið með hringrásar hagkerfishugsun í anda vistvænni samgöngumáta.
Samgöngur Umhverfismál Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira