Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2020 10:38 Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandinn í Útgerðarfélagi Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. Deilan snerist um 31 afleiðusamning, nánar tiltekið 23 samninga um gjaldmiðla og framvirk gjaldmiðlaskipti og átta samninga um framvirk gjaldmiðlaviðskipti, svokallaðar „áhættuvarnir“Þrotabú Glitnis taldi útgerðarfélagið hafa gengist undir samningana með undirritun 25. mars 2008 og 17. apríl 2008 og svo aftur með framlengingu samninganna 6. og 7. október 2008, en síðastnefnda daginn tók Fjármálaeftirlitið yfir rekstur Glitnis. Vildi meina að aldrei hafi verið óskað eftir framlengingu Útgerðarfélagið hafnaði greiðsluskyldu á þeim rökum að samningarnir sem undirritaðir voru í mars og apríl hafi verið undirritaðir af Óttari Má Ingvarssyni, þáverandi fjármálastjóra utgerðarfélagsins, sem hafi ekki haft umboð til að skuldbinda útgerðarfélagið. Þá vildi útgerðarfélagið einnig meina að þrotabúið hafi framlengt samningana einhliða í október, ekki hafi verið óskað eftir þeirri framlengingu og samningarnir hafi ekki verið undirritaðir. Lögðu fram endurrit af hljóðupptökum Í löngum niðurstöðukafla héraðsdóms er bent á að samkvæmt gögnum málsins komi fram að Óttari Má hafi árið 2005 verið veitt umboð til að eiga viðskipti við Glitni fyrir hönd félagsins. Því sé ekki hægt að líta svo á að hann hafi ekki haft umboð til að undirrita samningana í mars og apríl. Til stuðnings þess að útgerðarfélagið hafði samþykkt framlenginguna lagði þrotabúið fram endurrit af hljóðupptökum á milli Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra útgerðarfélagsins og Rúnars Jónssonar, forstöðumanns gjaldeyrisviðskipta hjá Glitni, þar sem þeir ræða um samningana sem voru í gildi. Í dómi héraðsdóms segir að þegar símtölin um þá samningana sem voru á gjalddaga 6. og 7. október séu metin heildstætt megi sjá að Guðmundur hafi verið vel meðvitaðir um þá samninga og að þeir hafi verið í miklu tapi vegna gengishruns íslensku krónunnar. Óskaði eftir kvittunum Í dóminum segir einnig að komið hafi nægjanlega vel fram að útgerðarfélagið hafi í reynd viljað og ætlað sér að framlengja viðskiptin og með því gengist undir þær skuldbindingar sem lýst er í skjölum að baki þeim samningum sem framlengdir voru í október 2008. Í raun hafi útgerðarfélagið verið í brýnni þörf á að endurnýja þá þar sem það hafi ekki getað efnt fyrri samninga á gjalddaga. Þá var einnig litið til tölvupósts þann 8. október 2008 frá aðstoðarmanni Guðmundar þar sem óskað var eftir greiðslukvittunum vegna „swap viðskipta frá því í gær og í dag V/BRIM“. Að mati dómsins átti starfsmaðurinn við framlengingu á þeim samningum sem voru á gjalddaga 6. og 7. október. Sami starfsmaður sótti umrædda samninga í heimabanka útgerðarfélagsins 15. október. Var það því mat héraðsdóms að samningarnir hafi verið í gildi og því var höfuðstóll kröfu þrotabúsins tekinn til greina, rétt tæpir tveir milljarðar króna, nánar tiltekið 1.999.395.000 krónur með dráttarvöxtum frá 6. maí 2016 til greiðsludags. Þá þarf útgerðarfélagið einnig að greiða þrotabúinu 12 milljónir í málskostnað. Dómsmál Hrunið Sjávarútvegur Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. Deilan snerist um 31 afleiðusamning, nánar tiltekið 23 samninga um gjaldmiðla og framvirk gjaldmiðlaskipti og átta samninga um framvirk gjaldmiðlaviðskipti, svokallaðar „áhættuvarnir“Þrotabú Glitnis taldi útgerðarfélagið hafa gengist undir samningana með undirritun 25. mars 2008 og 17. apríl 2008 og svo aftur með framlengingu samninganna 6. og 7. október 2008, en síðastnefnda daginn tók Fjármálaeftirlitið yfir rekstur Glitnis. Vildi meina að aldrei hafi verið óskað eftir framlengingu Útgerðarfélagið hafnaði greiðsluskyldu á þeim rökum að samningarnir sem undirritaðir voru í mars og apríl hafi verið undirritaðir af Óttari Má Ingvarssyni, þáverandi fjármálastjóra utgerðarfélagsins, sem hafi ekki haft umboð til að skuldbinda útgerðarfélagið. Þá vildi útgerðarfélagið einnig meina að þrotabúið hafi framlengt samningana einhliða í október, ekki hafi verið óskað eftir þeirri framlengingu og samningarnir hafi ekki verið undirritaðir. Lögðu fram endurrit af hljóðupptökum Í löngum niðurstöðukafla héraðsdóms er bent á að samkvæmt gögnum málsins komi fram að Óttari Má hafi árið 2005 verið veitt umboð til að eiga viðskipti við Glitni fyrir hönd félagsins. Því sé ekki hægt að líta svo á að hann hafi ekki haft umboð til að undirrita samningana í mars og apríl. Til stuðnings þess að útgerðarfélagið hafði samþykkt framlenginguna lagði þrotabúið fram endurrit af hljóðupptökum á milli Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra útgerðarfélagsins og Rúnars Jónssonar, forstöðumanns gjaldeyrisviðskipta hjá Glitni, þar sem þeir ræða um samningana sem voru í gildi. Í dómi héraðsdóms segir að þegar símtölin um þá samningana sem voru á gjalddaga 6. og 7. október séu metin heildstætt megi sjá að Guðmundur hafi verið vel meðvitaðir um þá samninga og að þeir hafi verið í miklu tapi vegna gengishruns íslensku krónunnar. Óskaði eftir kvittunum Í dóminum segir einnig að komið hafi nægjanlega vel fram að útgerðarfélagið hafi í reynd viljað og ætlað sér að framlengja viðskiptin og með því gengist undir þær skuldbindingar sem lýst er í skjölum að baki þeim samningum sem framlengdir voru í október 2008. Í raun hafi útgerðarfélagið verið í brýnni þörf á að endurnýja þá þar sem það hafi ekki getað efnt fyrri samninga á gjalddaga. Þá var einnig litið til tölvupósts þann 8. október 2008 frá aðstoðarmanni Guðmundar þar sem óskað var eftir greiðslukvittunum vegna „swap viðskipta frá því í gær og í dag V/BRIM“. Að mati dómsins átti starfsmaðurinn við framlengingu á þeim samningum sem voru á gjalddaga 6. og 7. október. Sami starfsmaður sótti umrædda samninga í heimabanka útgerðarfélagsins 15. október. Var það því mat héraðsdóms að samningarnir hafi verið í gildi og því var höfuðstóll kröfu þrotabúsins tekinn til greina, rétt tæpir tveir milljarðar króna, nánar tiltekið 1.999.395.000 krónur með dráttarvöxtum frá 6. maí 2016 til greiðsludags. Þá þarf útgerðarfélagið einnig að greiða þrotabúinu 12 milljónir í málskostnað.
Dómsmál Hrunið Sjávarútvegur Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira